Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 15:56 Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokkstjórnarþingi Samfylkingarinnnar í morgun að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ sagði hann. Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins, vera ódýra hræðslupólitík. Hann svaraði ummælum Loga á Facebook áðan. Í samtali við Vísi segir Njáll Trausti að hann hafi fengið góða innsýn í varnarmál landsins eftir að hafa setið á NATO-þinginu í fjögur ár. „Þannig að mér finnst þetta svolítið léttvæg nálgun, að búa til þennan hræðsluáróður. Ég held að það sé margt annað að ræða í þessu máli en þetta,“ segir hann. Þá segir hann þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa hampað Evrópusambandinu í þinginu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst og segja rétta tímann nú vera til inngöngu í sambandið. Njáll segist ekki hafa orðið var við það að sú umræða hafi hlotið mikinn hljómgrunn í þinginu. Evrópusambandið fjármagni lítinn hluta NATO Njáll Trausti segist fagna því að Evrópusambandið bregðist við innrásinni enda hafi sambandið ekki tekið varnar- og öryggismál nægjanlega alvarlega. Þá bendir hann á að þau lönd innan NATO sem eru í Evrópusambandinu fjármagni aðeins tuttugu prósent af því fjármagni sem varið er til varnarmála innan Atlantshafsbandalagsins. „Það er gott að ESB ríkin ætli að efla sinn hermátt til varnar- og öryggismála. Það er hins vegar rétt að benda á hversu langt er í land fyrir þau að fjármagna varnir Evrópu. Það mun væntanlega taka áratugi,“ segir hann. Minni á aðdragandann að fyrstu umsókn Njáll Trausti segir vert að dýpka og efla umræðu um öryggis og varnarmál þjóðarinnar en að mikilvægt sé að umræðan sé upplýst um það hvernig málum er háttað. „Nú talar Samfylkingin og formaður flokksins um að Ísland eigi að ganga í ESB og tengja innrás í Úkraínu við slíka umsókn. Þetta hljómar eins og aðildarumsóknin vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir bankahrunið. Þetta er ódýr hræðsluáróður og pólitík af hálfu formanns Samfylkingar,“ segri Njáll Trausti að lokum. Samfylkingin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokkstjórnarþingi Samfylkingarinnnar í morgun að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ sagði hann. Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins, vera ódýra hræðslupólitík. Hann svaraði ummælum Loga á Facebook áðan. Í samtali við Vísi segir Njáll Trausti að hann hafi fengið góða innsýn í varnarmál landsins eftir að hafa setið á NATO-þinginu í fjögur ár. „Þannig að mér finnst þetta svolítið léttvæg nálgun, að búa til þennan hræðsluáróður. Ég held að það sé margt annað að ræða í þessu máli en þetta,“ segir hann. Þá segir hann þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa hampað Evrópusambandinu í þinginu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst og segja rétta tímann nú vera til inngöngu í sambandið. Njáll segist ekki hafa orðið var við það að sú umræða hafi hlotið mikinn hljómgrunn í þinginu. Evrópusambandið fjármagni lítinn hluta NATO Njáll Trausti segist fagna því að Evrópusambandið bregðist við innrásinni enda hafi sambandið ekki tekið varnar- og öryggismál nægjanlega alvarlega. Þá bendir hann á að þau lönd innan NATO sem eru í Evrópusambandinu fjármagni aðeins tuttugu prósent af því fjármagni sem varið er til varnarmála innan Atlantshafsbandalagsins. „Það er gott að ESB ríkin ætli að efla sinn hermátt til varnar- og öryggismála. Það er hins vegar rétt að benda á hversu langt er í land fyrir þau að fjármagna varnir Evrópu. Það mun væntanlega taka áratugi,“ segir hann. Minni á aðdragandann að fyrstu umsókn Njáll Trausti segir vert að dýpka og efla umræðu um öryggis og varnarmál þjóðarinnar en að mikilvægt sé að umræðan sé upplýst um það hvernig málum er háttað. „Nú talar Samfylkingin og formaður flokksins um að Ísland eigi að ganga í ESB og tengja innrás í Úkraínu við slíka umsókn. Þetta hljómar eins og aðildarumsóknin vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir bankahrunið. Þetta er ódýr hræðsluáróður og pólitík af hálfu formanns Samfylkingar,“ segri Njáll Trausti að lokum.
Samfylkingin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira