„Verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 08:00 Ekki lengur Pétur Viðarsson í FH heldur Pétur pulsa í Hafnarfirði eins og Gaupi komst að orði. Vísir/Sigurjón Pétur Viðarsson er aftur búinn að setja fótboltaboltaskóna upp á hillu og nú endanlega. Gaupi hitti kappann og fór yfir ferilinn og ákvörðunina um að hætta. Pétur er 34 ára gamall og varð síðasta sumar fimmti FH-ingurinn til að spila tvö hundruð leiki fyrir félagið í efstu deild. Hann er nú fjórði leikjahæsti FH-ingurinn með 207 leiki og náði því að verða fimm sinnum Íslandsmeistari með félaginu. „Pétur rekur nú pylsubarinn í Hafnarfirði ásamt veitingarekstri í Garðabæ. Nú er hann ekki lengur Pétur Viðarsson í FH heldur Pétur pulsa í Hafnarfirði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Æðislegur tími en kominn tími á annað í lífinu „Það er bara pulsa núna og heimilismatur í Garðabænum. Það er lífið mitt í dag,“ sagði Pétur Viðarsson en hvernig er að skipta úr fótboltanum yfir í þetta? „Bara æðislegt. Ég er búinn að vera í fótbolta frá því ég var krakki eða í 25 plús ár. Þetta er búinn að vera æðislegur tími og kominn tími á annað í lífinu,“ sagði Pétur en er enginn söknuður? „Jú, það er söknuður af strákunum og söknuður af klefanum svo sannarlega. Auðvitað það að keppa leiki og fara á æfingar. Ég fann að það var kominn tímapunktur á að gera eitthvað annað. Minn tími bara kominn fannst mér,“ sagði Pétur. Klippa: Gaupi hitti Pétur Viðarsson í Pylsubarnum í Hafnarfirði Valdi besta liðið hjá FH Hvað er besta FH-liðið sem Pétur spilaði með? „Í þessi tólf ár sem ég spilaði með FH þá fannst mér liðið nánast alltaf vera frábært. Liðið 2009 þegar ég kem inn í liðið með Tommy Nielsen, Tryggva Guðmundssyni, Matta, Davíð og öllum þessum mönnum fannst mér vera frábært lið. Liðið 2012 fannst mér líka vera frábært lið. Á mínum ferli voru þetta bestu liðin,“ sagði Pétur. Hver er besti leikmaðurinn í FH á þessum tíma? Valdi mág sinn þann besta „Það er fullt af góðum mönnum sem ég spilaði með en ég verð að nefna hann mág minn, Davíð Þór Viðarsson. Hann var ótrúlega góður, frábær miðjumaður og ótrúlega mikill leiðtogi. Ég held að margir séu sammála mér að hann var virkilega góður leikmaður og klárlega besti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir FH,“ sagði Pétur. „Hann var stundum svolítið reiður,“ skaut Gaupi inn í. „Já, hann var það karlinn. Við rifumst líka einu sinni tvisvar líka,“ sagði Pétur sem fékk svo spurninguna um hver væri besti þjálfarinn sem hefur þjálfað hjá FH. „Heimir Guðjónsson er það klárlega að mínu mati. Hann var virkilega góður þjálfari og skilaði mörgum titlum,“ sagði Pétur „Hann var eins og Davíð, stundum svolítið fúll,“ skaut Gaupi inn í. Pétur Viðarsson og Matthías Vilhjálmsson fallast í faðma.Vísir/Hulda Margrét Gat verið mjög reiður líka „Já, hann gat verið það og gat verið mjög reiður líka. Lét menn heyra það þegar þess þurfti. Það verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það. Þetta er keppnisíþrótt þannig að það verður að vera í þessu líka,“ sagði Pétur. Besta deildin er fram undan og Pétur hefur skoðanir á henni. „Hvað gerir FH í sumar og hvaða lið verður best,“ spurði Guðjón. Ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann „Ég vona svo innilega að FH taki titilinn en ég ætla ekki endilega að fara að henda einhverri brjálaðri pressu á strákana. Hlíðarendinn er búinn að bæta við sig gríðarlegum mannskap. Heimir er maður sem þykist vera undir radar og ég ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann,“ sagði Pétur. „Það er klárt að mannskapurinn verður ógnarsterkur hjá Val og auðvitað Víkingarnir og Breiðablik. Þetta er eins og alltaf það eru fjögur til fimm lið sem berjast og vonandi verður FH meistari,“ sagði Pétur. Það má sjá allt myndbandið með heimsókn Guðjóns Guðmundsson í pylsuskúrinn í Hafnarfirði hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Pétur er 34 ára gamall og varð síðasta sumar fimmti FH-ingurinn til að spila tvö hundruð leiki fyrir félagið í efstu deild. Hann er nú fjórði leikjahæsti FH-ingurinn með 207 leiki og náði því að verða fimm sinnum Íslandsmeistari með félaginu. „Pétur rekur nú pylsubarinn í Hafnarfirði ásamt veitingarekstri í Garðabæ. Nú er hann ekki lengur Pétur Viðarsson í FH heldur Pétur pulsa í Hafnarfirði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Æðislegur tími en kominn tími á annað í lífinu „Það er bara pulsa núna og heimilismatur í Garðabænum. Það er lífið mitt í dag,“ sagði Pétur Viðarsson en hvernig er að skipta úr fótboltanum yfir í þetta? „Bara æðislegt. Ég er búinn að vera í fótbolta frá því ég var krakki eða í 25 plús ár. Þetta er búinn að vera æðislegur tími og kominn tími á annað í lífinu,“ sagði Pétur en er enginn söknuður? „Jú, það er söknuður af strákunum og söknuður af klefanum svo sannarlega. Auðvitað það að keppa leiki og fara á æfingar. Ég fann að það var kominn tímapunktur á að gera eitthvað annað. Minn tími bara kominn fannst mér,“ sagði Pétur. Klippa: Gaupi hitti Pétur Viðarsson í Pylsubarnum í Hafnarfirði Valdi besta liðið hjá FH Hvað er besta FH-liðið sem Pétur spilaði með? „Í þessi tólf ár sem ég spilaði með FH þá fannst mér liðið nánast alltaf vera frábært. Liðið 2009 þegar ég kem inn í liðið með Tommy Nielsen, Tryggva Guðmundssyni, Matta, Davíð og öllum þessum mönnum fannst mér vera frábært lið. Liðið 2012 fannst mér líka vera frábært lið. Á mínum ferli voru þetta bestu liðin,“ sagði Pétur. Hver er besti leikmaðurinn í FH á þessum tíma? Valdi mág sinn þann besta „Það er fullt af góðum mönnum sem ég spilaði með en ég verð að nefna hann mág minn, Davíð Þór Viðarsson. Hann var ótrúlega góður, frábær miðjumaður og ótrúlega mikill leiðtogi. Ég held að margir séu sammála mér að hann var virkilega góður leikmaður og klárlega besti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir FH,“ sagði Pétur. „Hann var stundum svolítið reiður,“ skaut Gaupi inn í. „Já, hann var það karlinn. Við rifumst líka einu sinni tvisvar líka,“ sagði Pétur sem fékk svo spurninguna um hver væri besti þjálfarinn sem hefur þjálfað hjá FH. „Heimir Guðjónsson er það klárlega að mínu mati. Hann var virkilega góður þjálfari og skilaði mörgum titlum,“ sagði Pétur „Hann var eins og Davíð, stundum svolítið fúll,“ skaut Gaupi inn í. Pétur Viðarsson og Matthías Vilhjálmsson fallast í faðma.Vísir/Hulda Margrét Gat verið mjög reiður líka „Já, hann gat verið það og gat verið mjög reiður líka. Lét menn heyra það þegar þess þurfti. Það verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það. Þetta er keppnisíþrótt þannig að það verður að vera í þessu líka,“ sagði Pétur. Besta deildin er fram undan og Pétur hefur skoðanir á henni. „Hvað gerir FH í sumar og hvaða lið verður best,“ spurði Guðjón. Ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann „Ég vona svo innilega að FH taki titilinn en ég ætla ekki endilega að fara að henda einhverri brjálaðri pressu á strákana. Hlíðarendinn er búinn að bæta við sig gríðarlegum mannskap. Heimir er maður sem þykist vera undir radar og ég ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann,“ sagði Pétur. „Það er klárt að mannskapurinn verður ógnarsterkur hjá Val og auðvitað Víkingarnir og Breiðablik. Þetta er eins og alltaf það eru fjögur til fimm lið sem berjast og vonandi verður FH meistari,“ sagði Pétur. Það má sjá allt myndbandið með heimsókn Guðjóns Guðmundsson í pylsuskúrinn í Hafnarfirði hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira