„Verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 08:00 Ekki lengur Pétur Viðarsson í FH heldur Pétur pulsa í Hafnarfirði eins og Gaupi komst að orði. Vísir/Sigurjón Pétur Viðarsson er aftur búinn að setja fótboltaboltaskóna upp á hillu og nú endanlega. Gaupi hitti kappann og fór yfir ferilinn og ákvörðunina um að hætta. Pétur er 34 ára gamall og varð síðasta sumar fimmti FH-ingurinn til að spila tvö hundruð leiki fyrir félagið í efstu deild. Hann er nú fjórði leikjahæsti FH-ingurinn með 207 leiki og náði því að verða fimm sinnum Íslandsmeistari með félaginu. „Pétur rekur nú pylsubarinn í Hafnarfirði ásamt veitingarekstri í Garðabæ. Nú er hann ekki lengur Pétur Viðarsson í FH heldur Pétur pulsa í Hafnarfirði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Æðislegur tími en kominn tími á annað í lífinu „Það er bara pulsa núna og heimilismatur í Garðabænum. Það er lífið mitt í dag,“ sagði Pétur Viðarsson en hvernig er að skipta úr fótboltanum yfir í þetta? „Bara æðislegt. Ég er búinn að vera í fótbolta frá því ég var krakki eða í 25 plús ár. Þetta er búinn að vera æðislegur tími og kominn tími á annað í lífinu,“ sagði Pétur en er enginn söknuður? „Jú, það er söknuður af strákunum og söknuður af klefanum svo sannarlega. Auðvitað það að keppa leiki og fara á æfingar. Ég fann að það var kominn tímapunktur á að gera eitthvað annað. Minn tími bara kominn fannst mér,“ sagði Pétur. Klippa: Gaupi hitti Pétur Viðarsson í Pylsubarnum í Hafnarfirði Valdi besta liðið hjá FH Hvað er besta FH-liðið sem Pétur spilaði með? „Í þessi tólf ár sem ég spilaði með FH þá fannst mér liðið nánast alltaf vera frábært. Liðið 2009 þegar ég kem inn í liðið með Tommy Nielsen, Tryggva Guðmundssyni, Matta, Davíð og öllum þessum mönnum fannst mér vera frábært lið. Liðið 2012 fannst mér líka vera frábært lið. Á mínum ferli voru þetta bestu liðin,“ sagði Pétur. Hver er besti leikmaðurinn í FH á þessum tíma? Valdi mág sinn þann besta „Það er fullt af góðum mönnum sem ég spilaði með en ég verð að nefna hann mág minn, Davíð Þór Viðarsson. Hann var ótrúlega góður, frábær miðjumaður og ótrúlega mikill leiðtogi. Ég held að margir séu sammála mér að hann var virkilega góður leikmaður og klárlega besti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir FH,“ sagði Pétur. „Hann var stundum svolítið reiður,“ skaut Gaupi inn í. „Já, hann var það karlinn. Við rifumst líka einu sinni tvisvar líka,“ sagði Pétur sem fékk svo spurninguna um hver væri besti þjálfarinn sem hefur þjálfað hjá FH. „Heimir Guðjónsson er það klárlega að mínu mati. Hann var virkilega góður þjálfari og skilaði mörgum titlum,“ sagði Pétur „Hann var eins og Davíð, stundum svolítið fúll,“ skaut Gaupi inn í. Pétur Viðarsson og Matthías Vilhjálmsson fallast í faðma.Vísir/Hulda Margrét Gat verið mjög reiður líka „Já, hann gat verið það og gat verið mjög reiður líka. Lét menn heyra það þegar þess þurfti. Það verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það. Þetta er keppnisíþrótt þannig að það verður að vera í þessu líka,“ sagði Pétur. Besta deildin er fram undan og Pétur hefur skoðanir á henni. „Hvað gerir FH í sumar og hvaða lið verður best,“ spurði Guðjón. Ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann „Ég vona svo innilega að FH taki titilinn en ég ætla ekki endilega að fara að henda einhverri brjálaðri pressu á strákana. Hlíðarendinn er búinn að bæta við sig gríðarlegum mannskap. Heimir er maður sem þykist vera undir radar og ég ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann,“ sagði Pétur. „Það er klárt að mannskapurinn verður ógnarsterkur hjá Val og auðvitað Víkingarnir og Breiðablik. Þetta er eins og alltaf það eru fjögur til fimm lið sem berjast og vonandi verður FH meistari,“ sagði Pétur. Það má sjá allt myndbandið með heimsókn Guðjóns Guðmundsson í pylsuskúrinn í Hafnarfirði hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Pétur er 34 ára gamall og varð síðasta sumar fimmti FH-ingurinn til að spila tvö hundruð leiki fyrir félagið í efstu deild. Hann er nú fjórði leikjahæsti FH-ingurinn með 207 leiki og náði því að verða fimm sinnum Íslandsmeistari með félaginu. „Pétur rekur nú pylsubarinn í Hafnarfirði ásamt veitingarekstri í Garðabæ. Nú er hann ekki lengur Pétur Viðarsson í FH heldur Pétur pulsa í Hafnarfirði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Æðislegur tími en kominn tími á annað í lífinu „Það er bara pulsa núna og heimilismatur í Garðabænum. Það er lífið mitt í dag,“ sagði Pétur Viðarsson en hvernig er að skipta úr fótboltanum yfir í þetta? „Bara æðislegt. Ég er búinn að vera í fótbolta frá því ég var krakki eða í 25 plús ár. Þetta er búinn að vera æðislegur tími og kominn tími á annað í lífinu,“ sagði Pétur en er enginn söknuður? „Jú, það er söknuður af strákunum og söknuður af klefanum svo sannarlega. Auðvitað það að keppa leiki og fara á æfingar. Ég fann að það var kominn tímapunktur á að gera eitthvað annað. Minn tími bara kominn fannst mér,“ sagði Pétur. Klippa: Gaupi hitti Pétur Viðarsson í Pylsubarnum í Hafnarfirði Valdi besta liðið hjá FH Hvað er besta FH-liðið sem Pétur spilaði með? „Í þessi tólf ár sem ég spilaði með FH þá fannst mér liðið nánast alltaf vera frábært. Liðið 2009 þegar ég kem inn í liðið með Tommy Nielsen, Tryggva Guðmundssyni, Matta, Davíð og öllum þessum mönnum fannst mér vera frábært lið. Liðið 2012 fannst mér líka vera frábært lið. Á mínum ferli voru þetta bestu liðin,“ sagði Pétur. Hver er besti leikmaðurinn í FH á þessum tíma? Valdi mág sinn þann besta „Það er fullt af góðum mönnum sem ég spilaði með en ég verð að nefna hann mág minn, Davíð Þór Viðarsson. Hann var ótrúlega góður, frábær miðjumaður og ótrúlega mikill leiðtogi. Ég held að margir séu sammála mér að hann var virkilega góður leikmaður og klárlega besti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir FH,“ sagði Pétur. „Hann var stundum svolítið reiður,“ skaut Gaupi inn í. „Já, hann var það karlinn. Við rifumst líka einu sinni tvisvar líka,“ sagði Pétur sem fékk svo spurninguna um hver væri besti þjálfarinn sem hefur þjálfað hjá FH. „Heimir Guðjónsson er það klárlega að mínu mati. Hann var virkilega góður þjálfari og skilaði mörgum titlum,“ sagði Pétur „Hann var eins og Davíð, stundum svolítið fúll,“ skaut Gaupi inn í. Pétur Viðarsson og Matthías Vilhjálmsson fallast í faðma.Vísir/Hulda Margrét Gat verið mjög reiður líka „Já, hann gat verið það og gat verið mjög reiður líka. Lét menn heyra það þegar þess þurfti. Það verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það. Þetta er keppnisíþrótt þannig að það verður að vera í þessu líka,“ sagði Pétur. Besta deildin er fram undan og Pétur hefur skoðanir á henni. „Hvað gerir FH í sumar og hvaða lið verður best,“ spurði Guðjón. Ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann „Ég vona svo innilega að FH taki titilinn en ég ætla ekki endilega að fara að henda einhverri brjálaðri pressu á strákana. Hlíðarendinn er búinn að bæta við sig gríðarlegum mannskap. Heimir er maður sem þykist vera undir radar og ég ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann,“ sagði Pétur. „Það er klárt að mannskapurinn verður ógnarsterkur hjá Val og auðvitað Víkingarnir og Breiðablik. Þetta er eins og alltaf það eru fjögur til fimm lið sem berjast og vonandi verður FH meistari,“ sagði Pétur. Það má sjá allt myndbandið með heimsókn Guðjóns Guðmundsson í pylsuskúrinn í Hafnarfirði hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn