Baldvin Þór þrefaldur meistari um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 16:30 Baldvin Þór Magnússon sést hér efstur á palli um helgina. Instagram/@emuxc_tf Millivegahlauparinn Baldvin Þór Magnússon varð um helgina þrefaldur svæðismeistari MAC í frjálsíþróttakeppni bandarísku háskólanna en meistaramótið fór fram í Kent í Ohio fylki. Baldvin var valinn „Men’s Most Valuable Performer“ eða mikilvægasti keppandinn og sigraði karlalið Eastern Michigan University stigakeppnina á mótinu. View this post on Instagram A post shared by EMU XC/TF (@emuxc_tf) Baldvin hóf keppnina á undanrásum í 800 metra hlaupi og kom í mark á 1:56,65 mín. sem var fjórði besti tíminn inn í úrslitin. Næsta grein var 5000 metra hlaup þar sem hann kom í mark á 14:21,21 mín. Á seinni degi meistaramótsins sigraði hann í Míluhlaupi þar sem hann kom í mark á tímanum 4:07,00 mín. Næsta grein var 800 metra úrslit þar sem hann vann sig upp um eitt sæti og fékk bronsið. Hann kom í mark á tímanum 1:53,04 mín. Síðasta grein Baldvins var 3000 metra hlaup þar sem hann sigraði á tímanum 8:20,72 mín. Frjálsíþróttasamband Íslands fór yfir árangur íslenska afreksfólksins um helgina en Ísland á flotta fulltrúa úti í bandarískum háskólum. Trausti Þór Þorsteins mætti aftur á brautina eftir meiðsli og opnaði tímabilið á glæsilegum tíma í 3000 metra hlaupi á Boston University Last Chance Meet. Trausti kom ellefti í mark á tímanum 7:58,94 mín. sem er risabæting hjá honum en hann átti áður best 8:16,17 mín. Þessi tími er annar besti tími frá upphafi innanhúss í 3000 metra hlaupi karla. Erna Sóley Gunnarsdóttir var einnig á meðal keppenda á Boston mótinu og sigraði hún í kúluvarpi kvenna með kast upp á 16,70 metra. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppti í lóðkasti á Atlantic 10 Conference Indoor Championships í Fairfax í Virginia fylki á laugardag. Hún kastaði lóðinu 17,38 metra og hafnaði í 6. Sæti. Kvennalið Virginia Commonwealth University unnu stigakeppnina. Óliver Máni Samúelsson og Dagur Andri Einarsson kepptu á G-MAC Indoor Championships í Findlay í Ohio fylki. Í 60 metra hlaupi kom Dagur í mark á tímanum 7.10 sek. sem skilaði honum 18. sætinu. Óliver kom í mark á tímanum 7.17 sek. og hafnaði í 23. sæti. Óliver var hraðastur allra í undanrásum í 200 metra hlaupi og kom í mark á 22,33 sek. Í úrslitunum varð Óliver fjórði á tímanum 22.32 sek. Hekla Sif Magnúsdóttir keppti í þremur stökkgreinum á Lone Star Conference Indoor Championships sem fór fram í Lubbock í Texas fylki. Hekla bætti sinn persónulega árangur í langstökki og stökk lengst 5,57 metra sem skilaði henni fjórða sætinu. Í hástökki fór hún 1,62 metra og hafnaði í sjötta sæti. Í þrístökki hafnaði hún einnig í fjórða sæti og stökk lengst 11,75 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Baldvin var valinn „Men’s Most Valuable Performer“ eða mikilvægasti keppandinn og sigraði karlalið Eastern Michigan University stigakeppnina á mótinu. View this post on Instagram A post shared by EMU XC/TF (@emuxc_tf) Baldvin hóf keppnina á undanrásum í 800 metra hlaupi og kom í mark á 1:56,65 mín. sem var fjórði besti tíminn inn í úrslitin. Næsta grein var 5000 metra hlaup þar sem hann kom í mark á 14:21,21 mín. Á seinni degi meistaramótsins sigraði hann í Míluhlaupi þar sem hann kom í mark á tímanum 4:07,00 mín. Næsta grein var 800 metra úrslit þar sem hann vann sig upp um eitt sæti og fékk bronsið. Hann kom í mark á tímanum 1:53,04 mín. Síðasta grein Baldvins var 3000 metra hlaup þar sem hann sigraði á tímanum 8:20,72 mín. Frjálsíþróttasamband Íslands fór yfir árangur íslenska afreksfólksins um helgina en Ísland á flotta fulltrúa úti í bandarískum háskólum. Trausti Þór Þorsteins mætti aftur á brautina eftir meiðsli og opnaði tímabilið á glæsilegum tíma í 3000 metra hlaupi á Boston University Last Chance Meet. Trausti kom ellefti í mark á tímanum 7:58,94 mín. sem er risabæting hjá honum en hann átti áður best 8:16,17 mín. Þessi tími er annar besti tími frá upphafi innanhúss í 3000 metra hlaupi karla. Erna Sóley Gunnarsdóttir var einnig á meðal keppenda á Boston mótinu og sigraði hún í kúluvarpi kvenna með kast upp á 16,70 metra. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppti í lóðkasti á Atlantic 10 Conference Indoor Championships í Fairfax í Virginia fylki á laugardag. Hún kastaði lóðinu 17,38 metra og hafnaði í 6. Sæti. Kvennalið Virginia Commonwealth University unnu stigakeppnina. Óliver Máni Samúelsson og Dagur Andri Einarsson kepptu á G-MAC Indoor Championships í Findlay í Ohio fylki. Í 60 metra hlaupi kom Dagur í mark á tímanum 7.10 sek. sem skilaði honum 18. sætinu. Óliver kom í mark á tímanum 7.17 sek. og hafnaði í 23. sæti. Óliver var hraðastur allra í undanrásum í 200 metra hlaupi og kom í mark á 22,33 sek. Í úrslitunum varð Óliver fjórði á tímanum 22.32 sek. Hekla Sif Magnúsdóttir keppti í þremur stökkgreinum á Lone Star Conference Indoor Championships sem fór fram í Lubbock í Texas fylki. Hekla bætti sinn persónulega árangur í langstökki og stökk lengst 5,57 metra sem skilaði henni fjórða sætinu. Í hástökki fór hún 1,62 metra og hafnaði í sjötta sæti. Í þrístökki hafnaði hún einnig í fjórða sæti og stökk lengst 11,75 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti