Landhelgisgæslan sótti alvarlega slasaðan sjómann Smári Jökull Jónsson skrifar 6. mars 2022 21:25 Áhöfn Þórs aðstoðaði skipverja við að ná nótinni aftur um borð. Landhelgisgæslan Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi til að sækja sjómann sem slasast hafði alvarlega um borð í íslensku fiskiskipi. Skipverjinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Það var á sjötta tímanum í gær sem haft var samband við Landhelgisgæsluna vegna skips sem statt var 25 sjómílur norðvestur af Kópanesi. Snurpuvír hafði slitnað og einn skipverji slasast. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var þyrla gæslunnar TF-GRO kölluð út með mesta forgangi. „Þetta var þess eðlis að þyrlan var kölluð út með mesta forgangi. Meiðsli þess slasaða voru alvarleg,“ sagði Ásgeir en gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þess slasaða. Skipverjinn var hífður um borð í þyrluna á áttunda tímanum og fluttur beint á sjúkrahús. Auk þess sem skipverji slasaðist hafði skiptið misst nótina. Varðskipið Þór, sem var í grenndinni, var kallað út til að aðstoða við að ná nótinni um borð á nýjan leik. Það gekk ekki og nótin var tekin um borð í varðskipið. Ásgeir segir aðgerðir á staðnum hafa gengið vel. „Hífingar gengu vel og maðurinn var strax í kjölfarið fluttur beint á Landspítalann í Fossvogi. Aðgerðir varðskipsins gengu líka mjög vel. Þeir byrjuðu í gærkvöldi en þeim lauk svo seinni partinn í gær þegar nótin var komin í land á Ísafirði,“ sagði Ásgeir í sambandi við fréttastofu. Sjávarútvegur Landhelgisgæslan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Það var á sjötta tímanum í gær sem haft var samband við Landhelgisgæsluna vegna skips sem statt var 25 sjómílur norðvestur af Kópanesi. Snurpuvír hafði slitnað og einn skipverji slasast. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var þyrla gæslunnar TF-GRO kölluð út með mesta forgangi. „Þetta var þess eðlis að þyrlan var kölluð út með mesta forgangi. Meiðsli þess slasaða voru alvarleg,“ sagði Ásgeir en gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þess slasaða. Skipverjinn var hífður um borð í þyrluna á áttunda tímanum og fluttur beint á sjúkrahús. Auk þess sem skipverji slasaðist hafði skiptið misst nótina. Varðskipið Þór, sem var í grenndinni, var kallað út til að aðstoða við að ná nótinni um borð á nýjan leik. Það gekk ekki og nótin var tekin um borð í varðskipið. Ásgeir segir aðgerðir á staðnum hafa gengið vel. „Hífingar gengu vel og maðurinn var strax í kjölfarið fluttur beint á Landspítalann í Fossvogi. Aðgerðir varðskipsins gengu líka mjög vel. Þeir byrjuðu í gærkvöldi en þeim lauk svo seinni partinn í gær þegar nótin var komin í land á Ísafirði,“ sagði Ásgeir í sambandi við fréttastofu.
Sjávarútvegur Landhelgisgæslan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira