Gaupi fór í Kringluna og fékk svar við stóru spurningunni um þjóðaríþrótt Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 09:01 Guðjón Guðmundsson ræðir við einn viðmælanda sinn í Kringlunni. S2 Sport Árangur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í janúar vakti auðvitað mikla athygli hér á landi en þar náðu Strákarnir okkar í handboltanum enn á ný að sameina þjóðina. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Kringluna í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni og fékk þar svar við stóru spurningunni: Er handboltinn þjóðaríþrótt okkar Íslendinga? Gaupi hitti þá fjölda fólks á öldum aldri og spurði þó þessarar spurningar. Margir svöruðu spurningunni játandi en aðrir nefndu aðrar íþróttir. Auðvitað leiðandi spurning hjá handboltafrömuðinum en svörin oft skemmtileg. „Það fer ekki á milli mála Gaupi minn. Að sjálfsögðu. Þetta er bara eitthvað sem allir Íslendingar hafa ástríðu fyrir. Við trúum á strákana okkar,“ sagði einn. „Nei, fótboltinn,“ svaraði annar. „Já ég myndi halda það. Ég fylgist með handboltanum og með þér líka,“ svaraði sá þriðji. „Já ég held það að hann sé orðin það aftur. Fótboltinn var orðinn það á tímabili en ég held að það sé komið til baka,“ svaraði einn í viðbót. Það kom ekkert Gaupa úr jafnvægi ekki einu sinni þegar hann hitti á fólk sem hafði engan áhuga á íþróttum. „Ég hef bara litla sem enga skoðun á íþróttum,“ svaraði einn þeirra en Gaupi spurði hvernig stæði á því? „Það er bara ekki mitt áhugamál,“ svaraði þessi litli íþróttaáhugamaður. „Það er ekkert hægt að lækna þig við því,“ sagði þá Gaupi eins og honum er einum lagið og fékk viðmælanda sinn til að hlæja. Gaupi fékk líka að vita meira um viðmælendur sína og skoðanir þeirra um handbolta. Hermann Gunnarsson var í miklu uppáhaldi hjá einum. „Mér fannst Hemmi Gunn alltaf djöfull góður. Ég sá Frakkaleikinn þar sem hann skoraði átján eða nítján mörk.“ Það má sjá fleiri skemmtileg svör hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og þjóðaríþrótt okkar Íslendinga Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Kringlan Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Guðjón Guðmundsson skellti sér í Kringluna í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni og fékk þar svar við stóru spurningunni: Er handboltinn þjóðaríþrótt okkar Íslendinga? Gaupi hitti þá fjölda fólks á öldum aldri og spurði þó þessarar spurningar. Margir svöruðu spurningunni játandi en aðrir nefndu aðrar íþróttir. Auðvitað leiðandi spurning hjá handboltafrömuðinum en svörin oft skemmtileg. „Það fer ekki á milli mála Gaupi minn. Að sjálfsögðu. Þetta er bara eitthvað sem allir Íslendingar hafa ástríðu fyrir. Við trúum á strákana okkar,“ sagði einn. „Nei, fótboltinn,“ svaraði annar. „Já ég myndi halda það. Ég fylgist með handboltanum og með þér líka,“ svaraði sá þriðji. „Já ég held það að hann sé orðin það aftur. Fótboltinn var orðinn það á tímabili en ég held að það sé komið til baka,“ svaraði einn í viðbót. Það kom ekkert Gaupa úr jafnvægi ekki einu sinni þegar hann hitti á fólk sem hafði engan áhuga á íþróttum. „Ég hef bara litla sem enga skoðun á íþróttum,“ svaraði einn þeirra en Gaupi spurði hvernig stæði á því? „Það er bara ekki mitt áhugamál,“ svaraði þessi litli íþróttaáhugamaður. „Það er ekkert hægt að lækna þig við því,“ sagði þá Gaupi eins og honum er einum lagið og fékk viðmælanda sinn til að hlæja. Gaupi fékk líka að vita meira um viðmælendur sína og skoðanir þeirra um handbolta. Hermann Gunnarsson var í miklu uppáhaldi hjá einum. „Mér fannst Hemmi Gunn alltaf djöfull góður. Ég sá Frakkaleikinn þar sem hann skoraði átján eða nítján mörk.“ Það má sjá fleiri skemmtileg svör hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og þjóðaríþrótt okkar Íslendinga
Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Kringlan Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða