Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Árni Sæberg skrifar 6. mars 2022 12:05 Fuglar voru baðaðir í „Fuglamiðstöð Suðureyrar“ í gær. Auður Steinberg Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. Á föstudag uppgötvaðist að olía hafði tekið að leka úr niðurgröfnum olíutanki ofan við sundlaug og grunnskóla Suðureyrar. Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, segir að eftirtektarsamir íbúar Suðureyrar hafi fyrst vakið athygli á slysinu því þeir fundu olíulykt. Tankurinn er, eins og allt annað á Suðureyri, á kafi í snjó. Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, segir nánast ólíft hafa verið á svæðinu í gær og fyrradag. „Ég lykta ennþá eins og dísel þó ég hafi farið tvisvar í sturtu síðan í gær,“ segir hún. Þá hefur hún áhyggjur af íbúum sem glíma við öndunarfærasjúkdóma, en nágranni hennar hefur fundið fyrir miklum eymslum í öndunarfærum og getur vart sofið. Auður segir umhverfisslysið hafa verið tilkynnt öllum viðbragðsaðilum sem þarf að tilkynna slíkt en að fátt sé um svör. Algengasta svarið sé að málið verði skoðað eftir helgi. Þá segir hún hverfisráð Suðureyrar segja slysið vera alfarið á ábyrgð Orkubús Vestfjarða, en umræddur tankur er notaður til að kynda bæinn þegar ekki fæst rafmagn frá Landsvirkjun. Hún segir slökkvilið hafa mætt á svæðið en að hún viti ekki hvernig eða hvort það hafi hreinsað olíuna upp. Hún veit þó að ekkert var gert til að koma í veg fyrir það að olía læki í sjóinn. „Þannig að þetta lekur bara óáreitt þarna inn í höfnina. Þar er náttúrulega hellingur af friðuðum fuglum,“ segir Auður. Þurftu að aflífa nokkra fugla en björguðu mörgum Friðaðir æðarfuglar venja komur sínar í höfnina á Suðureyri og hafa margar þeirra farið illa út úr olíulekanum. Æðarkollur útataðar olíu.Auður Steinberg Auður segir æðarfuglana hafa flúð höfnina og að þeir séu komnir upp á vegi og jafnvel upp í hverfi. „Þegar þetta var orðið svo slæmt í gær að þær voru orðnar kolbiksvartar var bara tekin sú ákvörðun að fara að aflífa,“ segir hún. Þar sem æðarfuglar eru friðaðir þurftu íbúar að afla leyfis lögreglu áður en hafist var handa við að lina þjáningar fuglanna. Leyfi var veitt símleiðis og nokkrir fuglar aflífaðir í kjölfarið. Auður segir íbúa þó hafa viljað bjarga því sem bjargað varð og því hefur því sem hún kallar Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar verið komið á fót. Dýravinir böðuðu æðarkollur í gær.Auður Steinberg „Við náðum tuttugu og einum fugli í gær sem við böðuðum og þurrkuðum og slíkt,“ segir hún. Auður gagnrýnir að engir opinberir aðilar hafi komið að björgun fuglanna, hvorki Umhverfisstofnun né heilbrigðiseftirlitið hafi nokkuð aðhafst í kjölfar lekans. „Það á bara allt að bíða fram yfir helgi en á meðan eru allir fuglarnir að deyja,“ segir hún. Íbúar Suðureyrar náðu að bjarga 21 fugli í gær.Auður Steinberg Dýr Ísafjarðarbær Umhverfismál Bensín og olía Fuglar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Á föstudag uppgötvaðist að olía hafði tekið að leka úr niðurgröfnum olíutanki ofan við sundlaug og grunnskóla Suðureyrar. Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, segir að eftirtektarsamir íbúar Suðureyrar hafi fyrst vakið athygli á slysinu því þeir fundu olíulykt. Tankurinn er, eins og allt annað á Suðureyri, á kafi í snjó. Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, segir nánast ólíft hafa verið á svæðinu í gær og fyrradag. „Ég lykta ennþá eins og dísel þó ég hafi farið tvisvar í sturtu síðan í gær,“ segir hún. Þá hefur hún áhyggjur af íbúum sem glíma við öndunarfærasjúkdóma, en nágranni hennar hefur fundið fyrir miklum eymslum í öndunarfærum og getur vart sofið. Auður segir umhverfisslysið hafa verið tilkynnt öllum viðbragðsaðilum sem þarf að tilkynna slíkt en að fátt sé um svör. Algengasta svarið sé að málið verði skoðað eftir helgi. Þá segir hún hverfisráð Suðureyrar segja slysið vera alfarið á ábyrgð Orkubús Vestfjarða, en umræddur tankur er notaður til að kynda bæinn þegar ekki fæst rafmagn frá Landsvirkjun. Hún segir slökkvilið hafa mætt á svæðið en að hún viti ekki hvernig eða hvort það hafi hreinsað olíuna upp. Hún veit þó að ekkert var gert til að koma í veg fyrir það að olía læki í sjóinn. „Þannig að þetta lekur bara óáreitt þarna inn í höfnina. Þar er náttúrulega hellingur af friðuðum fuglum,“ segir Auður. Þurftu að aflífa nokkra fugla en björguðu mörgum Friðaðir æðarfuglar venja komur sínar í höfnina á Suðureyri og hafa margar þeirra farið illa út úr olíulekanum. Æðarkollur útataðar olíu.Auður Steinberg Auður segir æðarfuglana hafa flúð höfnina og að þeir séu komnir upp á vegi og jafnvel upp í hverfi. „Þegar þetta var orðið svo slæmt í gær að þær voru orðnar kolbiksvartar var bara tekin sú ákvörðun að fara að aflífa,“ segir hún. Þar sem æðarfuglar eru friðaðir þurftu íbúar að afla leyfis lögreglu áður en hafist var handa við að lina þjáningar fuglanna. Leyfi var veitt símleiðis og nokkrir fuglar aflífaðir í kjölfarið. Auður segir íbúa þó hafa viljað bjarga því sem bjargað varð og því hefur því sem hún kallar Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar verið komið á fót. Dýravinir böðuðu æðarkollur í gær.Auður Steinberg „Við náðum tuttugu og einum fugli í gær sem við böðuðum og þurrkuðum og slíkt,“ segir hún. Auður gagnrýnir að engir opinberir aðilar hafi komið að björgun fuglanna, hvorki Umhverfisstofnun né heilbrigðiseftirlitið hafi nokkuð aðhafst í kjölfar lekans. „Það á bara allt að bíða fram yfir helgi en á meðan eru allir fuglarnir að deyja,“ segir hún. Íbúar Suðureyrar náðu að bjarga 21 fugli í gær.Auður Steinberg
Dýr Ísafjarðarbær Umhverfismál Bensín og olía Fuglar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira