Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 10:50 Sumartíminn byrjaði síðastliðinn sunnudag í Bandaríkjunum en öldungadeildin vill að breytingin verði varanleg. Getty/Al Drago Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times. Breyting klukkunnar hefur sætt nokkurri gagnrýni í gegnum tíðina í Bandaríkjunum en annan sunnudag marsmánaðar ár hvert er klukkunni flýtt um eina klukkustund og er breytingin yfir í sumartíma í gildi yfir sumarið til að morgunbirtan nýtist best. Staðartími tekur síðan aftur við fyrsta sunnudag nóvembermánaðar, þegar klukkunni er seinkað um eina klukkustund. Marco Rubio, þingmaður Repúblikana, mælti fyrir Sólskinsverndarfrumvarpinu svokallaða (e. Sunshine Protection Act) innan þingsins í gær en hann sagði meirihluta þjóðarinnar vera á móti því að færa klukkuna fram og aftur ár hvert og velti því fyrir sér hvers vegna það væri gert yfir höfuð. Enginn þingmaður mótmælti og heyrðust jafnvel fagnaðarlæti í þingsal. WATCH: Senator Rubio speaks on the Senate floor following the unanimous passage of his Sunshine Protection Act to make Daylight Saving Time permanent. #LocktheClock pic.twitter.com/q3EF9Y8Uy6— Senator Rubio Press (@SenRubioPress) March 15, 2022 Fulltrúadeild þingsins þarf nú að taka frumvarpið fyrir og hvatti öldungadeildin þau til að hafa hraðar hendur. Talsmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, vísaði til ummæla þingmanns Demókrata sem sagðist á Twitter vongóður um að hægt væri að breyta þessu „kjánalega“ kerfi sem fyrst. Samþykki fulltrúadeildin frumvarpið fer það í hendur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Áður komið til tals að breyta kerfinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða er tekin innan þingsins en breyting klukkunnar hefur verið í lýði frá árinu 1918. Ár hvert skapast umræða um málið og vilja sumir meina að breytingin hafi slæm lýðheilsuleg áhrif á ungmenni sem og aðra. Tillagan að breytingunni nú er heldur ekki óumdeild en deilt er um hvort halda eigi í sumartímann eða staðartímann. Vísindamenn hafa bent á að staðartími sé í takt við gang sólarinnar og því beri að halda í hann. Síðast var reynt að binda enda á núverandi kerfi árið 1974 en síðar sama ár var ákveðið að áfram yrði klukkunni breytt tvisvar á ári. Árið 2005 var síðan ákveðið að lengja sumartímann um nokkrar vikur. Fleiri lönd notast við sumartíma en það hefur komið til tals hér á landi að seinka klukkunni. Árið 2020 tilkynnti þáverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að klukkunni yrði ekki breytt eftir skoðun. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Breyting klukkunnar hefur sætt nokkurri gagnrýni í gegnum tíðina í Bandaríkjunum en annan sunnudag marsmánaðar ár hvert er klukkunni flýtt um eina klukkustund og er breytingin yfir í sumartíma í gildi yfir sumarið til að morgunbirtan nýtist best. Staðartími tekur síðan aftur við fyrsta sunnudag nóvembermánaðar, þegar klukkunni er seinkað um eina klukkustund. Marco Rubio, þingmaður Repúblikana, mælti fyrir Sólskinsverndarfrumvarpinu svokallaða (e. Sunshine Protection Act) innan þingsins í gær en hann sagði meirihluta þjóðarinnar vera á móti því að færa klukkuna fram og aftur ár hvert og velti því fyrir sér hvers vegna það væri gert yfir höfuð. Enginn þingmaður mótmælti og heyrðust jafnvel fagnaðarlæti í þingsal. WATCH: Senator Rubio speaks on the Senate floor following the unanimous passage of his Sunshine Protection Act to make Daylight Saving Time permanent. #LocktheClock pic.twitter.com/q3EF9Y8Uy6— Senator Rubio Press (@SenRubioPress) March 15, 2022 Fulltrúadeild þingsins þarf nú að taka frumvarpið fyrir og hvatti öldungadeildin þau til að hafa hraðar hendur. Talsmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, vísaði til ummæla þingmanns Demókrata sem sagðist á Twitter vongóður um að hægt væri að breyta þessu „kjánalega“ kerfi sem fyrst. Samþykki fulltrúadeildin frumvarpið fer það í hendur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Áður komið til tals að breyta kerfinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða er tekin innan þingsins en breyting klukkunnar hefur verið í lýði frá árinu 1918. Ár hvert skapast umræða um málið og vilja sumir meina að breytingin hafi slæm lýðheilsuleg áhrif á ungmenni sem og aðra. Tillagan að breytingunni nú er heldur ekki óumdeild en deilt er um hvort halda eigi í sumartímann eða staðartímann. Vísindamenn hafa bent á að staðartími sé í takt við gang sólarinnar og því beri að halda í hann. Síðast var reynt að binda enda á núverandi kerfi árið 1974 en síðar sama ár var ákveðið að áfram yrði klukkunni breytt tvisvar á ári. Árið 2005 var síðan ákveðið að lengja sumartímann um nokkrar vikur. Fleiri lönd notast við sumartíma en það hefur komið til tals hér á landi að seinka klukkunni. Árið 2020 tilkynnti þáverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að klukkunni yrði ekki breytt eftir skoðun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30
Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24