Sport

Tvítugur rússneskur fimleikamaður á palli með stríðsáróður á brjóstkassanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ivan Kuliak sést hér eftir æfingar sínar og Z er mjög greinileg á búningi hans.
Ivan Kuliak sést hér eftir æfingar sínar og Z er mjög greinileg á búningi hans. Youtube

Rússneskir og hvít-rússneskir fimleikamenn mega frá og með deginum í dag ekki keppa lengur á mótum á vegum Alþjóðafimleikasambandsins. Þetta kemur auðvitað til vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Síðasta keppnin með Rússa innanborðs í bili var um helgina og þar nýtti ungur fimleikastrákur sér tækifærið til að koma stríðsáróðri á framfæri. Sú ákvörðun gæti komið honum í vandræði.

Í lokakeppninni sem Rússar fengu keppnisleyfi, heimsbikar á áhöldum sem fram fór í Dóha, þá komust bæði Úkraínumaður og Rússi á verðlaunapallinn fyrir æfingar á tvíslá.

Úkraínumaðurinn Illia Kovtun, sem er aðeins átján ára, vann gull en við hlið hans á pallinum var hinn tvítugi Rússi Ivan Kuliak, sem vann brons.

Kovtun mátti ekki keppa í búningi merktum Rússlandi en hann ákvað þess í stað að búa til Z á á brjóstkassanum sínum í stað rússneska merkisins.

„Z“ er stríðtákn Rússa fyrir innrásina í Úkraínu. Stafurinn táknar „za pobedu“ eða fyrir sigri og hefur verið áberandi á rússneskum skriðdrekum sem fóru inn í Úkraínu á síðustu vikum. Það hefur verið einnig notað á samfélagsmiðlum af fólki sem vill sína stuðning sinn við innrásina.

Alþjóðafimleikasambandið segist hafa tekið þetta mál inn á borð aganefndar sambandsins vegna þessarar sjokkerandi framkomu Rússans unga á heimsbikarmótinu. Hann gæti því átt von á sekt eða banni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×