Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2022 19:33 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, setur spurningamerki við að flóttafólkið fái ekki atvinnuleyfi strax. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. Yfirvöld hafa virkjað 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær þar með sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna og þarf ekki að fara í gegn um umsóknarferli. Með greininni fær fólk ekki sjálfkrafa atvinnuleyfi, sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, gagnrýndi á Alþingi í dag. „Með því að virkja þessa grein og beina öllu flóttafólki frá Úkraínu þessa leið er vissulega verið að létta undir með Útlendingastofnun og yfirvöldum að afgreiða umsóknir mjög hratt en það er ekki endilega til hægðarauka né í raun fólkinu frá Úkraínu fyrir bestu enda eiga þau rétt á ríkari vernd,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvetur til viðbótarverndar „Þau eiga rétt á svokallaðri viðbótarvernd, sem er það sama í raun og að fá stöðu flóttamanns. Því fylgir til dæmis atvinnuleyfi, töluvert meira öryggi og fjögurra ára dvalarleyfi sem er ekki að finna í þessu leyfi vegna mannúðarsjónarmiða,“ segir Þórhildur. „Ég setti spurningarmerki við það að þau þurfi að reiða sig á aðstoð frá sveitarfélögum frekar en að þau geti ef þau vilja farið strax í að leita sér að atvinnu og fá meira öryggi en verið er að leggja til. Auðvitað fagna ég því að verið sé að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu en okkur ber lögbundin skylda til að gera það, það er ekki eins og þetta sé sjálfbundin ákvörðun heldur er það augljóst að við þurfum að taka á móti flóttafólki.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bendir á að með virkjun greinarinnar sé hægt að flýta ferlinu og flýta því að fólk komist inn í íslenskt samfélag. „Ég setti á stofn aðgerðahóp milli ráðuneyta og sveitarfélaga, ráðið Gylfa Þór Þorsteinsson forstöðumann sóttvarnahúsanna til að leiða þetta starf. Við ætlum að taka vel á móti þessu fólki,“ segir Guðmundur. Mikilvægasta verkefnið núna að taka á móti fólkinu Hann tekur undir með Þórhildi varðandi atvinnuleyfin og segist vilja tryggja flóttafólkinu slíkt en þær breytingar þurfi að fara fram í gegn um Alþingi. „Ég vona að við séum öll sammála um það að við ætlum okkur að taka á móti fólkinu, við ætlum að taka vel á móti því og það er verkefnið núna.“ Gylfi Þór Þorsteinsson hefur eins og áður segir verið ráðinn af ráðuneytinu til að fara fyrir aðgerðahópi um móttöku flóttafólksins. Hann sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að enn sé óljóst hve margir úkraínskri flóttamenn muni koma hingað til lands. Spárnar séu á milli tvö og fimm þúsund manns en það geti verið fleiri eða færri. „Stærstu vekrefnin verða að finna þessu fólki skjól, að koma þaki yfir höfuð þess og hlúa að þeim, bæði andlega og líkamlega. Sú vinna er hafin,“ segir Gylfi. Töluverður fjöldi þeirra sem þegar séu hingað komnir hafi leitað skjóls hjá ættingjum og vinum en alltaf verði einhverjir sem þurfi á aðstoð yfirvalda að halda. Nefndin sé farin að leita að húsnæði fyrir flóttamennina. „Við höfum leitað til félagasamtaka, einstaklinga og hvað eina. Við munum opna vefgátt hugsanlega í kvöld en líklega ekki fyrr en á morgun þar sem fólk getur lagt okkur lið væði varðandi húsnæði og annað og við þurfum á öllu slíku að halda.“ Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Úkraína Rússland Píratar Tengdar fréttir Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. 7. mars 2022 17:58 Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal. 7. mars 2022 17:57 Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Yfirvöld hafa virkjað 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær þar með sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna og þarf ekki að fara í gegn um umsóknarferli. Með greininni fær fólk ekki sjálfkrafa atvinnuleyfi, sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, gagnrýndi á Alþingi í dag. „Með því að virkja þessa grein og beina öllu flóttafólki frá Úkraínu þessa leið er vissulega verið að létta undir með Útlendingastofnun og yfirvöldum að afgreiða umsóknir mjög hratt en það er ekki endilega til hægðarauka né í raun fólkinu frá Úkraínu fyrir bestu enda eiga þau rétt á ríkari vernd,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvetur til viðbótarverndar „Þau eiga rétt á svokallaðri viðbótarvernd, sem er það sama í raun og að fá stöðu flóttamanns. Því fylgir til dæmis atvinnuleyfi, töluvert meira öryggi og fjögurra ára dvalarleyfi sem er ekki að finna í þessu leyfi vegna mannúðarsjónarmiða,“ segir Þórhildur. „Ég setti spurningarmerki við það að þau þurfi að reiða sig á aðstoð frá sveitarfélögum frekar en að þau geti ef þau vilja farið strax í að leita sér að atvinnu og fá meira öryggi en verið er að leggja til. Auðvitað fagna ég því að verið sé að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu en okkur ber lögbundin skylda til að gera það, það er ekki eins og þetta sé sjálfbundin ákvörðun heldur er það augljóst að við þurfum að taka á móti flóttafólki.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bendir á að með virkjun greinarinnar sé hægt að flýta ferlinu og flýta því að fólk komist inn í íslenskt samfélag. „Ég setti á stofn aðgerðahóp milli ráðuneyta og sveitarfélaga, ráðið Gylfa Þór Þorsteinsson forstöðumann sóttvarnahúsanna til að leiða þetta starf. Við ætlum að taka vel á móti þessu fólki,“ segir Guðmundur. Mikilvægasta verkefnið núna að taka á móti fólkinu Hann tekur undir með Þórhildi varðandi atvinnuleyfin og segist vilja tryggja flóttafólkinu slíkt en þær breytingar þurfi að fara fram í gegn um Alþingi. „Ég vona að við séum öll sammála um það að við ætlum okkur að taka á móti fólkinu, við ætlum að taka vel á móti því og það er verkefnið núna.“ Gylfi Þór Þorsteinsson hefur eins og áður segir verið ráðinn af ráðuneytinu til að fara fyrir aðgerðahópi um móttöku flóttafólksins. Hann sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að enn sé óljóst hve margir úkraínskri flóttamenn muni koma hingað til lands. Spárnar séu á milli tvö og fimm þúsund manns en það geti verið fleiri eða færri. „Stærstu vekrefnin verða að finna þessu fólki skjól, að koma þaki yfir höfuð þess og hlúa að þeim, bæði andlega og líkamlega. Sú vinna er hafin,“ segir Gylfi. Töluverður fjöldi þeirra sem þegar séu hingað komnir hafi leitað skjóls hjá ættingjum og vinum en alltaf verði einhverjir sem þurfi á aðstoð yfirvalda að halda. Nefndin sé farin að leita að húsnæði fyrir flóttamennina. „Við höfum leitað til félagasamtaka, einstaklinga og hvað eina. Við munum opna vefgátt hugsanlega í kvöld en líklega ekki fyrr en á morgun þar sem fólk getur lagt okkur lið væði varðandi húsnæði og annað og við þurfum á öllu slíku að halda.“
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Úkraína Rússland Píratar Tengdar fréttir Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. 7. mars 2022 17:58 Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal. 7. mars 2022 17:57 Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. 7. mars 2022 17:58
Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal. 7. mars 2022 17:57
Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13