Félagsfundur Framsóknarfélags Múlaþings var haldinn á Egilsstöðum í gærkvöldi og var tillaga uppstillingarnefndar samþykkt einróma og með lófataki.
„Vilhjálmur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Seyðisfjarðar skipar annað sæti. Þriðja sætið skipar Björg Eyþórsdóttir hjúkrunarfræðingur og Eiður Gísli Guðmundsson, bóndi og leiðsögumaður fjórða sætið.
Á fundinum fóru fram fjörlegar umræður og fram kom áhersla á að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur síðan Múlaþing varð til og nýta þann slagkraft sem hið nýlega sameinaða sveitarfélag hefur yfir að ráða til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu innviða í samfélaginu. Er þar ekki síst horft til samgönguframkvæmda, en vegaframkvæmdir og Borgarfjarðarvegi og Öxi og gerð Fjarðarheiðarganga voru meðal lykilforsendna fyrir sameiningu sveitarfélaganna á sínum tíma. Jafnframt verði lögð sérstök áhersla á málefni barna og ungmenna og þjónustu við fjölskyldufólk enda byggi áframhaldandi vöxtur og viðgangur sveitarfélagsins alls á því að ungt fólk velji það til búsetu,“ segir í tilkynningunni.
Listinn í heil sinni:
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Vilhjálmur Jónsson
- Björg Eyþórsdóttir
- Eiður Gísli Guðmundsson
- Guðmundur Bj. Hafþórsson
- Alda Ósk Harðardóttir
- Þórey Birna Jónsdóttir
- Einar Tómas Björnsson
- Ásdís Helga Bjarnadóttir
- Jón Björgvin Vernharðsson
- Sonia Stefánsson
- Atli Vilhelm Hjartarson
- Inga Sæbjörg Magnúsdóttir
- Dánjal Salberg Adlersson
- Guðrún Ásta Friðbertsdóttir
- Kári Snær Valtingojer
- Íris Randversdóttir
- Þorsteinn Kristjánsson
- Aðalheiður Björt Unnarsdóttir
- Unnar Elísson
- Óla Björg Magnúsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson