Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Læknablaðsins.
Þar er meðal annars rætt við Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, sem segir fjárframlagið jafngilda þriðjungi þeirrar upphæðar sem það myndi kosta að ljúka við frágang svokallaðrar K-byggingar við Hringbraut og flytja þangað nýja dagdeild blóð- og krabbameinslækninga.
Dagdeildin í núverandi mynd er löngu spurning, segir Halla en ekki er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir blóð- og krabbameinsdeild á nýjum Landspítala.
Halla segir viðræður Krabbameinsfélagsins og stjórnvalda um málið hafa staðið yfir í um tvö ár en eftir fund með nýjum heilbrigðisráðherra í ársbyrjun, hafi félagið fengið þau svör að heildarendurskoðun á húsnæði spítalans stæði yfir.
Ákvörðun um framhaldið yrði byggð á þarfagreiningu sem myndi fara fram í kjölfarið.
Agnes Smáradóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítalanum, og Signý Vala Sveinsdóttir, yfirlæknir blóðlækninga, eru báðar fylgjandi hugmyndum Krabbameinsfélagsins.
„Aðstaðan er algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk,“ segir Signý. „Við styðjum málið heilshugar,“ segir Agnes.