Hvaða laun hafa hækkað? Indriði Stefánsson skrifar 11. mars 2022 08:00 Það hefur stundum verið sagt að það sé ekki hægt að bæði borða kökuna og eiga hana. Samtök atvinnurekenda bregðast gjarnan harkalega við þegar kemur að kjaraviðræðum og samtök launþega leggja fram sínar kröfur. Sérstaklega þegar kemur að lægstu launum og óskað er eftir leiðréttingu á þeim. Á vef Hagstofu Íslands má skoða hvernig tekjur þjóðfélagshópa hafa þróast. Þar má skoða þróun og samanburð tekna, eigna, skulda og fleiri hagstærða milli tíunda. Þessar tölur eru unnar upp úr skattframtölum og því er um að ræða opinberlega skráð gögn. Þær tölur sem koma hér fram miðast við þá niðurstöðu sem ég fékk úr reiknivél Hagstofunnar. Hér skoða ég tímabilið frá aldamótum, eins langt og gögnin ná. Lægsta tíundin nær ekki einu sinni að halda í verðbólguna Sé tímabilið frá aldamótum skoðað er verðbólgan á því tímabili hækkun upp á 142%. Ef við skoðum atvinnutekjur lægstu tíundarinnar hafa þær á tímabilinu hækkað um 98%, töluvert minna. Ef við skoðum á móti þróun ráðstöfunartekna er staðan skárri eða hækkun upp á 113% sem nær þó ekki að halda í við verðbólgu. Sé litið til breytinga milli ára sést að lægsta tíundin sker sig nokkuð úr og lækkar gjarnan milli ára. Svo hefur tilfellið verið undanfarin ár og voru ráðstöfunartekjur hennar árið 2020 einungis 87% af því sem þær voru 2018. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað um 357%. Eignir lægstu tíundanna í fasteignum dragast saman Þar sem fasteignaverð hefur þróast með talsvert öðrum hætti en laun lægstu tíundanna þarf ekki að koma á óvart að húsnæðiseign lægri tíundanna er minni en hinna. Sú þróun er sláandi, lægstu þrjár tíundirnar mælast vart í eignum en bæta lítillega við sig að nafnvirði. Sé litið til verðbólgu (ekki þróunar fasteignaverðs) dragast eignir þriðju, fjórðu og fimmtu tíundarinnar áberandi saman, svo mjög að segja má að húsnæðiseign lægstu fimm tíundanna mælist vart á meðan hinar hærri hafa hækkað mikið. Sé litið til þróunar húsnæðisverðs kemur svo í ljós að eignir sjöttu tíundarinnar standa að mestu í stað en aukast svo eftir því sem tíundirnar hækka. Húsnæðiseign hæstu tíundarinnar hefur til dæmis hækkað um 88% umfram þróun húsnæðisverðs eða rúmlega áttfaldast að nafnvirði. Hagur hæstu tíundarinnar vænkast mest Það er nánast sama hvaða mælikvarði er skoðaður, hæsta tíundin hefur aukið við sig umfram aðrar og ekki er útlit fyrir að það breytist í bráð. Sennilega er munurinn mestur í fjármagnstekjum þar sem hæsta tíundin er nánast sú eina sem mælist. Heildareignir hennar aukast líka mest. Það er nánast sama hvar borið er niður, hæsta tíundin kemur best út. Frá 2015 hefur hún meira að segja skuldað minna en níunda tíundin og skuldar nú minna en sú áttunda. Hún borgar einnig minna í vexti af íbúðalánum en sjöunda, áttunda og níunda tíundin og svo hefur í raun verið frá 2011. Eðli málsins samkvæmt kemur hæsta tíundin best út úr slíkum samanburði sem hér um ræðir en það sem er áhyggjuefni er að hún bætir stöðu sína langt umfram aðrar tíundir. Hvað myndi kosta að laga kjör lægstu tíundanna? Við hljótum flest að vera sammála um að það gengur ekki að lægstu tíundirnar dragist aftur úr. Hér er í raun sama við hvaða mælikvarða miðað er, þróunin er engan veginn ásættanleg. Ef einhver hélt að það væri mjög dýrt að laga þetta, þá er það sorglega að ef hæsta tíundin hefði gefið eftir þriðjung hækkunar atvinnutekna sinna milli 2019 og 2020, þegar lægsta tíundin lækkaði um 17%, dygði það ekki bara til að leiðrétta skekkjuna milli ára heldur myndi það duga til að leiðrétta skekkjuna sem hefur verið að safnast upp frá aldamótum og svipað gildir um ráðstöfunartekjur. Hvað getum við þá gert í þessu? Það er í raun með ólíkindum að þegar við fréttum af kaupaukum og launakjörum stjórnenda fyrirtækja heyrist ekkert í þeim sem bregðast við af hörku þegar talið berst að launakjörum og launahækkunum almennings. Það er alveg ljóst að þróunin siglir í þá átt að á Íslandi fari þeim sífellt fækkandi sem njóti almennilegra lífskjara. Sú staða er þegar komin upp á ýmsum sviðum samfélagsins, eins og margir sem eru í húsnæðisleit finna nú fyrir. Þrátt fyrir að skoða þurfi almenn kjör allra landsmanna, er alveg ljóst að þörfin er brýnust hjá verst setta hópnum og þar verðum við að byrja. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Kjaramál Indriði Stefánsson Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt að það sé ekki hægt að bæði borða kökuna og eiga hana. Samtök atvinnurekenda bregðast gjarnan harkalega við þegar kemur að kjaraviðræðum og samtök launþega leggja fram sínar kröfur. Sérstaklega þegar kemur að lægstu launum og óskað er eftir leiðréttingu á þeim. Á vef Hagstofu Íslands má skoða hvernig tekjur þjóðfélagshópa hafa þróast. Þar má skoða þróun og samanburð tekna, eigna, skulda og fleiri hagstærða milli tíunda. Þessar tölur eru unnar upp úr skattframtölum og því er um að ræða opinberlega skráð gögn. Þær tölur sem koma hér fram miðast við þá niðurstöðu sem ég fékk úr reiknivél Hagstofunnar. Hér skoða ég tímabilið frá aldamótum, eins langt og gögnin ná. Lægsta tíundin nær ekki einu sinni að halda í verðbólguna Sé tímabilið frá aldamótum skoðað er verðbólgan á því tímabili hækkun upp á 142%. Ef við skoðum atvinnutekjur lægstu tíundarinnar hafa þær á tímabilinu hækkað um 98%, töluvert minna. Ef við skoðum á móti þróun ráðstöfunartekna er staðan skárri eða hækkun upp á 113% sem nær þó ekki að halda í við verðbólgu. Sé litið til breytinga milli ára sést að lægsta tíundin sker sig nokkuð úr og lækkar gjarnan milli ára. Svo hefur tilfellið verið undanfarin ár og voru ráðstöfunartekjur hennar árið 2020 einungis 87% af því sem þær voru 2018. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað um 357%. Eignir lægstu tíundanna í fasteignum dragast saman Þar sem fasteignaverð hefur þróast með talsvert öðrum hætti en laun lægstu tíundanna þarf ekki að koma á óvart að húsnæðiseign lægri tíundanna er minni en hinna. Sú þróun er sláandi, lægstu þrjár tíundirnar mælast vart í eignum en bæta lítillega við sig að nafnvirði. Sé litið til verðbólgu (ekki þróunar fasteignaverðs) dragast eignir þriðju, fjórðu og fimmtu tíundarinnar áberandi saman, svo mjög að segja má að húsnæðiseign lægstu fimm tíundanna mælist vart á meðan hinar hærri hafa hækkað mikið. Sé litið til þróunar húsnæðisverðs kemur svo í ljós að eignir sjöttu tíundarinnar standa að mestu í stað en aukast svo eftir því sem tíundirnar hækka. Húsnæðiseign hæstu tíundarinnar hefur til dæmis hækkað um 88% umfram þróun húsnæðisverðs eða rúmlega áttfaldast að nafnvirði. Hagur hæstu tíundarinnar vænkast mest Það er nánast sama hvaða mælikvarði er skoðaður, hæsta tíundin hefur aukið við sig umfram aðrar og ekki er útlit fyrir að það breytist í bráð. Sennilega er munurinn mestur í fjármagnstekjum þar sem hæsta tíundin er nánast sú eina sem mælist. Heildareignir hennar aukast líka mest. Það er nánast sama hvar borið er niður, hæsta tíundin kemur best út. Frá 2015 hefur hún meira að segja skuldað minna en níunda tíundin og skuldar nú minna en sú áttunda. Hún borgar einnig minna í vexti af íbúðalánum en sjöunda, áttunda og níunda tíundin og svo hefur í raun verið frá 2011. Eðli málsins samkvæmt kemur hæsta tíundin best út úr slíkum samanburði sem hér um ræðir en það sem er áhyggjuefni er að hún bætir stöðu sína langt umfram aðrar tíundir. Hvað myndi kosta að laga kjör lægstu tíundanna? Við hljótum flest að vera sammála um að það gengur ekki að lægstu tíundirnar dragist aftur úr. Hér er í raun sama við hvaða mælikvarða miðað er, þróunin er engan veginn ásættanleg. Ef einhver hélt að það væri mjög dýrt að laga þetta, þá er það sorglega að ef hæsta tíundin hefði gefið eftir þriðjung hækkunar atvinnutekna sinna milli 2019 og 2020, þegar lægsta tíundin lækkaði um 17%, dygði það ekki bara til að leiðrétta skekkjuna milli ára heldur myndi það duga til að leiðrétta skekkjuna sem hefur verið að safnast upp frá aldamótum og svipað gildir um ráðstöfunartekjur. Hvað getum við þá gert í þessu? Það er í raun með ólíkindum að þegar við fréttum af kaupaukum og launakjörum stjórnenda fyrirtækja heyrist ekkert í þeim sem bregðast við af hörku þegar talið berst að launakjörum og launahækkunum almennings. Það er alveg ljóst að þróunin siglir í þá átt að á Íslandi fari þeim sífellt fækkandi sem njóti almennilegra lífskjara. Sú staða er þegar komin upp á ýmsum sviðum samfélagsins, eins og margir sem eru í húsnæðisleit finna nú fyrir. Þrátt fyrir að skoða þurfi almenn kjör allra landsmanna, er alveg ljóst að þörfin er brýnust hjá verst setta hópnum og þar verðum við að byrja. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun