Ekkert grín hjá Jókernum eftir hléið Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 08:00 Nikola Jokic með boltann en Kevon Looney má ekki fá hann. AP/David Zalubowski Serbinn Nikola Jokic hélt áfram að fara á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann náði þrefaldri tvennu í 131-124 sigri Denver Nuggets á Golden State Warriors. Jokic er sá næstfljótasti í sögunni til að ná þrefaldri tvennu 75 sinnum á ferlinum. Það hefur hann nú gert í 511 leikjum og aðeins Oscar Robertson verið fljótari, eða í aðeins 182 leikjum. Jokic, sem átti annað sögulegt kvöld á sunnudaginn, skoraði 32 stig gegn Golden State, tók 15 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Nikola Jokic followed up a historic performance on Sunday night with his 75th career triple-double, 32 points, and the @nuggets win! #MileHighBasketball : 32 PTS (12-17 FGM), 15 REB, 13 AST pic.twitter.com/mGBCUvufbx— NBA (@NBA) March 8, 2022 Jókerinn hefur nú náð þrefaldri tvennu þrisvar sinnum eftir hléið vegna Stjörnuleiksins 20. febrúar. Allir hinir leikmennirnir í deildinni, til samans, hafa afrekað það tvisvar sinnum. „Ótrúlegur leikmaður og stórkostlegur í kvöld“ Jokic var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra og að mati Steve Kerr, þjálfara Golden State, verðskuldar hann nafnbótina aftur: „Ég er ekki með kosningarétt en Jokic er bara ótrúlegur leikmaður og var stórkostlegur í kvöld,“ sagði Kerr og bætti við: „Hann gerir liðsfélagana betri og hann gerir mótherjunum svo erfitt fyrir að verjast því það er sama hvað maður gerir, hann er alltaf með mótsvar.“ Af öðrum úrslitum má nefna að Julius Randle skoraði 46 stig og tók 10 fráköst í 131-115 sigri New York Knicks á Sacramento Kings, og ófarir LA Lakers héldu áfram þegar liðið tapaði 117-110 fyrir San Antonio Spurs. Úrslitin í nótt: Detroit 113-110 Atlanta Philadelphia 121-106 Chicago Miami 123-106 Houston Minnesota 124-81 Portland Dallas 111-103 Utah San Antonio 117-110 LA Lakers Denver 131-124 Golden State Sacramento 115-131 New York NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Jokic er sá næstfljótasti í sögunni til að ná þrefaldri tvennu 75 sinnum á ferlinum. Það hefur hann nú gert í 511 leikjum og aðeins Oscar Robertson verið fljótari, eða í aðeins 182 leikjum. Jokic, sem átti annað sögulegt kvöld á sunnudaginn, skoraði 32 stig gegn Golden State, tók 15 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Nikola Jokic followed up a historic performance on Sunday night with his 75th career triple-double, 32 points, and the @nuggets win! #MileHighBasketball : 32 PTS (12-17 FGM), 15 REB, 13 AST pic.twitter.com/mGBCUvufbx— NBA (@NBA) March 8, 2022 Jókerinn hefur nú náð þrefaldri tvennu þrisvar sinnum eftir hléið vegna Stjörnuleiksins 20. febrúar. Allir hinir leikmennirnir í deildinni, til samans, hafa afrekað það tvisvar sinnum. „Ótrúlegur leikmaður og stórkostlegur í kvöld“ Jokic var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra og að mati Steve Kerr, þjálfara Golden State, verðskuldar hann nafnbótina aftur: „Ég er ekki með kosningarétt en Jokic er bara ótrúlegur leikmaður og var stórkostlegur í kvöld,“ sagði Kerr og bætti við: „Hann gerir liðsfélagana betri og hann gerir mótherjunum svo erfitt fyrir að verjast því það er sama hvað maður gerir, hann er alltaf með mótsvar.“ Af öðrum úrslitum má nefna að Julius Randle skoraði 46 stig og tók 10 fráköst í 131-115 sigri New York Knicks á Sacramento Kings, og ófarir LA Lakers héldu áfram þegar liðið tapaði 117-110 fyrir San Antonio Spurs. Úrslitin í nótt: Detroit 113-110 Atlanta Philadelphia 121-106 Chicago Miami 123-106 Houston Minnesota 124-81 Portland Dallas 111-103 Utah San Antonio 117-110 LA Lakers Denver 131-124 Golden State Sacramento 115-131 New York
Detroit 113-110 Atlanta Philadelphia 121-106 Chicago Miami 123-106 Houston Minnesota 124-81 Portland Dallas 111-103 Utah San Antonio 117-110 LA Lakers Denver 131-124 Golden State Sacramento 115-131 New York
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira