Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 15:56 Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokkstjórnarþingi Samfylkingarinnnar í morgun að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ sagði hann. Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins, vera ódýra hræðslupólitík. Hann svaraði ummælum Loga á Facebook áðan. Í samtali við Vísi segir Njáll Trausti að hann hafi fengið góða innsýn í varnarmál landsins eftir að hafa setið á NATO-þinginu í fjögur ár. „Þannig að mér finnst þetta svolítið léttvæg nálgun, að búa til þennan hræðsluáróður. Ég held að það sé margt annað að ræða í þessu máli en þetta,“ segir hann. Þá segir hann þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa hampað Evrópusambandinu í þinginu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst og segja rétta tímann nú vera til inngöngu í sambandið. Njáll segist ekki hafa orðið var við það að sú umræða hafi hlotið mikinn hljómgrunn í þinginu. Evrópusambandið fjármagni lítinn hluta NATO Njáll Trausti segist fagna því að Evrópusambandið bregðist við innrásinni enda hafi sambandið ekki tekið varnar- og öryggismál nægjanlega alvarlega. Þá bendir hann á að þau lönd innan NATO sem eru í Evrópusambandinu fjármagni aðeins tuttugu prósent af því fjármagni sem varið er til varnarmála innan Atlantshafsbandalagsins. „Það er gott að ESB ríkin ætli að efla sinn hermátt til varnar- og öryggismála. Það er hins vegar rétt að benda á hversu langt er í land fyrir þau að fjármagna varnir Evrópu. Það mun væntanlega taka áratugi,“ segir hann. Minni á aðdragandann að fyrstu umsókn Njáll Trausti segir vert að dýpka og efla umræðu um öryggis og varnarmál þjóðarinnar en að mikilvægt sé að umræðan sé upplýst um það hvernig málum er háttað. „Nú talar Samfylkingin og formaður flokksins um að Ísland eigi að ganga í ESB og tengja innrás í Úkraínu við slíka umsókn. Þetta hljómar eins og aðildarumsóknin vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir bankahrunið. Þetta er ódýr hræðsluáróður og pólitík af hálfu formanns Samfylkingar,“ segri Njáll Trausti að lokum. Samfylkingin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokkstjórnarþingi Samfylkingarinnnar í morgun að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ sagði hann. Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins, vera ódýra hræðslupólitík. Hann svaraði ummælum Loga á Facebook áðan. Í samtali við Vísi segir Njáll Trausti að hann hafi fengið góða innsýn í varnarmál landsins eftir að hafa setið á NATO-þinginu í fjögur ár. „Þannig að mér finnst þetta svolítið léttvæg nálgun, að búa til þennan hræðsluáróður. Ég held að það sé margt annað að ræða í þessu máli en þetta,“ segir hann. Þá segir hann þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar hafa hampað Evrópusambandinu í þinginu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst og segja rétta tímann nú vera til inngöngu í sambandið. Njáll segist ekki hafa orðið var við það að sú umræða hafi hlotið mikinn hljómgrunn í þinginu. Evrópusambandið fjármagni lítinn hluta NATO Njáll Trausti segist fagna því að Evrópusambandið bregðist við innrásinni enda hafi sambandið ekki tekið varnar- og öryggismál nægjanlega alvarlega. Þá bendir hann á að þau lönd innan NATO sem eru í Evrópusambandinu fjármagni aðeins tuttugu prósent af því fjármagni sem varið er til varnarmála innan Atlantshafsbandalagsins. „Það er gott að ESB ríkin ætli að efla sinn hermátt til varnar- og öryggismála. Það er hins vegar rétt að benda á hversu langt er í land fyrir þau að fjármagna varnir Evrópu. Það mun væntanlega taka áratugi,“ segir hann. Minni á aðdragandann að fyrstu umsókn Njáll Trausti segir vert að dýpka og efla umræðu um öryggis og varnarmál þjóðarinnar en að mikilvægt sé að umræðan sé upplýst um það hvernig málum er háttað. „Nú talar Samfylkingin og formaður flokksins um að Ísland eigi að ganga í ESB og tengja innrás í Úkraínu við slíka umsókn. Þetta hljómar eins og aðildarumsóknin vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir bankahrunið. Þetta er ódýr hræðsluáróður og pólitík af hálfu formanns Samfylkingar,“ segri Njáll Trausti að lokum.
Samfylkingin Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent