Klökkur Óli Stef ræddi um feril sonarins: Eitt að spila og annað að horfa á strákinn sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2022 18:46 Ólafur Stefánsson ræddi við Stöð 2 um son sinn, Einar Þorstein Ólafsson, Stöð 2 Einar Þorsteinn Ólafsson hefur verið frábær í liði Valsmanna í Olís-deild karla í handbolta undanfarna mánuði. Einar er eins og flestum er kunnugt sonur eins besta handboltamanns Íslandssögunnar, Ólafs Stefánssonar, en Óli ræddi við Stöð 2 um feril stráksins og það sem framundan er. „Bestu mælistikurnar eru eiginlega bara þegar maður sér hvernig hann er að æfa og hvernig hann lætur í leikjum og bara hvernig hann hugsar um sig. Það eru bara mælistikurnar og þær eru allar frábærar,“ sagði Óli um son sinn og hvað það er sem gerir Einar að góðum handboltamanni. „Hann er ógeðslega duglegur að æfa og finnst þetta gaman. Svo er hann með einhverja töfra líka sem hann hefur mikið úr körfunni. Hann átti þrjú, fjögur góð ár í Valsheimilinu og er að nýta sér það vel.“ Einar Þorsteinn er ekki bara sonur pabba síns, heldur er hann líka bróðursonur Jóns Arnórs Stefánssonar, eins besta körfuboltamanns Íslandssögunnar. Óli segir að það hafi því verið hálf tvísýnt á tímabili hvora íþróttina strákurinn myndi velja. „Já það var alveg spurning á tímabili. Það voru þrjú ár þar sem hann var í báðum íþróttagreinum og maður sá hann eiginlega ekki neitt heima af því hann var á einhverjum tólf til þrettán æfingum á viku.“ „Þetta er svo fallegt þarna í Valsheimilinu að geta bara hoppað yfir tjaldið. Hann var með Finn og Gústa sem voru að þjálfa hann í körfunni og svo varstu með Heimi og Óskar Bjarna og alla þá í handboltanum.“ „En einhvern veginn þá valdi hann handbolta alveg sjálfur og ég hafði ekkert um það að segja.“ Óli segist einnig sjá líkindi með stráknum og sjálfum sér, þá sérstaklega í líkamsbyggingu. „Margt í karakternum er svipað. Að gleyma sér í þessu og elska það sem þú ert að gera. Svo er hann líka svona líkamlega svipaður og ég. Ég var svona ljósastaur lengi framan af og þurfti að hafa mikið fyrir þessu öllu. Hann þarf ábyggilega að gera það líka, en hann gerir það pottþétt og þegar líkaminn fer að jafnast á við þá sterkustu þá fer maður kannski að sjá meira og meira þennan X-factor birtast inni á vellinum.“ Klippa: Óli Stef ræðir um Einar Þorstein Góður skóli að vinna Íslandsmeistaratitil snemma á ferlinum Valsmenn urðu Íslandsmeistarar á seinasta tímabili þar sem Einar Þorsteinn spilaði stórt hlutverk seinni hluta tímabils og Óli segir það mikilvægt fyrir strákinn að vera búinn að landa stórum titli svona snemma á ferlinum. „Úrslitakeppnin í fyrra kom náttúrulega mjög skemmtilega á óvart og hvernig Valsararnir komu inn. Ég held að það hafi komið öllum á óvart. Það er náttúrulega ofboðslega góður skóli að fá að þefa af einum Íslandsmeistaratitli snemma og þurfa ekki að bíða eftir honum. Það gefur honum sjálfstraust.“ En hversu langt telur Óli að strákurinn geti náð á sínum ferli? „Ég vona að hann komist út núna fljótlega og skili sínu með Völsurunum, skilji sáttur. Hvort sem hann fer næsta eða þarnæsta haust breytir kannski ekki öllu. Þetta snýst alltaf um hvar þú ert svona innra. Hvernig þú æfir og hvernig þú passar upp á þig og þá mjakast hlutirnir áfram.“ „Umhverfið skiptir líka máli. Þú þarft að vera með góðan þjálfara og þér þarf að líða vel og þá ertu að vaxa alltaf hægt og rólega.“ Óli hefur verið fastagestur í stúkunni í Valsheimilinu að undanförnu þar sem hann fylgist grannt með stöðu mála hjá syni sínum og liðinu. Hann er nú á leið út þar sem hann mun taka við aðstoðarþjálfarastöðu Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, en hann segir að auðvitað verði það erfitt að fara frá börnunum sínum. „Það verður erfitt fyrir okkur báða. Það er eitt að spila og annað að horfa á strákinn sinn. Þeir vita það sem þekkja það.“ „Það verður erfitt að vera ekki með honum. Það er eitt að tala saman í gegnum einhvern iPad eftir erfiðan tapleik og annað að geta knúsað og tekið eina skák saman og borðað saman og allt það, ég fæ alveg bara smá tár í augun,“ sagði Óli klökkur. „En einhverntíman fljúga börnin úr hreiðrinu og það er hluti af þessari ákvörðun. Hann er orðin tvítugur og einn daginn er hann farinn úr hreiðrinu. Sama með mína elstu sem er 23 ára sem er kannski að fara til Köben eða eitthvað. En við erum með eina 14 ára sem verður eitthvað með okkur áfram. En tíminn líður og já, það er erfitt að fara frá börnunum sínum,“ sagði Óli að lokum. Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Íslenski handboltinn Valur Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Bestu mælistikurnar eru eiginlega bara þegar maður sér hvernig hann er að æfa og hvernig hann lætur í leikjum og bara hvernig hann hugsar um sig. Það eru bara mælistikurnar og þær eru allar frábærar,“ sagði Óli um son sinn og hvað það er sem gerir Einar að góðum handboltamanni. „Hann er ógeðslega duglegur að æfa og finnst þetta gaman. Svo er hann með einhverja töfra líka sem hann hefur mikið úr körfunni. Hann átti þrjú, fjögur góð ár í Valsheimilinu og er að nýta sér það vel.“ Einar Þorsteinn er ekki bara sonur pabba síns, heldur er hann líka bróðursonur Jóns Arnórs Stefánssonar, eins besta körfuboltamanns Íslandssögunnar. Óli segir að það hafi því verið hálf tvísýnt á tímabili hvora íþróttina strákurinn myndi velja. „Já það var alveg spurning á tímabili. Það voru þrjú ár þar sem hann var í báðum íþróttagreinum og maður sá hann eiginlega ekki neitt heima af því hann var á einhverjum tólf til þrettán æfingum á viku.“ „Þetta er svo fallegt þarna í Valsheimilinu að geta bara hoppað yfir tjaldið. Hann var með Finn og Gústa sem voru að þjálfa hann í körfunni og svo varstu með Heimi og Óskar Bjarna og alla þá í handboltanum.“ „En einhvern veginn þá valdi hann handbolta alveg sjálfur og ég hafði ekkert um það að segja.“ Óli segist einnig sjá líkindi með stráknum og sjálfum sér, þá sérstaklega í líkamsbyggingu. „Margt í karakternum er svipað. Að gleyma sér í þessu og elska það sem þú ert að gera. Svo er hann líka svona líkamlega svipaður og ég. Ég var svona ljósastaur lengi framan af og þurfti að hafa mikið fyrir þessu öllu. Hann þarf ábyggilega að gera það líka, en hann gerir það pottþétt og þegar líkaminn fer að jafnast á við þá sterkustu þá fer maður kannski að sjá meira og meira þennan X-factor birtast inni á vellinum.“ Klippa: Óli Stef ræðir um Einar Þorstein Góður skóli að vinna Íslandsmeistaratitil snemma á ferlinum Valsmenn urðu Íslandsmeistarar á seinasta tímabili þar sem Einar Þorsteinn spilaði stórt hlutverk seinni hluta tímabils og Óli segir það mikilvægt fyrir strákinn að vera búinn að landa stórum titli svona snemma á ferlinum. „Úrslitakeppnin í fyrra kom náttúrulega mjög skemmtilega á óvart og hvernig Valsararnir komu inn. Ég held að það hafi komið öllum á óvart. Það er náttúrulega ofboðslega góður skóli að fá að þefa af einum Íslandsmeistaratitli snemma og þurfa ekki að bíða eftir honum. Það gefur honum sjálfstraust.“ En hversu langt telur Óli að strákurinn geti náð á sínum ferli? „Ég vona að hann komist út núna fljótlega og skili sínu með Völsurunum, skilji sáttur. Hvort sem hann fer næsta eða þarnæsta haust breytir kannski ekki öllu. Þetta snýst alltaf um hvar þú ert svona innra. Hvernig þú æfir og hvernig þú passar upp á þig og þá mjakast hlutirnir áfram.“ „Umhverfið skiptir líka máli. Þú þarft að vera með góðan þjálfara og þér þarf að líða vel og þá ertu að vaxa alltaf hægt og rólega.“ Óli hefur verið fastagestur í stúkunni í Valsheimilinu að undanförnu þar sem hann fylgist grannt með stöðu mála hjá syni sínum og liðinu. Hann er nú á leið út þar sem hann mun taka við aðstoðarþjálfarastöðu Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, en hann segir að auðvitað verði það erfitt að fara frá börnunum sínum. „Það verður erfitt fyrir okkur báða. Það er eitt að spila og annað að horfa á strákinn sinn. Þeir vita það sem þekkja það.“ „Það verður erfitt að vera ekki með honum. Það er eitt að tala saman í gegnum einhvern iPad eftir erfiðan tapleik og annað að geta knúsað og tekið eina skák saman og borðað saman og allt það, ég fæ alveg bara smá tár í augun,“ sagði Óli klökkur. „En einhverntíman fljúga börnin úr hreiðrinu og það er hluti af þessari ákvörðun. Hann er orðin tvítugur og einn daginn er hann farinn úr hreiðrinu. Sama með mína elstu sem er 23 ára sem er kannski að fara til Köben eða eitthvað. En við erum með eina 14 ára sem verður eitthvað með okkur áfram. En tíminn líður og já, það er erfitt að fara frá börnunum sínum,“ sagði Óli að lokum. Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Íslenski handboltinn Valur Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira