Landsvirkjun fyrir almannahag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 2. mars 2022 07:31 Fyrir um tveimur árum viðraði ég fyrst þá skoðun opinberlega að til greina kæmi að ríkið seldi lífeyrissjóðum landsins 30-40% hlut í Landsvirkjun en með ströngum skilyrðum. Þetta gerði ég þá sem ég formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hugmyndin var innlegg mitt í umræður um langtímafjárfestingar lífeyrissjóða á Íslandi og eignarhald fyrirtækisins yrði þannig áfram hjá almenningi. Hvorki þá né nú er ég þeirrar skoðunar að Landsvirkjun verði seld með manni og mús, enda var ég þá og er enn algjörlega andvíg því að þetta lykilfyrirtæki í orkuframleiðslu landsmanna verði einkavætt. Það er hvellskýrt í mínum huga. Á forsíðu 24. febrúar síðastliðin er því slegið hins vegar upp á forsíðu Fréttablaðsins að formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telji koma til greina að „selja stóran hlut í Landsvirkjun“. Í framhaldinu skapaðist umræða um málið, sem er af hinu góða. En þegar ég nú les á samfélagsmiðlum, og heyri út undan mér fullyrðingar um, að Guðrún Hafsteinsdóttir vilji „selja Landsvirkjun og einkavæða hana“ er ástæða til að staldra við og ítreka fáein atriði. Það eina sem fyrir mér vakti á sínum tíma var að efna til umræðu hvort minnihluti í Landsvirkjun gæti ekki verið álitlegur kostur til að gera tvennt: a) Annars vegar að ríkið innleysti fjármuni til að nýta í bráðnauðsynlega innviðauppbyggingu og b) að gefa lífeyrissjóðum færi á stórri og álitlegri fjárfestingu í almannaþágu hérlendis. Enda er þörf á umsvifamiklum fjárfestingakostum fyrir sístækkandi lífeyriskerfi. Hvort tveggja hugsað með hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi. Ég fer þó ekki um grafgötur með það að þessar vangaveltur tengjast auðvitað þeirri lífsskoðun minni að óhætt sé og nauðsynlegt að spyrja spurninga um hlutverk ríkisins í atvinnurekstri yfirleitt. Oft hef ég nefnt heilbrigðiskerfið og hvatt til þess að ríkið virði í verki einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni og stuðli að samvinnu ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja, landsmönnum til góðs. Nærtækt er að nefna samstarf af því tagi sem blessunarlega tókst að koma á í COVID-faraldrinum og skilaði ómældum árangri í baráttu gegn veirunni. Grunnkerfi samfélagsins eigum við að reka saman, hvort heldur er varða orku, heilbrigðisþjónustu eða menntun, svo dæmi séu tekin. Á öllum þessum sviðum er hins vegar einkarekstur líka við lýði og á að vera. Mér finnst rétt í ljósi umræðunnar að ítreka þetta enda um grundvallaratriði að ræða. Höfundur er 1. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Landsvirkjun Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Lífeyrissjóðir Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur árum viðraði ég fyrst þá skoðun opinberlega að til greina kæmi að ríkið seldi lífeyrissjóðum landsins 30-40% hlut í Landsvirkjun en með ströngum skilyrðum. Þetta gerði ég þá sem ég formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hugmyndin var innlegg mitt í umræður um langtímafjárfestingar lífeyrissjóða á Íslandi og eignarhald fyrirtækisins yrði þannig áfram hjá almenningi. Hvorki þá né nú er ég þeirrar skoðunar að Landsvirkjun verði seld með manni og mús, enda var ég þá og er enn algjörlega andvíg því að þetta lykilfyrirtæki í orkuframleiðslu landsmanna verði einkavætt. Það er hvellskýrt í mínum huga. Á forsíðu 24. febrúar síðastliðin er því slegið hins vegar upp á forsíðu Fréttablaðsins að formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telji koma til greina að „selja stóran hlut í Landsvirkjun“. Í framhaldinu skapaðist umræða um málið, sem er af hinu góða. En þegar ég nú les á samfélagsmiðlum, og heyri út undan mér fullyrðingar um, að Guðrún Hafsteinsdóttir vilji „selja Landsvirkjun og einkavæða hana“ er ástæða til að staldra við og ítreka fáein atriði. Það eina sem fyrir mér vakti á sínum tíma var að efna til umræðu hvort minnihluti í Landsvirkjun gæti ekki verið álitlegur kostur til að gera tvennt: a) Annars vegar að ríkið innleysti fjármuni til að nýta í bráðnauðsynlega innviðauppbyggingu og b) að gefa lífeyrissjóðum færi á stórri og álitlegri fjárfestingu í almannaþágu hérlendis. Enda er þörf á umsvifamiklum fjárfestingakostum fyrir sístækkandi lífeyriskerfi. Hvort tveggja hugsað með hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi. Ég fer þó ekki um grafgötur með það að þessar vangaveltur tengjast auðvitað þeirri lífsskoðun minni að óhætt sé og nauðsynlegt að spyrja spurninga um hlutverk ríkisins í atvinnurekstri yfirleitt. Oft hef ég nefnt heilbrigðiskerfið og hvatt til þess að ríkið virði í verki einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni og stuðli að samvinnu ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja, landsmönnum til góðs. Nærtækt er að nefna samstarf af því tagi sem blessunarlega tókst að koma á í COVID-faraldrinum og skilaði ómældum árangri í baráttu gegn veirunni. Grunnkerfi samfélagsins eigum við að reka saman, hvort heldur er varða orku, heilbrigðisþjónustu eða menntun, svo dæmi séu tekin. Á öllum þessum sviðum er hins vegar einkarekstur líka við lýði og á að vera. Mér finnst rétt í ljósi umræðunnar að ítreka þetta enda um grundvallaratriði að ræða. Höfundur er 1. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun