Bjóða fundarlaun í leitinni að hinum belgíska Theo Hayez Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 11:45 Hinn belgíski Theo Hayez hvarf sporlaust í Byron Bay síðasta dag maímánaðar 2019. Lögregla í Ástralíu Þremur árum eftir að tilkynnt var um hvarf hins belgíska Theo Hayez í Ástralíu hafa yfirvöld í Nýju Suður-Wales boðið þeim sem kemur með upplýsingar sem leiðir til að málið upplýsist 500 þúsund ástralskra dala, um 50 milljónir króna. Sydney Morning Herald segir frá því að hinn átján ára Theo Hayez hafi horfið sporlaust í bakpokaferðalagi árið 2019, en síðast sást til hans fyrir utan næturklúbbinn Cheeky Monkey's í ástralska strandbænum Byron Bay. Hann klæddist þá svartri hettupeysu, ljósum buxum og svörtum skóm. Hayez hafði dvalið á farfuglaheimilinu WakeUp!, en starfsmenn þess tilkynntu um hvarfið í júní þegar hann hafði ekki tékkað út úr herberginu á settum tíma. Síðast sást til Theo Hayez fyrir utan næturklúbblinn Cheeky Monkey's í Byron Bay.EPA „Það eru nú liðin nærri þrjú ár frá hvarfi Theos og við teljum að þessi fundarlaun kunni að vera einn af síðustu möguleikum okkar til að fá svör við því hvað kom fyrir Theo,“ sagði Laurent Hayez í yfirlýsingu til blaðsins. Hann vonast til að hægt verði að fá upplýsingar um hvort Theo hafi verið með einhverjum aðfararnótt 31. maí 2019. Ein af þeim kenningum sem lögregla í Ástralíu hefur unnið eftir er að Theo Hayez hafi misst símann sinn í sjóinn og runnið til þar sem hann reyni að ná í hann. Honum hafi svo skolað á haf út. Sú kenning byggir á símarakningu frá Google, sem sýnir fram á að Hayez hafi farið óvenjulega leið eftir heimsóknina á næturklúbbinn. Eftir að hafa fylgt illa troðinni leið í gegnum gróðurvaxið svæði að Tallow Beach í austurhluta Cape Byron þá fór hann að bröttu og grónu svæði norður af ströndinni. Fjölskylda Hayez telur þó ólíklegt að hann hafi farið þessa leið einn síns liðs. Telur fjölskyldan að hann hafi verið í fylgd með einhverjum öðrum. Laurent Hayez, faðir Theo Hayez, ræðir við fjölmiðla.EPA Rannsókn lögreglu á málinu hefur einnig sætt nokkurri gagnrýni, en sama dag og tilkynnt var um fundarlaunin þá var birt úttekt á rannsókninni. Er þar bent á að lögreglumaðurinn sem hafi farið fyrir rannsókninni í upphafi, hafi verið mjög reynslulitill. Fyrstu tvo daga leitarinnar hafi hann leitt rannsóknina án þess að hafa fengið nauðsynlega þjálfun á tæki sem gátu hlaðið inn korta- og GPS-staðsetningargögn til að hægt væri að skipuleggja leit á réttum stöðum. Frá leitinni að Theo Hayez árið 2019.EPA Sjálfboðaliðar, sem þátt tóku í leitinni í upphafi, höfðu heldur engar upplýsingar um nákvæmt útlit þess sem leitað var að, höfðu ekki séð myndir af Hayez, og höfðu einungis fengið óljósar upplýsingar um útlit mannsins. Paul Toole, dómsmálaráðherra Nýju Suður-Wales, vonast til að hægt verði að leysa málið, nú þegar búið er að bjóða fundarlaun. „Sársaukinn að missa ástvin er nógu slæmur, en óvissan í tengslum við hvarfið eykur bara þann sársauka.“ Ástralía Belgía Erlend sakamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Sydney Morning Herald segir frá því að hinn átján ára Theo Hayez hafi horfið sporlaust í bakpokaferðalagi árið 2019, en síðast sást til hans fyrir utan næturklúbbinn Cheeky Monkey's í ástralska strandbænum Byron Bay. Hann klæddist þá svartri hettupeysu, ljósum buxum og svörtum skóm. Hayez hafði dvalið á farfuglaheimilinu WakeUp!, en starfsmenn þess tilkynntu um hvarfið í júní þegar hann hafði ekki tékkað út úr herberginu á settum tíma. Síðast sást til Theo Hayez fyrir utan næturklúbblinn Cheeky Monkey's í Byron Bay.EPA „Það eru nú liðin nærri þrjú ár frá hvarfi Theos og við teljum að þessi fundarlaun kunni að vera einn af síðustu möguleikum okkar til að fá svör við því hvað kom fyrir Theo,“ sagði Laurent Hayez í yfirlýsingu til blaðsins. Hann vonast til að hægt verði að fá upplýsingar um hvort Theo hafi verið með einhverjum aðfararnótt 31. maí 2019. Ein af þeim kenningum sem lögregla í Ástralíu hefur unnið eftir er að Theo Hayez hafi misst símann sinn í sjóinn og runnið til þar sem hann reyni að ná í hann. Honum hafi svo skolað á haf út. Sú kenning byggir á símarakningu frá Google, sem sýnir fram á að Hayez hafi farið óvenjulega leið eftir heimsóknina á næturklúbbinn. Eftir að hafa fylgt illa troðinni leið í gegnum gróðurvaxið svæði að Tallow Beach í austurhluta Cape Byron þá fór hann að bröttu og grónu svæði norður af ströndinni. Fjölskylda Hayez telur þó ólíklegt að hann hafi farið þessa leið einn síns liðs. Telur fjölskyldan að hann hafi verið í fylgd með einhverjum öðrum. Laurent Hayez, faðir Theo Hayez, ræðir við fjölmiðla.EPA Rannsókn lögreglu á málinu hefur einnig sætt nokkurri gagnrýni, en sama dag og tilkynnt var um fundarlaunin þá var birt úttekt á rannsókninni. Er þar bent á að lögreglumaðurinn sem hafi farið fyrir rannsókninni í upphafi, hafi verið mjög reynslulitill. Fyrstu tvo daga leitarinnar hafi hann leitt rannsóknina án þess að hafa fengið nauðsynlega þjálfun á tæki sem gátu hlaðið inn korta- og GPS-staðsetningargögn til að hægt væri að skipuleggja leit á réttum stöðum. Frá leitinni að Theo Hayez árið 2019.EPA Sjálfboðaliðar, sem þátt tóku í leitinni í upphafi, höfðu heldur engar upplýsingar um nákvæmt útlit þess sem leitað var að, höfðu ekki séð myndir af Hayez, og höfðu einungis fengið óljósar upplýsingar um útlit mannsins. Paul Toole, dómsmálaráðherra Nýju Suður-Wales, vonast til að hægt verði að leysa málið, nú þegar búið er að bjóða fundarlaun. „Sársaukinn að missa ástvin er nógu slæmur, en óvissan í tengslum við hvarfið eykur bara þann sársauka.“
Ástralía Belgía Erlend sakamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira