Íslenski boltinn

ÍBV fær ó­væntan liðs­styrk: Spilaði síðast 2018

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórhildur Ólafsdóttir í leik með ÍBV á sínum tíma.
Þórhildur Ólafsdóttir í leik með ÍBV á sínum tíma. ÍBV Sport

ÍBV tilkynnti í dag að tveir leikmenn hefðu skrifað undir samning hjá félaginu og munu leika með liðinu í Bestu deild kvenna í sumar. Um að ræða þær Kristínu Ernu Sigurlásdóttur og Þórhildi Ólafsdóttur. Þær eru báðar uppaldar hjá félaginu.

Þórhildur hefur ekki spilað síðan árið 2018 en hún lék fyrst með ÍBV árið 2005. Alls hefur hún leikið 144 leiki fyrir félagið ásamt því að hafa spilað með Þór/KA og Fylki á sínum ferli.

Kristín Erna hefur leikið töluvert fleiri leiki en hún hefur alls spilað 232 leiki fyrir ÍBV. Þá hefur hún spilað fyrir Fylki, KR, Víking og Trani á Ítalíu.

„Þórhildur leikur á miðjunni en Kristín er sóknarmaður og hafa þær báðar leikið frábærlega í Lengjubikarnum það sem af er. ÍBV gerir miklar væntingar til leikmannanna og koma þær til með að styrkja leikmannahópinn verulega,“ segir á vef ÍBV Sport um nýjustu viðbótina við leikmannahóp Eyjakvenna.

ÍBV endaði í 7. sæti með 22 stig í 18 leikjum síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×