Kyssti og knúsaði kæró en enn og aftur missti pabbi af öllu saman Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 09:00 Armand Duplantis faðmaði Desiré Inglander eftir að hafa komist yfir 6,19 metra í Serbíu í gær. Getty Sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis segir það hafa verið æðislegt að geta fagnað nýja heimsmetinu sínu í fyrsta sinn með kærustu sinni, fyrirsætunni Desiré Inglander. Það sé hins vegar leitt að pabbi hans hafi ekki verið viðstaddur þegar metið féll. Duplantis sló heimsmetið í stangastökki í þriðja sinn á ferlinum á móti í Serbíu í gær, með því að fara yfir 6,19 metra. Hann hafði áður slegið metið í tvígang árið 2020. Móðir Duplantis var viðstödd annað skiptið sem hann setti heimsmet en pabbi hans hefur misst af öllum þremur skiptunum. „Svolítið sorglegt fyrir hann“ „Það er svolítið sorglegt fyrir hann en hann ætlar að vera viðstaddur á HM svo þá verð ég bara að endurtaka leikinn!“ sagði Duplantis við hið sænska Aftonbladet í gær. HM innanhúss fer einmitt einnig fram í Serbíu, eftir tíu daga. Eftir að hafa komist yfir 6,19 metrana, sem Duplantis hafði beðið svo lengi eftir að ná, spratt hann til kærustunnar og fagnaði með kossum og faðmlögum. „Svo þú varst bara að hoppa yfir 6,19 metra en ég er lofthrædd?“ grínaðist Inglander á Instagram-síðu sinni og birti mynd af sér með Duplantis. View this post on Instagram A post shared by Desire Inglander (@desireinglander) „Það var fullkomið,“ sagði Duplantis í gær um að hafa getað fagnað heimsmetinu með kærustunni sinni. „Maður vill geta fagnað með þeim sem standa manni næst. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni, það eru þau sem að styðja mann mest og maður vill svo mikið gera þau stolt. Maður vill bjóða þeim upp á sýningu og ég er svo glaður yfir að Desiré skyldi fá að sjá þetta,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Duplantis sló heimsmetið í stangastökki í þriðja sinn á ferlinum á móti í Serbíu í gær, með því að fara yfir 6,19 metra. Hann hafði áður slegið metið í tvígang árið 2020. Móðir Duplantis var viðstödd annað skiptið sem hann setti heimsmet en pabbi hans hefur misst af öllum þremur skiptunum. „Svolítið sorglegt fyrir hann“ „Það er svolítið sorglegt fyrir hann en hann ætlar að vera viðstaddur á HM svo þá verð ég bara að endurtaka leikinn!“ sagði Duplantis við hið sænska Aftonbladet í gær. HM innanhúss fer einmitt einnig fram í Serbíu, eftir tíu daga. Eftir að hafa komist yfir 6,19 metrana, sem Duplantis hafði beðið svo lengi eftir að ná, spratt hann til kærustunnar og fagnaði með kossum og faðmlögum. „Svo þú varst bara að hoppa yfir 6,19 metra en ég er lofthrædd?“ grínaðist Inglander á Instagram-síðu sinni og birti mynd af sér með Duplantis. View this post on Instagram A post shared by Desire Inglander (@desireinglander) „Það var fullkomið,“ sagði Duplantis í gær um að hafa getað fagnað heimsmetinu með kærustunni sinni. „Maður vill geta fagnað með þeim sem standa manni næst. Það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni, það eru þau sem að styðja mann mest og maður vill svo mikið gera þau stolt. Maður vill bjóða þeim upp á sýningu og ég er svo glaður yfir að Desiré skyldi fá að sjá þetta,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira