Landhelgisgæslan sótti alvarlega slasaðan sjómann Smári Jökull Jónsson skrifar 6. mars 2022 21:25 Áhöfn Þórs aðstoðaði skipverja við að ná nótinni aftur um borð. Landhelgisgæslan Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi til að sækja sjómann sem slasast hafði alvarlega um borð í íslensku fiskiskipi. Skipverjinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Það var á sjötta tímanum í gær sem haft var samband við Landhelgisgæsluna vegna skips sem statt var 25 sjómílur norðvestur af Kópanesi. Snurpuvír hafði slitnað og einn skipverji slasast. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var þyrla gæslunnar TF-GRO kölluð út með mesta forgangi. „Þetta var þess eðlis að þyrlan var kölluð út með mesta forgangi. Meiðsli þess slasaða voru alvarleg,“ sagði Ásgeir en gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þess slasaða. Skipverjinn var hífður um borð í þyrluna á áttunda tímanum og fluttur beint á sjúkrahús. Auk þess sem skipverji slasaðist hafði skiptið misst nótina. Varðskipið Þór, sem var í grenndinni, var kallað út til að aðstoða við að ná nótinni um borð á nýjan leik. Það gekk ekki og nótin var tekin um borð í varðskipið. Ásgeir segir aðgerðir á staðnum hafa gengið vel. „Hífingar gengu vel og maðurinn var strax í kjölfarið fluttur beint á Landspítalann í Fossvogi. Aðgerðir varðskipsins gengu líka mjög vel. Þeir byrjuðu í gærkvöldi en þeim lauk svo seinni partinn í gær þegar nótin var komin í land á Ísafirði,“ sagði Ásgeir í sambandi við fréttastofu. Sjávarútvegur Landhelgisgæslan Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Það var á sjötta tímanum í gær sem haft var samband við Landhelgisgæsluna vegna skips sem statt var 25 sjómílur norðvestur af Kópanesi. Snurpuvír hafði slitnað og einn skipverji slasast. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var þyrla gæslunnar TF-GRO kölluð út með mesta forgangi. „Þetta var þess eðlis að þyrlan var kölluð út með mesta forgangi. Meiðsli þess slasaða voru alvarleg,“ sagði Ásgeir en gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þess slasaða. Skipverjinn var hífður um borð í þyrluna á áttunda tímanum og fluttur beint á sjúkrahús. Auk þess sem skipverji slasaðist hafði skiptið misst nótina. Varðskipið Þór, sem var í grenndinni, var kallað út til að aðstoða við að ná nótinni um borð á nýjan leik. Það gekk ekki og nótin var tekin um borð í varðskipið. Ásgeir segir aðgerðir á staðnum hafa gengið vel. „Hífingar gengu vel og maðurinn var strax í kjölfarið fluttur beint á Landspítalann í Fossvogi. Aðgerðir varðskipsins gengu líka mjög vel. Þeir byrjuðu í gærkvöldi en þeim lauk svo seinni partinn í gær þegar nótin var komin í land á Ísafirði,“ sagði Ásgeir í sambandi við fréttastofu.
Sjávarútvegur Landhelgisgæslan Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira