„Asnalegt að Kyrie megi vera í salnum en ekki að spila“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2022 18:46 Kyrie hvetur liðsfélaga sína áfram. Sarah Stier/Getty Images Farið verður yfir viðtal Kevins Durant eftir sigur Brooklyn Nets á New York Knicks í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þar ræddi Durant þá undarlegu reglugerð sem gerir það að verkum að Kyrie Irving gat setið í stúkunni og horft á leikinn en mátti ekki taka þátt í honum. Irving er eins og margoft hefur komið fram óbólusettur. Það þýðir að samkvæmt reglugerðum í New York-borgar þá mátti hann ekki spila nágrannaslag Nets og Knicks en hann mátti sitja á fremsta bekk og horfa á leikinn. „Það er auðvitað asnalegt að Kyrie megi vera í salnum en ekki að spila, er það ekki?“ spurði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, þá Sigurð Orra Kristjánsson, Hörð Unnsteinsson og Tómas Steindórsson. „Líka bara að hann megi spila í öllum hinum 48-49 fylkjum Bandríkjanna. Er ekki eitt fylki í viðbót sem hann má ekki spila í? Af hverju? Ég skil þetta ekki. Ég skil ekki af hverju hann má koma inn í höllina en ekki stíga inn á gólfið,“ sagði Hörður Unnsteinsson um þetta skrítna mál. „Ég held að það sé mjög líklegt að þetta sé ekki til þess fallið að ýta við rassinum á mönnum og breyta. Ég held frekar að menn setji hælana enn frekar í sandinn og tali um öryggi. Hef enn meiri áhyggjur af þessu nú ef eitthvað er,“ sagði Sigurður Orri um viðtal Kevins Durant. „Ég sé fyrir að áður en útsláttarkeppnin byrji verði þessi regla úr sögunni. Ég held að NBA-deildin tími ekki að missa Kyrie og þetta ofurlið út úr útsláttarkeppninni,“ sagði Tómas Steindórsson að endingu. Þetta ásamt svo miklu fleira verður til umræðu í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst venju samkvæmt klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Lögmál leiksins: Skil ekki af hverju hann má koma inn í höllina en ekki stíga inn á gólfið Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Irving er eins og margoft hefur komið fram óbólusettur. Það þýðir að samkvæmt reglugerðum í New York-borgar þá mátti hann ekki spila nágrannaslag Nets og Knicks en hann mátti sitja á fremsta bekk og horfa á leikinn. „Það er auðvitað asnalegt að Kyrie megi vera í salnum en ekki að spila, er það ekki?“ spurði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, þá Sigurð Orra Kristjánsson, Hörð Unnsteinsson og Tómas Steindórsson. „Líka bara að hann megi spila í öllum hinum 48-49 fylkjum Bandríkjanna. Er ekki eitt fylki í viðbót sem hann má ekki spila í? Af hverju? Ég skil þetta ekki. Ég skil ekki af hverju hann má koma inn í höllina en ekki stíga inn á gólfið,“ sagði Hörður Unnsteinsson um þetta skrítna mál. „Ég held að það sé mjög líklegt að þetta sé ekki til þess fallið að ýta við rassinum á mönnum og breyta. Ég held frekar að menn setji hælana enn frekar í sandinn og tali um öryggi. Hef enn meiri áhyggjur af þessu nú ef eitthvað er,“ sagði Sigurður Orri um viðtal Kevins Durant. „Ég sé fyrir að áður en útsláttarkeppnin byrji verði þessi regla úr sögunni. Ég held að NBA-deildin tími ekki að missa Kyrie og þetta ofurlið út úr útsláttarkeppninni,“ sagði Tómas Steindórsson að endingu. Þetta ásamt svo miklu fleira verður til umræðu í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst venju samkvæmt klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Lögmál leiksins: Skil ekki af hverju hann má koma inn í höllina en ekki stíga inn á gólfið Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira