„Þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. mars 2022 21:06 Hildur Björk Hörpudóttir. Vísir/Vilhelm Það eru margar áskoranir fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í fóstur og einnig fyrir fósturbörnin sjálf. Fósturforeldrar upplifa oft fordóma frá fólki sem þekkir ekki hvernig fósturkerfið virkar. „Erfiðustu fordómarnir sem við lendum í eru þegar börnin okkar lenda í fordómum í skóla eða annars staðar, það snertir mann erfiðast,“ segir Guðlaugur Kristmundsson en hann er fósturforeldri tveggja barna. „Það gerist kannski í skólastarfi að börn útskúfast meðvitað eða ómeðvitað hjá börnum.“ Fósturbarn er ekki vandræðabarn Hann segir að margir sem hitta fósturbarn telji sjálfkrafa að þetta sé vandræðabarn, „Að þetta barn sé með óæskilega hegðun eða hafi komið sér í vandræði, þegar raunin er að aðstæður barnsins voru ómögulegar. Annað hvort skaðandi fyrir barnið eða það var ekki verið að veita því öryggi eða örvun.“ Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er rætt um áskoranirnar sem fylgja því að taka barn í fóstur. Áskoranirnar geta verið margar og í þættinum velta þau fyrir sér nokkrum sem eru oft áberandi. Þau ræða meðal annars um fordóma sem fósturfjölskyldur og fósturbörn geta orðið fyrir. Fordóma varðandi það sem börnin hafa gengið í gegnum sem einhvers konar stimpil á þau eða þeirra hegðun. Fordóma gagnvart fjölskyldu samsetningu fósturfjölskyldna og margt fleira. „Þarna gleymist svo oft að þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna, þau báðu aldrei um þetta. Þau báðu ekki um að fara í þessar aðstæður, það biður ekkert barn um að fá að vera fósturbarn,“ útskýrir Hildur Björk Hörpudóttir. Verstu Barnaverndarmálin Hildur þekkir fósturkerfið vel, bæði sem fósturbarn og sem fósturforeldri nokkurra barna og segir að fullorðið fólk sé ekki að ræða mikið að það hafi verið fósturbarn af ótta við að fá einhvern stimpil. „Það þýðir að eitthvað var ekki rétt í kringum þig.“ segir Hildur. „Við verðum að vona að uppkomin fósturbörn fari að tala,“ bætir Guðlaugur við. Hann segir mikilvægt að talað sé við fósturforeldra og að Félag fósturforeldra sé tekið alvarlega af hinu opinbera. „Við erum að takast á við verstu Barnaverndarmálin, málin sem ekki var hægt að leiðrétta eða styðja inni á heimilunum.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fósturfjölskyldur - Áskoranir Þau ræða í þættinum hvaða stuðning Félag fósturforeldra hafi til úrræða og hvort að hann sé hreinlega nægur. Þau nefna mikilvægi þess að rannsaka líðan og stöðu fósturfjölskyldna. Einnig fara þau yfir þær stoðir sem getur farið að hrikta í við komu fósturbarna eins og starfsframa, tekjur, hjónabandið eða heilsan jafnvel. Þau ræða pressuna sem fylgir því að fá aðdáun fyrir það að taka barn í fóstur; að þau séu dugleg, góðhjörtuð og svo framvegis. Hafa þau þá leyfi til að gera mistök, vera úrillir foreldrar eða hvað? Og hvað fá þau eiginlega greitt fyrir að taka barn í fóstur? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Börn og uppeldi Fósturfjölskyldur Tengdar fréttir Fósturforeldrar fá ekki fæðingarorlof og þurfa að redda sér „Ekkert fósturbarn kemur í líf okkar án þess að hafa upplifað áföll,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir. Það er því ekki óalgengt að fósturbörn séu að kljást við einhvers konar áfallastreituröskun þegar þau koma inn á heimilið. 10. mars 2022 12:46 Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 3. mars 2022 17:21 Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. 24. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Sjá meira
„Erfiðustu fordómarnir sem við lendum í eru þegar börnin okkar lenda í fordómum í skóla eða annars staðar, það snertir mann erfiðast,“ segir Guðlaugur Kristmundsson en hann er fósturforeldri tveggja barna. „Það gerist kannski í skólastarfi að börn útskúfast meðvitað eða ómeðvitað hjá börnum.“ Fósturbarn er ekki vandræðabarn Hann segir að margir sem hitta fósturbarn telji sjálfkrafa að þetta sé vandræðabarn, „Að þetta barn sé með óæskilega hegðun eða hafi komið sér í vandræði, þegar raunin er að aðstæður barnsins voru ómögulegar. Annað hvort skaðandi fyrir barnið eða það var ekki verið að veita því öryggi eða örvun.“ Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er rætt um áskoranirnar sem fylgja því að taka barn í fóstur. Áskoranirnar geta verið margar og í þættinum velta þau fyrir sér nokkrum sem eru oft áberandi. Þau ræða meðal annars um fordóma sem fósturfjölskyldur og fósturbörn geta orðið fyrir. Fordóma varðandi það sem börnin hafa gengið í gegnum sem einhvers konar stimpil á þau eða þeirra hegðun. Fordóma gagnvart fjölskyldu samsetningu fósturfjölskyldna og margt fleira. „Þarna gleymist svo oft að þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna, þau báðu aldrei um þetta. Þau báðu ekki um að fara í þessar aðstæður, það biður ekkert barn um að fá að vera fósturbarn,“ útskýrir Hildur Björk Hörpudóttir. Verstu Barnaverndarmálin Hildur þekkir fósturkerfið vel, bæði sem fósturbarn og sem fósturforeldri nokkurra barna og segir að fullorðið fólk sé ekki að ræða mikið að það hafi verið fósturbarn af ótta við að fá einhvern stimpil. „Það þýðir að eitthvað var ekki rétt í kringum þig.“ segir Hildur. „Við verðum að vona að uppkomin fósturbörn fari að tala,“ bætir Guðlaugur við. Hann segir mikilvægt að talað sé við fósturforeldra og að Félag fósturforeldra sé tekið alvarlega af hinu opinbera. „Við erum að takast á við verstu Barnaverndarmálin, málin sem ekki var hægt að leiðrétta eða styðja inni á heimilunum.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fósturfjölskyldur - Áskoranir Þau ræða í þættinum hvaða stuðning Félag fósturforeldra hafi til úrræða og hvort að hann sé hreinlega nægur. Þau nefna mikilvægi þess að rannsaka líðan og stöðu fósturfjölskyldna. Einnig fara þau yfir þær stoðir sem getur farið að hrikta í við komu fósturbarna eins og starfsframa, tekjur, hjónabandið eða heilsan jafnvel. Þau ræða pressuna sem fylgir því að fá aðdáun fyrir það að taka barn í fóstur; að þau séu dugleg, góðhjörtuð og svo framvegis. Hafa þau þá leyfi til að gera mistök, vera úrillir foreldrar eða hvað? Og hvað fá þau eiginlega greitt fyrir að taka barn í fóstur? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Börn og uppeldi Fósturfjölskyldur Tengdar fréttir Fósturforeldrar fá ekki fæðingarorlof og þurfa að redda sér „Ekkert fósturbarn kemur í líf okkar án þess að hafa upplifað áföll,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir. Það er því ekki óalgengt að fósturbörn séu að kljást við einhvers konar áfallastreituröskun þegar þau koma inn á heimilið. 10. mars 2022 12:46 Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 3. mars 2022 17:21 Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. 24. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Sjá meira
Fósturforeldrar fá ekki fæðingarorlof og þurfa að redda sér „Ekkert fósturbarn kemur í líf okkar án þess að hafa upplifað áföll,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir. Það er því ekki óalgengt að fósturbörn séu að kljást við einhvers konar áfallastreituröskun þegar þau koma inn á heimilið. 10. mars 2022 12:46
Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 3. mars 2022 17:21
Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. 24. febrúar 2022 14:00