Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2022 17:58 Fatlað fólk í Úkraínu er margt fast, getur ekki flúið og hefur jafnvel verið skilið eftir eitt. Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. Fram kemur í tilkynningu frá Þroskahjálp um söfnunina að fatlað fólk geti margt ekki flúið stríðið vegna aðstæðna sinna, geti illa orðið sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Þá aukist líkur á ofbeldi þar að auki, að fatlað fólk verði skilið eftir og að það sé án aðstoðar og stuðnings. Ástandið versni þar dag frá degi og árásir rússneskra stjórnvalda á óbreytta borgara í Úkraínu haldi áfram. Fatlað fólk í sprengjuskýli í Úkraínu.Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu „Hreyfingarnar, sem allar vinna að réttindum fatlaðs fólks, hafa því sett af stað sameiginlega söfnun til þess að koma fjármagni til fatlaðs fólks og tryggja þeim aðstoð á staðnum. Öll framlög munu renna beint til neyðaraðstoðar fyrir fatlað fólk í Úkraínu, milliliðalaust,“ segir í tilkynningunni. Fatlað fólk skilið eftir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, starfsmaður Þroskahjálpar, segir í samtali við fréttastofu að fatlað fólk sé mjög berskjaldað í neyðarástandi, sama hvort um sé að ræða náttúruhamfarir eða stríðsátök. „Þau geta ekki flúið, reiða sig á hjálpartæki og aðstoð og aðstæður á flótta eru mjög erfiðar eins og við vitum. Ferðalögin geta verið löng, vont veður á meðan og flókið að komast á salerni og í skjól,“ segir Inga Björk. Hún segir að Þroskahjálp hafi verið í samskiptum með systursamtökum í Úkraínu í gegn um Inclusion Europe, sem samtökin eigi aðild að. Í gegn um systursamtökin í Úkraínu hafi borist þær upplýsingar að aðstæður þar fyrir fatlað fólk séu mjög slæmar. Fólk geti ekki farið, það eigi erfitt með að komast í skjól, erfitt reynist því að verða sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Faltað fólk í Úkraínu getur margt hvergi farið vegna aðstöðuleysis.Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu „Við vitum að fatlað fólk sem býr á stofnunum er í mikilli hættu á að vera skilið eftir og það virðist vera að gerast. Fatlað fólk situr eftir með fjölskyldum sínum eða aleitt. Að sögn samtakanna úti er mest þörf á fjármagni til að tryggja fólki mat, lyf og aðrar nauðsynjar. “ Systursamtök Þroskahjálpar í Evrópu komi þar að auki að verkefninu til að koma aðföngum og aðstoð á staðinn. Þá muni samstarf félaganna halda áfram, meðal annars með samtali við stjórnvöld um að taka á móti fötluðu fólki frá Úkraínu. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning Þroskahjálpar: Reikningur: 526-26-5281, kennitala: 521176-0409. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13 Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. 7. mars 2022 14:01 Skattaskjól í boði rússneskra stjórnvalda: Refsiaðgerðir sniðgengnar Í eftirfarandi umfjöllun verður ekki fjallað um að með samkomulaginu kennt við Búdapest árið 1994 viðurkenna Rússar að Úkraína sé sjálfstætt fullvalda ríki með sín eigin landamæri. 7. mars 2022 13:39 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Þroskahjálp um söfnunina að fatlað fólk geti margt ekki flúið stríðið vegna aðstæðna sinna, geti illa orðið sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Þá aukist líkur á ofbeldi þar að auki, að fatlað fólk verði skilið eftir og að það sé án aðstoðar og stuðnings. Ástandið versni þar dag frá degi og árásir rússneskra stjórnvalda á óbreytta borgara í Úkraínu haldi áfram. Fatlað fólk í sprengjuskýli í Úkraínu.Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu „Hreyfingarnar, sem allar vinna að réttindum fatlaðs fólks, hafa því sett af stað sameiginlega söfnun til þess að koma fjármagni til fatlaðs fólks og tryggja þeim aðstoð á staðnum. Öll framlög munu renna beint til neyðaraðstoðar fyrir fatlað fólk í Úkraínu, milliliðalaust,“ segir í tilkynningunni. Fatlað fólk skilið eftir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, starfsmaður Þroskahjálpar, segir í samtali við fréttastofu að fatlað fólk sé mjög berskjaldað í neyðarástandi, sama hvort um sé að ræða náttúruhamfarir eða stríðsátök. „Þau geta ekki flúið, reiða sig á hjálpartæki og aðstoð og aðstæður á flótta eru mjög erfiðar eins og við vitum. Ferðalögin geta verið löng, vont veður á meðan og flókið að komast á salerni og í skjól,“ segir Inga Björk. Hún segir að Þroskahjálp hafi verið í samskiptum með systursamtökum í Úkraínu í gegn um Inclusion Europe, sem samtökin eigi aðild að. Í gegn um systursamtökin í Úkraínu hafi borist þær upplýsingar að aðstæður þar fyrir fatlað fólk séu mjög slæmar. Fólk geti ekki farið, það eigi erfitt með að komast í skjól, erfitt reynist því að verða sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Faltað fólk í Úkraínu getur margt hvergi farið vegna aðstöðuleysis.Systursamtök Þroskahjálpar í Úkraínu „Við vitum að fatlað fólk sem býr á stofnunum er í mikilli hættu á að vera skilið eftir og það virðist vera að gerast. Fatlað fólk situr eftir með fjölskyldum sínum eða aleitt. Að sögn samtakanna úti er mest þörf á fjármagni til að tryggja fólki mat, lyf og aðrar nauðsynjar. “ Systursamtök Þroskahjálpar í Evrópu komi þar að auki að verkefninu til að koma aðföngum og aðstoð á staðinn. Þá muni samstarf félaganna halda áfram, meðal annars með samtali við stjórnvöld um að taka á móti fötluðu fólki frá Úkraínu. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning Þroskahjálpar: Reikningur: 526-26-5281, kennitala: 521176-0409.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13 Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. 7. mars 2022 14:01 Skattaskjól í boði rússneskra stjórnvalda: Refsiaðgerðir sniðgengnar Í eftirfarandi umfjöllun verður ekki fjallað um að með samkomulaginu kennt við Búdapest árið 1994 viðurkenna Rússar að Úkraína sé sjálfstætt fullvalda ríki með sín eigin landamæri. 7. mars 2022 13:39 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13
Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn Stríðið í Úkraínu hefur orðið til þess að mannréttindi milljóna úkraínskra barna eru virt að vettugi. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn í Úkraínu síðan 2003 og það sem við sjáum á vettvangi nú er skelfilegt. 7. mars 2022 14:01
Skattaskjól í boði rússneskra stjórnvalda: Refsiaðgerðir sniðgengnar Í eftirfarandi umfjöllun verður ekki fjallað um að með samkomulaginu kennt við Búdapest árið 1994 viðurkenna Rússar að Úkraína sé sjálfstætt fullvalda ríki með sín eigin landamæri. 7. mars 2022 13:39