„Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2022 15:00 Guðmundur Guðmundsson hitti landsliðið í fyrsta sinn í gær eftir Evrópumótið. stöð 2 sport Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. Samningur Guðmundar við HSÍ rennur út eftir leikina um sæti á HM í næsta mánuði. Hann hefur stýrt landsliðinu frá 2018. „Það sem ég get sagt um þetta er að viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta. Viðræðurnar hafa tekið tíma,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í dag. Guðmundur kýs að hafa sama starfslið með sér og á EM í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti. „Ef af þessu verður myndi ég óska eftir því. Það er ekkert í hendi en það gerist kannski eitthvað á næstu vikum,“ sagði Guðmundur. Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Íslenska liðið kom saman til æfinga í gær og mun æfa saman næstu daga, ekki ósvipað og það gerði í nóvember á síðasta ári. Guðmundur ákvað þá að kalla íslenska liðið saman til æfinga í stað þess að spila æfingaleiki. Hann segir að æfingavikur sem þessar séu afar mikilvægar. Ómetanleg vika „Við erum að vinna í varnar- og sóknarleik og öllu sem við erum að gera. Við vorum á myndbandsfundi í morgun. Við erum að skoða EM og sjálfa okkur mjög mikið, hvað við getum bætt, hvað getum við bætt, hverju viljum við halda. Þetta er alveg ómetanleg vika myndi ég segja,“ sagði Guðmundur. Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Austurríki eða Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. „Auðvitað erum við byrjaðir að hafa auga á næsta andstæðingi. Þegar við ljúkum þessu verkefni eru ekki nema rétt um þrjár vikur þar til við spilum við Austurríki eða Eistland,“ sagði Guðmundur. Allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Samningur Guðmundar við HSÍ rennur út eftir leikina um sæti á HM í næsta mánuði. Hann hefur stýrt landsliðinu frá 2018. „Það sem ég get sagt um þetta er að viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta. Viðræðurnar hafa tekið tíma,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í dag. Guðmundur kýs að hafa sama starfslið með sér og á EM í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti. „Ef af þessu verður myndi ég óska eftir því. Það er ekkert í hendi en það gerist kannski eitthvað á næstu vikum,“ sagði Guðmundur. Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Íslenska liðið kom saman til æfinga í gær og mun æfa saman næstu daga, ekki ósvipað og það gerði í nóvember á síðasta ári. Guðmundur ákvað þá að kalla íslenska liðið saman til æfinga í stað þess að spila æfingaleiki. Hann segir að æfingavikur sem þessar séu afar mikilvægar. Ómetanleg vika „Við erum að vinna í varnar- og sóknarleik og öllu sem við erum að gera. Við vorum á myndbandsfundi í morgun. Við erum að skoða EM og sjálfa okkur mjög mikið, hvað við getum bætt, hvað getum við bætt, hverju viljum við halda. Þetta er alveg ómetanleg vika myndi ég segja,“ sagði Guðmundur. Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Austurríki eða Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. „Auðvitað erum við byrjaðir að hafa auga á næsta andstæðingi. Þegar við ljúkum þessu verkefni eru ekki nema rétt um þrjár vikur þar til við spilum við Austurríki eða Eistland,“ sagði Guðmundur. Allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira