Kyrie skýtur á Celtics: „Eins og gömul kærasta sem er enn að bíða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2022 17:30 Kyrie í leiknum gegn Celtics. Adam Glanzman/Getty Images Það er sjaldnast lognmolla í kringum Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta. Viðtal hans eftir tap Nets gegn Boston Celtics í gær var áhugavert fyrir margar sakir. Hinn 29 ára gamli Kyrie Irving hefur verið mikið í fréttum undanfarið en hann er einn fárra leikmanna NBA-deildarinnar sem neitaði að láta bólusetja sig. Hann er nú farinn að spila á nýjan leik – þó aðeins á útivöllum sem er – en hann gat lítið gert er Nets tapaði enn einum leiknum, að þessu sinni gegn hans fyrrum félagi Boston Celtics. Jayson Tatum var allt í öllu hjá Celtics en hann skoraði 54 stig er Boston vann leikinn með sex stiga mun, lokatölur 126-120. Kyrie spilaði 37 af 48 mínútum leiksins, skoraði hann 19 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka 4 fráköst. 54 POINTS for @jaytatum0 lifts @celtics! pic.twitter.com/u6TH4OdZri— NBA (@NBA) March 6, 2022 Tapaði þýðir að Nets – sem var í toppbaráttu framan af tímabili – er nú dottið niður í 9. sæti Austurdeildar en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum. Kyrie fékk ekki beint góðar móttökur í Boston en hann lék með liðinu frá árinu 2017 til 2019. Hann segist vita það að það verði baulað á hann í Boston þangað til hann hætti að spila. „Þetta er eins og sára kærastan sem vill bara útskýringu á af hverju ég fór en er samt alltaf að bíða eftir að fá smáskilaboð til baka. Þetta var gaman meðan það entist og ég er mjög þakklátur fyrir tíma minn í Boston,“ sagði Kyrie meðal annars en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Kyrie on Celtics fans: "It's like the scorned girlfriend just wants an explanation on why I left but still hoping for a text back. I'm just like, yeah, it was fun while it lasted... the reality is I'm just grateful for my time here in Boston." pic.twitter.com/Ktl4RXFm8t— Ballislife.com (@Ballislife) March 7, 2022 Boston Celtics hafa verið á góðu skriði undanfarið og unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. Liðið er komið upp í 5. sæti Austurdeildarinnar og virðist vera að toppa á réttum tíma. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Kyrie Irving hefur verið mikið í fréttum undanfarið en hann er einn fárra leikmanna NBA-deildarinnar sem neitaði að láta bólusetja sig. Hann er nú farinn að spila á nýjan leik – þó aðeins á útivöllum sem er – en hann gat lítið gert er Nets tapaði enn einum leiknum, að þessu sinni gegn hans fyrrum félagi Boston Celtics. Jayson Tatum var allt í öllu hjá Celtics en hann skoraði 54 stig er Boston vann leikinn með sex stiga mun, lokatölur 126-120. Kyrie spilaði 37 af 48 mínútum leiksins, skoraði hann 19 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka 4 fráköst. 54 POINTS for @jaytatum0 lifts @celtics! pic.twitter.com/u6TH4OdZri— NBA (@NBA) March 6, 2022 Tapaði þýðir að Nets – sem var í toppbaráttu framan af tímabili – er nú dottið niður í 9. sæti Austurdeildar en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum. Kyrie fékk ekki beint góðar móttökur í Boston en hann lék með liðinu frá árinu 2017 til 2019. Hann segist vita það að það verði baulað á hann í Boston þangað til hann hætti að spila. „Þetta er eins og sára kærastan sem vill bara útskýringu á af hverju ég fór en er samt alltaf að bíða eftir að fá smáskilaboð til baka. Þetta var gaman meðan það entist og ég er mjög þakklátur fyrir tíma minn í Boston,“ sagði Kyrie meðal annars en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Kyrie on Celtics fans: "It's like the scorned girlfriend just wants an explanation on why I left but still hoping for a text back. I'm just like, yeah, it was fun while it lasted... the reality is I'm just grateful for my time here in Boston." pic.twitter.com/Ktl4RXFm8t— Ballislife.com (@Ballislife) March 7, 2022 Boston Celtics hafa verið á góðu skriði undanfarið og unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum. Liðið er komið upp í 5. sæti Austurdeildarinnar og virðist vera að toppa á réttum tíma. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. 7. mars 2022 08:00