Mikilvægt að eiga heiðarleg samskipti um dauðann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. mars 2022 14:15 Rósa Kristjánsdóttir djákni og hjúkrunarfræðingur er nýjasti gestur Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Vísir/Vilhelm „Maður er forréttindamanneskja að fá að vera í þessu starfi. Að fá að vera í þessu hlutverki og fá að sitja með þessu fólki,“ segir Rósa Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og djákni á Landspítalanum. Rósa hefur áratuga reynslu af sálgæslu og að styðja við fólk á erfiðum tímum í lífi þeirra, þar á meðal einstaklingum sem greinast með krabbamein. Rósa hefur starfað í heilbrigðiskerfinu frá árinu 1974 og sem djákni frá árinu 1995. Hún var einnig einn stofnanda Dauðakaffisins. Í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein ræðir Rósa við Sigríði Þóru um mikilvægi þess að ræða um dauðann og hennar reynslu sem djákni. „Það þarf að vera traust á milli okkar, starfsfólksins á pítalanum, og fjölskyldunnar. Það þarf að vera leyfi til að spyrja allra spurninganna. Við svörum því sem við getum en við erum líka fólk til að segja „Ég veit það ekki“ og óvissan er nátturúlega fólgin í því.“ Rósa segir að í því felist öryggi, sem er mikilvægt þegar fólk er í svona erfiðum aðstæðum. Nauðsynlegt að ræða lífslokin „Allar tilfinningar eru svo eðlilegar og þurfa að fá að hafa sinn framgang þegar við erum á ákveðnum stöðum í lífinu,“ segir Rósa um það að margir upplifa reiði eftir svona áfall eins og krabbameinsgreiningu. Það sé þó mikilvægt að leyfa reiðinni ekki að grassera líkt og arfa í garði. „Það er oft sagt að fólk sé biturt og reitt og það er full ástæða til að virða það. En það er ótrúlega mikilvægt, ef fólk vill reyna að vinna úr því, að vera ekki þar.“ En er dauðinn tabú? Rósa hvetur fólk til þess að eiga heiðarleg og opin samskipti við fólkið í kringum sig um lífslokin, börn sem fullorðna, hvort sem fólk glímir við alvarlega sjúkdóma eða ekki. „Maður er opinn og heiðarlegur og talar um dauðann við börnin, gefur þeim færi á að vera með“ útskýrir Rósa. „Heiðarleg og opin samskipti eru í mínum huga það er það sem í öllu þessu þarf að gera. Á milli hjóna sem eru á þessum stað, þar sem að annar aðillinn er að deyja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum. Krafts hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein kemur út á föstudögum á Lífinu á Vísi. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Er dauðinn tabú? Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56 Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54 Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Sjá meira
Rósa hefur starfað í heilbrigðiskerfinu frá árinu 1974 og sem djákni frá árinu 1995. Hún var einnig einn stofnanda Dauðakaffisins. Í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein ræðir Rósa við Sigríði Þóru um mikilvægi þess að ræða um dauðann og hennar reynslu sem djákni. „Það þarf að vera traust á milli okkar, starfsfólksins á pítalanum, og fjölskyldunnar. Það þarf að vera leyfi til að spyrja allra spurninganna. Við svörum því sem við getum en við erum líka fólk til að segja „Ég veit það ekki“ og óvissan er nátturúlega fólgin í því.“ Rósa segir að í því felist öryggi, sem er mikilvægt þegar fólk er í svona erfiðum aðstæðum. Nauðsynlegt að ræða lífslokin „Allar tilfinningar eru svo eðlilegar og þurfa að fá að hafa sinn framgang þegar við erum á ákveðnum stöðum í lífinu,“ segir Rósa um það að margir upplifa reiði eftir svona áfall eins og krabbameinsgreiningu. Það sé þó mikilvægt að leyfa reiðinni ekki að grassera líkt og arfa í garði. „Það er oft sagt að fólk sé biturt og reitt og það er full ástæða til að virða það. En það er ótrúlega mikilvægt, ef fólk vill reyna að vinna úr því, að vera ekki þar.“ En er dauðinn tabú? Rósa hvetur fólk til þess að eiga heiðarleg og opin samskipti við fólkið í kringum sig um lífslokin, börn sem fullorðna, hvort sem fólk glímir við alvarlega sjúkdóma eða ekki. „Maður er opinn og heiðarlegur og talar um dauðann við börnin, gefur þeim færi á að vera með“ útskýrir Rósa. „Heiðarleg og opin samskipti eru í mínum huga það er það sem í öllu þessu þarf að gera. Á milli hjóna sem eru á þessum stað, þar sem að annar aðillinn er að deyja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum. Krafts hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein kemur út á föstudögum á Lífinu á Vísi. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Er dauðinn tabú?
Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56 Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54 Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Sjá meira
„Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56
Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54
Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01