„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2022 13:30 Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir verið að skoða hvernig hægt sé að bregðast við því að útflutningur til Úkraínu hafi stöðvast vegna átaka. Matvælaráðherra segir málið ekki hafa ratað á sitt bortð Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. Síldarvinnslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að útgerðin væri með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hefði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. „Úkraína er mikilvægur markaður fyrir íslenskan uppsjávarfisk og kom mjög sterkur inn eftir að viðskiptabann var sett á Rússland eftir innlimun Rússa á Krímsskaganum. Það ríkir bara fullkomin óvissa um framtíð krafna og markaðar þarna núna eftir að stríðið hófst,“ segir Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar. „Það er of snemmt að meta einhver langtíma áhrif af þessu. Auðvitað erum við öll á bæn um það að þessar hörmungar gangi yfir sem fyrst, “ segir hann. Í Innherja á Vísi í dag kemur fram að útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Þar segir forstjóri Iceland Seafood International mikla óvissu með framtíðina. Gunnþór segir þetta fyrst og fremst tjón fyrir þau fyrirtæki sem flytja út uppsjávarfisk. „Þetta er mikilvægur markaður fyrir íslenskan uppsjávarfisk, ætla má að við flytjum út um níu til ellefu milljarða á þennan markað á ári hverju. Þetta vegur eitthvað í heildarútflutningstekjum en er ekki stór þáttur þó þetta sé stór biti fyrir þau fyrirtæki sem eru í uppsjávarfiski,“ segir Gunnþór. Ekki komið inn á borð matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var spurð að loknum ríkisstjórnarfundi hvort hún væri að fylgjast með stöðunni með tilliti til sjávarútvegsins. Hún svaraði því til að þetta tiltekna mál hefði ekki borist inn á hennar borð en að ráðuneytið fylgdist með. Mannúðarmálin séu fyrst og fremst það sem hún hafi hugann við. Skipi með afla Síldarvinnslunnar sem seldur hafði verið til Úkraínu var snúið við í Svartahafi í síðustu viku eftir að átökin hófust. Gunnþór segir að útilokað hafi verið að halda áfram ferð skipsins. „Það er auðvitað allt í uppnámi þannig að þetta voru viðbrögð í samráði við okkar viðskiptavin sem átti að taka við skipinu í Úkraínu,“ segir hann. Aðspurður um hvernig staðan sé núna, hvort fyrirsjáanlegt sé að koma aflanum á markað á næstu dögum eða vikum svarar Gunnþór. „Þetta er verkefni sem tekur tíma að vinna sig út úr.“ Hefur áhrif á allt íslenskt atvinnulíf Hann segir að stríðið hafi áhrif á alla afkomu sjávarútvegsfyrirtækja „Þetta stríð og þessar hörmungar hafa áhrif á alla markaði og við erum að sjá í olíuverði og slíku að það þrengir víða að. Auk þess erum við að sjá hækkun í öllum flutningskostnaði og öllum aðföngum þannig að þetta hefur alls staðar áhrif,“ segir hann. Hlutabréf í Síldarvinnslunni lækkuðu í Kauphöllinni í gær um 5% og höfðu lækkað um 0.22% klukkan 13 í dag. Gunnþór segir fyrst og fremst horft til lengri tíma þegar kemur að hlutabréfum í fyrirtækinu. „Við rekum fyrirtæki með ákveðna langtímasýn í huga og auðvitað koma svona sveiflur. Íslenskur markaður gengur í gegnum hæðir og lægðir og við erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf,“ segir hann. Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Iceland Seafood Síldarvinnslan Tengdar fréttir Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Síldarvinnslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að útgerðin væri með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hefði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. „Úkraína er mikilvægur markaður fyrir íslenskan uppsjávarfisk og kom mjög sterkur inn eftir að viðskiptabann var sett á Rússland eftir innlimun Rússa á Krímsskaganum. Það ríkir bara fullkomin óvissa um framtíð krafna og markaðar þarna núna eftir að stríðið hófst,“ segir Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar. „Það er of snemmt að meta einhver langtíma áhrif af þessu. Auðvitað erum við öll á bæn um það að þessar hörmungar gangi yfir sem fyrst, “ segir hann. Í Innherja á Vísi í dag kemur fram að útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Þar segir forstjóri Iceland Seafood International mikla óvissu með framtíðina. Gunnþór segir þetta fyrst og fremst tjón fyrir þau fyrirtæki sem flytja út uppsjávarfisk. „Þetta er mikilvægur markaður fyrir íslenskan uppsjávarfisk, ætla má að við flytjum út um níu til ellefu milljarða á þennan markað á ári hverju. Þetta vegur eitthvað í heildarútflutningstekjum en er ekki stór þáttur þó þetta sé stór biti fyrir þau fyrirtæki sem eru í uppsjávarfiski,“ segir Gunnþór. Ekki komið inn á borð matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var spurð að loknum ríkisstjórnarfundi hvort hún væri að fylgjast með stöðunni með tilliti til sjávarútvegsins. Hún svaraði því til að þetta tiltekna mál hefði ekki borist inn á hennar borð en að ráðuneytið fylgdist með. Mannúðarmálin séu fyrst og fremst það sem hún hafi hugann við. Skipi með afla Síldarvinnslunnar sem seldur hafði verið til Úkraínu var snúið við í Svartahafi í síðustu viku eftir að átökin hófust. Gunnþór segir að útilokað hafi verið að halda áfram ferð skipsins. „Það er auðvitað allt í uppnámi þannig að þetta voru viðbrögð í samráði við okkar viðskiptavin sem átti að taka við skipinu í Úkraínu,“ segir hann. Aðspurður um hvernig staðan sé núna, hvort fyrirsjáanlegt sé að koma aflanum á markað á næstu dögum eða vikum svarar Gunnþór. „Þetta er verkefni sem tekur tíma að vinna sig út úr.“ Hefur áhrif á allt íslenskt atvinnulíf Hann segir að stríðið hafi áhrif á alla afkomu sjávarútvegsfyrirtækja „Þetta stríð og þessar hörmungar hafa áhrif á alla markaði og við erum að sjá í olíuverði og slíku að það þrengir víða að. Auk þess erum við að sjá hækkun í öllum flutningskostnaði og öllum aðföngum þannig að þetta hefur alls staðar áhrif,“ segir hann. Hlutabréf í Síldarvinnslunni lækkuðu í Kauphöllinni í gær um 5% og höfðu lækkað um 0.22% klukkan 13 í dag. Gunnþór segir fyrst og fremst horft til lengri tíma þegar kemur að hlutabréfum í fyrirtækinu. „Við rekum fyrirtæki með ákveðna langtímasýn í huga og auðvitað koma svona sveiflur. Íslenskur markaður gengur í gegnum hæðir og lægðir og við erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf,“ segir hann.
Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Iceland Seafood Síldarvinnslan Tengdar fréttir Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16