Bandarískur blaðamaður drepinn nálægt Kænugarði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 14:58 Renaud starfaði meðal annars fyrir New York Times á ferli sínum en hann var ekki á vegum miðilsins þegar hann var drepinn. Getty/Samsett Brent Renaud, fimmtugur blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður frá Bandaríkjunum, var drepinn skammt frá Kænugarði í dag en Renaud hafði áður starfað fyrir miðla á borð við New York Times. Hann var þó ekki að störfum fyrir miðilinn þegar hann var drepinn. Yfirvöld í Úkraínu segja Renaud hafa verið að störfum í Irpin þegar hann var drepinn en gefa ekki frekari upplýsingar um hvernig Renaud lést. Lögreglan í Kænugarði segir að rússneskar hersveitir hafi skotið á bíl sem Renaud var í en samstarfsmaður hans særðist einnig og var fluttur á spítala. Head of the Kyiv Police Department says that Russian troops opened fire on a car with foreign journalists in and shot dead 51-year-old New York Times videojournalist Brent Renaud in Irpin. One of his colleagues is injured and is in hospital. #Ukraine— Nick Stylianou (@nmsonline) March 13, 2022 Að því er kemur fram í yfirlýsingu frá New York Times starfaði Renaud síðast fyrir miðilinn árið 2015 og var ekki á þeirra vegum þegar hann lést. Myndum af blaðamannaskírteini hans var dreift á netinu, þar sem fram kom að hann væri frá New York Times, en um gamla mynd reyndist vera að ræða. Renaud starfaði á ferli sínum fyrir ýmsa miðla fyrir utan New York Times en undanfarna áratugi hafði hann meðal annars fjallað um stríðin í Írak og Afganistan, jarðskjálftana á Haítí, fíkniefnahringi í Mexíkó og fleiri málefni ásamt bróður sínum. .@nytimes is deeply saddened to learn of the death of an American journalist in Ukraine, Brent Renaud.Brent was a talented photographer and filmmaker, but he was not on assignment for @nytimes in Ukraine.Full statement is here. pic.twitter.com/bRcrnNDacQ— Cliff Levy (@cliffordlevy) March 13, 2022 Rússneskar hersveitir hafa undanfarna daga sótt í auknum mæli að Kænugarði og hafa loftvarnaflautur hljómað nær stanslaust þar sem sprengingar í nágreninu eru linnulausar að sögn íbúa. Sprengingar héldu sömuleiðis áfram víða annars staðar í Úkraínu í dag, þar á meðal í Mariupol og Tsjernihiv, auk þess sem yfir 30 flugskeytum var skotið á herstöð skammt frá landamærum Póllands. Að minnsta kosti 35 létust í árásunum og 134 særðust. Við fylgjumst ítarlega með gangi máli í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu segja Renaud hafa verið að störfum í Irpin þegar hann var drepinn en gefa ekki frekari upplýsingar um hvernig Renaud lést. Lögreglan í Kænugarði segir að rússneskar hersveitir hafi skotið á bíl sem Renaud var í en samstarfsmaður hans særðist einnig og var fluttur á spítala. Head of the Kyiv Police Department says that Russian troops opened fire on a car with foreign journalists in and shot dead 51-year-old New York Times videojournalist Brent Renaud in Irpin. One of his colleagues is injured and is in hospital. #Ukraine— Nick Stylianou (@nmsonline) March 13, 2022 Að því er kemur fram í yfirlýsingu frá New York Times starfaði Renaud síðast fyrir miðilinn árið 2015 og var ekki á þeirra vegum þegar hann lést. Myndum af blaðamannaskírteini hans var dreift á netinu, þar sem fram kom að hann væri frá New York Times, en um gamla mynd reyndist vera að ræða. Renaud starfaði á ferli sínum fyrir ýmsa miðla fyrir utan New York Times en undanfarna áratugi hafði hann meðal annars fjallað um stríðin í Írak og Afganistan, jarðskjálftana á Haítí, fíkniefnahringi í Mexíkó og fleiri málefni ásamt bróður sínum. .@nytimes is deeply saddened to learn of the death of an American journalist in Ukraine, Brent Renaud.Brent was a talented photographer and filmmaker, but he was not on assignment for @nytimes in Ukraine.Full statement is here. pic.twitter.com/bRcrnNDacQ— Cliff Levy (@cliffordlevy) March 13, 2022 Rússneskar hersveitir hafa undanfarna daga sótt í auknum mæli að Kænugarði og hafa loftvarnaflautur hljómað nær stanslaust þar sem sprengingar í nágreninu eru linnulausar að sögn íbúa. Sprengingar héldu sömuleiðis áfram víða annars staðar í Úkraínu í dag, þar á meðal í Mariupol og Tsjernihiv, auk þess sem yfir 30 flugskeytum var skotið á herstöð skammt frá landamærum Póllands. Að minnsta kosti 35 létust í árásunum og 134 særðust. Við fylgjumst ítarlega með gangi máli í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52