Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 13:17 Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar/TBWA, segist hafa góð sambönd og aðstöðu. Hann hafi því verið boðinn og búinn til að leggja eitthvað af mörkum. Aðsend Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. Valgeir Magnússon stjórnarformaður auglýsingastofunnar segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum Sveini Rúnari Sigurðssyni lækni. Tvær úkraínskar konur og þrjú börn dvelja á heimili Sveins og Maríu Vygovsku eftir flótta frá Úkraínu hvar feðurnir urðu eftir vegna herkvaðningar. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir hitti fólkið við komuna til Íslands aðfaranótt fimmtudags eftir langt og strangt ferðalag frá Úkraínu. „Við eigum geggjaðan sal sem stendur auður á kvöldin. Við ætlum að hafa opið frá 18 til 20 alla virku daga á næstunni og reyna að búa til samkomustað fyrir fólk frá Úkraínu,“ segir Valgeir. Þar geti fólk mætt með börnin sín, farið yfir málin og talað sig í gegnum tilfinningar sínar, hvert við annað eins og Valgeir kemst að orði. „Að þau hafi einhvern griðastað.“ Hann hvetur Úkraínufólk og aðstandendur til að mæta. Hann segist hafa rætt við ýmsa aðila varðandi að útvega mat. KFC ætli að ríða á vaðið í kvöld og segist Valgeir eiga von á hátt í hundrað manns. Svo sé von á því að fólki fjölgi mjög hratt næstu daga og vikur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra virkjaði í gær 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna, og þarf ekki að fara í gegnum umsóknarferli. Dómsmálaráðherra kynnti þessa ákvörðun fyrir ríkisstjórninni á fundi hennar í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útskýrði þessa breytingu í samtali við fréttastofu í morgun. Valgeir segir að hausinn hafi farið á fullt í heimsókn sinni til Sveins og fjölskyldu í gær. Þar hafi líka safnast upp ýmis leikföng fyrir börn og Valgeir býður upp á að leikföngin berist auglýsingastofunni. Þá geti börnin valið sér leikföng í kvöldverðartímanum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hjálparstarf Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00 Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Valgeir Magnússon stjórnarformaður auglýsingastofunnar segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum Sveini Rúnari Sigurðssyni lækni. Tvær úkraínskar konur og þrjú börn dvelja á heimili Sveins og Maríu Vygovsku eftir flótta frá Úkraínu hvar feðurnir urðu eftir vegna herkvaðningar. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir hitti fólkið við komuna til Íslands aðfaranótt fimmtudags eftir langt og strangt ferðalag frá Úkraínu. „Við eigum geggjaðan sal sem stendur auður á kvöldin. Við ætlum að hafa opið frá 18 til 20 alla virku daga á næstunni og reyna að búa til samkomustað fyrir fólk frá Úkraínu,“ segir Valgeir. Þar geti fólk mætt með börnin sín, farið yfir málin og talað sig í gegnum tilfinningar sínar, hvert við annað eins og Valgeir kemst að orði. „Að þau hafi einhvern griðastað.“ Hann hvetur Úkraínufólk og aðstandendur til að mæta. Hann segist hafa rætt við ýmsa aðila varðandi að útvega mat. KFC ætli að ríða á vaðið í kvöld og segist Valgeir eiga von á hátt í hundrað manns. Svo sé von á því að fólki fjölgi mjög hratt næstu daga og vikur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra virkjaði í gær 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna, og þarf ekki að fara í gegnum umsóknarferli. Dómsmálaráðherra kynnti þessa ákvörðun fyrir ríkisstjórninni á fundi hennar í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útskýrði þessa breytingu í samtali við fréttastofu í morgun. Valgeir segir að hausinn hafi farið á fullt í heimsókn sinni til Sveins og fjölskyldu í gær. Þar hafi líka safnast upp ýmis leikföng fyrir börn og Valgeir býður upp á að leikföngin berist auglýsingastofunni. Þá geti börnin valið sér leikföng í kvöldverðartímanum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hjálparstarf Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00 Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00
Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29