Anton Guðmundsson, matreiðslumeistari og formaður Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar, leiðir lista flokksins og Úrsúla María Guðjónsdóttir, meistaranemi í lögfræði skipar annað sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsóknarflokknum.
Þar segir að mikill hugur sé í hópnum, enda sé sveitarfélagið ört stækkandi, sem kalli á uppbyggingu innviða þess.
Listi Framsóknar í Suðurnesjabæ:
- Anton Guðmundsson, 29 ára, matreiðslumeistari, Sandgerði.
- Úrsúla María Guðjónsdóttir, 27 ára, meistaranemi í lögfræði, Garði.
- Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, 25 ára, sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur og gæðastjóri, Sandgerði.
- Sigfríður Ólafsdóttir, 27 ára, meistaranemi í félagsráðgjöf og sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði á Suðurnesjum, Garði.
- Gísli Jónatan Pálsson, 38 ára, trésmiður og nemi í húsasmíði, Sandgerði.
- Elvar Þór Þorleifsson, 34 ára, umsjónarmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði.
- Baldur Matthías Þóroddsson, 28 ára, sundlaugarvörður í Íþróttamiðstöðinni Garði, Sandgerði.
- Agata Maria Magnússon, 37 ára, starfsmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði.
- Elías Mar Hrefnuson, 33 ára, Sandgerði.
- Óskar Helgason, 48 ára, pípulagningarnemi, Sandgerði.
- Hulda Ósk Jónsdóttir, 42 ára, nemi í kennslufræði og starfsmaður á leikskóla, Sandgerði.
- Karel Bergmann Gunnarsson, 27 ára, flugöryggisvörður hjá Isavia, Garði.
- Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, 57 ára, Garði.
- Gunnlaug María Óskarsdóttir, 20 ára, stuðningsfulltrúi, Sandgerði.
- Jóhanna Óttars Sigtryggsdóttir, 37 ára, leikskólaliði og hópstjóri á leikskólanum Sólborg, Sandgerði.
- Guðrún Sif Pétursdóttir, 31 árs, hópstjóri og kjarnastýra á leikskóla, Sandgerði.
- Rebekka Ósk Friðriksdóttir, 27 ára, snyrtifræðingur, Sandgerði.
- Jón Sigurðsson, 72 ára, bóndi, Sandgerði.