Mikkel Hansen lengur í sumarfríinu sínu í ár til að fá skattaafslátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 11:10 Mikkel Hansen fær lengra sumarfrí í ár og græðir líka á því pening. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen fær vel borgað frá nýja félaginu sínu í Danmörku en það gerir honum líka greiða þegar kemur að því að kemur að því að gera upp við dönsk yfirvöld. Einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn er á leiðinni heim til Danmerkur. Mikkel Hansen hefur samið við Álaborgarliðið og kemur þangað frá Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá árinu 2012. Danskir fjölmiðlar fjalla um það að Álaborgarliðið ætli að aðstoða hann að fá skattafslátt af launum sínum. Það má lesa um það hér. Mikkel mætir því ekki í vinnuna næsta haust fyrr en 21. ágúst eða næstum því tveimur mánuðum síðar en liðsfélagar hans í Aalborg Handball. Ástæðan er að þá verða liðin meira en tíu ár síðan hann yfirgaf Danmörku og gerðist leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain. Skatteordning koster Mikkel Hansen sæsonoptakt i Aalborg https://t.co/jjrgwKPJ2N— HaandboldNyt (@HaandboldNyt) March 12, 2022 Það verða nákvæmlega liðin tíu ár og einn dagur og hann nær því lágmörkum fyrir ákveðin skattaafslátt hjá danska ríkinu fyrir þá sem hafa verið í tíu ár í burtu og eru með að lágmarki sjötíu þúsund danskar krónur í mánaðarlaun. Hansen þarf því bara að borga 27 prósent af launum sínum í skatt auk þess að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Þessi skattaregla hefur meðal annars hjálpað Dönum að fá til sín erlenda leikmenn í fótboltaliðin. Mikkel Hansen verður mikill liðsstyrkur fyrir Álaborgarliðið en hann hefur þrisvar verið kosinn besti handboltamaður heims og hefur verið besti leikmaðurinn á bæði HM og Ólympíuleikum auk þess að komast fjórum sinnum í úrvalsliðið á EM. Hann hefur unnið níu verðlaun með danska landsliðinu þar af eitt Ólympíugull, tvö HM-gull og eitt EM-gull. Hansen hefur alls skorað 1.243 mörk fyrir danska landsliðið í 239 landsleikjum en þann fyrsta lék hann árið 2007. Hann hefur átta sinnum orðið franskur meistari með PSG og var einnig á sínum tíma þrisvar sinnum danskur meistari. Ferill hans hefur því verið nánast ein stór sigurganga. HM 2023 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn er á leiðinni heim til Danmerkur. Mikkel Hansen hefur samið við Álaborgarliðið og kemur þangað frá Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá árinu 2012. Danskir fjölmiðlar fjalla um það að Álaborgarliðið ætli að aðstoða hann að fá skattafslátt af launum sínum. Það má lesa um það hér. Mikkel mætir því ekki í vinnuna næsta haust fyrr en 21. ágúst eða næstum því tveimur mánuðum síðar en liðsfélagar hans í Aalborg Handball. Ástæðan er að þá verða liðin meira en tíu ár síðan hann yfirgaf Danmörku og gerðist leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain. Skatteordning koster Mikkel Hansen sæsonoptakt i Aalborg https://t.co/jjrgwKPJ2N— HaandboldNyt (@HaandboldNyt) March 12, 2022 Það verða nákvæmlega liðin tíu ár og einn dagur og hann nær því lágmörkum fyrir ákveðin skattaafslátt hjá danska ríkinu fyrir þá sem hafa verið í tíu ár í burtu og eru með að lágmarki sjötíu þúsund danskar krónur í mánaðarlaun. Hansen þarf því bara að borga 27 prósent af launum sínum í skatt auk þess að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Þessi skattaregla hefur meðal annars hjálpað Dönum að fá til sín erlenda leikmenn í fótboltaliðin. Mikkel Hansen verður mikill liðsstyrkur fyrir Álaborgarliðið en hann hefur þrisvar verið kosinn besti handboltamaður heims og hefur verið besti leikmaðurinn á bæði HM og Ólympíuleikum auk þess að komast fjórum sinnum í úrvalsliðið á EM. Hann hefur unnið níu verðlaun með danska landsliðinu þar af eitt Ólympíugull, tvö HM-gull og eitt EM-gull. Hansen hefur alls skorað 1.243 mörk fyrir danska landsliðið í 239 landsleikjum en þann fyrsta lék hann árið 2007. Hann hefur átta sinnum orðið franskur meistari með PSG og var einnig á sínum tíma þrisvar sinnum danskur meistari. Ferill hans hefur því verið nánast ein stór sigurganga.
HM 2023 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira