Hver er Vólódímír Selenskí? Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 11:10 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í stríðinu gegn Rússum. Getty/Anadolu Agency Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. En hver er þessi maður? Maðurinn sem ekki nokkur maður utan heimalands hans þekkti til fyrr en fyrir þremur árum. Heldur fólkinu upplýstu á samfélagsmiðlum Selenskí hefur undanfarna daga vakið gríðarlega athygli fyrir regluleg ávörp sín, sem hann hefur sent út á samfélagsmiðlum. Þar hefur hann hvatt landa sína áfram og hughreyst þá þegar óvisssan hefur verið mikil. „Heimurinn hefur séð að Úkraínumenn eru sterkir,“ sagði hann í ávarpi á föstudag, á öðrum degi innrásar Rússa. „Úkraínumenn eru hugrakkir. Úkraínumenn eru í föðurlandi sínu og munu aldrei gefa það öðrum.“ Hann hefur þar að auki notað samfélagsmiðla til að upplýsa þjóð sína um stöðu mála. Til dæmis sagði hann í ávarpi sem birtist á Twitter á laugardagsmorgun að fólk ætti ekki að trúa falsfréttum Rússa um að hann hafi fyrirskipað hernum að leggja niður vopn. Не вірте фейкам. pic.twitter.com/wiLqmCuz1p— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 26, 2022 „Ég er hér,“ sagði hann staddur fyrir utan úkraínska þinghúsið í Kænugarði. „Við leggjum ekki niður vopn okkar. Við munum verja landið okkar vegna þess að sannleikurinn er vopn okkar, og sannleikurinn er sá að þetta er okkar land, okkar ríki, okkar börn og við munum verja þetta allt.“ Þá hefur Selenskí gert það ljóst að hann hyggist ekki yfirgefa heimaland sitt, þrátt fyrir stöðu sína og þá hættu sem hann er í vegna hennar. Greint var frá því í gær að Rússar hafi sent rúmlega fjögur hundruð málaliða til Kænugarðs til að ráða Selenskí af dögum. Þá hefur Selenskí sjálfur sagt að hann og fjölskylda hans séu helstu skotmörk Rússa. Þrátt fyrir þetta afþakkaði hann boð Bandaríkjamanna um að koma honum frá Úkraínu og er sagður hafa sagt: „Mig vantar skotvopn, ekki far.“ Þjónn fólksins og forseti á skjánum Þrátt fyrir stuttan stjórnmálaferil er Selenskí ekki alls óvanur því að vera í sviðsljósinu. Áður en honum datt yfir höfuð í hug að bjóða sig fram til forseta sinnti hann hlutverkinu á sjónvarpsskjám landsmanna. Selenskí er og var grínisti og leikari áður en hann fór að taka til sín á stjórnmálasviðinu og tók meðal annars þátt í úkraínsku útgáfunni af Allir geta dansað árið 2006 og vann keppnina. so apparently Zelenskyy won the Ukrainian version of Dancing with the Stars in 2006 and the tape is even better than whatever you're imagining pic.twitter.com/L1gnKD2ISr— Kat Abu (@abughazalehkat) February 27, 2022 Selenskí var þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínþáttunum Þjónn fólksins (e. Servant of the People) þar sem hann lék kennara sem varð forseti landsins eftir að eldræða hans um spillingu innan stjórnkerfisins fór á flug á samfélagsmiðlum. Í framboðinu gerði hann mikið úr þáttunum og stofnaði flokk, sem ber sama heiti og þættirnir: Þjónn fólksins. Fáir höfðu trú á því að þessi grínisti myndi bera sigur úr bítum í kosningunum, enda í framboði gegn þáverandi forseta Petro Poroshenko. Selenskí hafði engin skýr stefnumál eða kosningaloforð. Kosningabaráttan samastóð af grínmyndböndum, sem hann birti á Instagram, og uppistandsviðburðum, frekar en framboðskynningum. Svo fór þó að hann bar sigur úr bítum, með meira en 70% greiddra atkvæða. Ætlaði að semja frið við Rússa Selenskí er 44 ára gamall, tveggja barna faðir, og ólst upp í Kryvyi Rih í suðausturhluta Úkraínu. Hann er af gyðingaættum og margir fjölskyldumeðlimir hans urðu fórnarlömb nasista í Helförinni í síðari heimsstyrjöld. Afi hans barðist fyrir Sovétríkin gegn nasistum í Þýskalandi. Selenskí er þar að auki rússneskumælandi og var það eitt fárra kosningaloforða hans að semja um frið við aðskilnaðarsinna í austri og Rússa, sem frá árinu 2014 hafa stjórnað Krímskaga. Það hefur þó verið kosningaloforð eiginlega, ef ekki allra sem hafa boðið sig fram í embættið frá innlimun Rússa á skaganum 2014. „Hvernig get ég verið nasisti?“ Frá því að Selenskí tók við embætti forseta hefur spennan þó stigmagnast með hverju árinu, sem hún hafði vissulega verið að gera í mörg ár á undan. Rússar hafa litið á hernaðarviðveru Bandaríkjanna í Úkraínu sem útrás Atlantshafsbandalagsins, Nato, til austurs, sem Rússar líta á mikla ógn við sig. Vladimír Pútín Rússlandsforseti, og aðrir stjórnmálamenn í Rússlandi, hafa gengið svo langt á síðustu dögum að saka úkraínsk yfirvöld um nýnasisma, sem margir telja þó aðeins afsökun Pútíns fyrir innrás í landið. Selenskí hefur mótmælt þeim ásökunum. „Úkraína sem þú segir frá og Úkraína í veruleikanum eru tvö mjög ólík lönd og meginmunurinn er sá að okkar útgáfa af Úkraínu er sönn. Þú segir að við séum nasistar en hvernig getur fólk sem missti átta milljónir manna í stríðinu gegn nasistum stutt nasisma?“ sagði hann í ávarpi á fimmtudag. „Hvernig get ég verið nasisti? Útskýrðu það fyrir afa mínum sem barðist í stríði í sovéska hernum og dó sem ofursti í sjálfstæðri Úkraínu,“ sagði hann. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fréttaskýringar Tengdar fréttir Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02 Pútín missir svarta beltið sitt Íþróttaheimurinn keppist nú við að loka á Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu. Það hefur líka áhrif á íþróttaafrek Vladimírs Pútín. 1. mars 2022 10:30 Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
En hver er þessi maður? Maðurinn sem ekki nokkur maður utan heimalands hans þekkti til fyrr en fyrir þremur árum. Heldur fólkinu upplýstu á samfélagsmiðlum Selenskí hefur undanfarna daga vakið gríðarlega athygli fyrir regluleg ávörp sín, sem hann hefur sent út á samfélagsmiðlum. Þar hefur hann hvatt landa sína áfram og hughreyst þá þegar óvisssan hefur verið mikil. „Heimurinn hefur séð að Úkraínumenn eru sterkir,“ sagði hann í ávarpi á föstudag, á öðrum degi innrásar Rússa. „Úkraínumenn eru hugrakkir. Úkraínumenn eru í föðurlandi sínu og munu aldrei gefa það öðrum.“ Hann hefur þar að auki notað samfélagsmiðla til að upplýsa þjóð sína um stöðu mála. Til dæmis sagði hann í ávarpi sem birtist á Twitter á laugardagsmorgun að fólk ætti ekki að trúa falsfréttum Rússa um að hann hafi fyrirskipað hernum að leggja niður vopn. Не вірте фейкам. pic.twitter.com/wiLqmCuz1p— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 26, 2022 „Ég er hér,“ sagði hann staddur fyrir utan úkraínska þinghúsið í Kænugarði. „Við leggjum ekki niður vopn okkar. Við munum verja landið okkar vegna þess að sannleikurinn er vopn okkar, og sannleikurinn er sá að þetta er okkar land, okkar ríki, okkar börn og við munum verja þetta allt.“ Þá hefur Selenskí gert það ljóst að hann hyggist ekki yfirgefa heimaland sitt, þrátt fyrir stöðu sína og þá hættu sem hann er í vegna hennar. Greint var frá því í gær að Rússar hafi sent rúmlega fjögur hundruð málaliða til Kænugarðs til að ráða Selenskí af dögum. Þá hefur Selenskí sjálfur sagt að hann og fjölskylda hans séu helstu skotmörk Rússa. Þrátt fyrir þetta afþakkaði hann boð Bandaríkjamanna um að koma honum frá Úkraínu og er sagður hafa sagt: „Mig vantar skotvopn, ekki far.“ Þjónn fólksins og forseti á skjánum Þrátt fyrir stuttan stjórnmálaferil er Selenskí ekki alls óvanur því að vera í sviðsljósinu. Áður en honum datt yfir höfuð í hug að bjóða sig fram til forseta sinnti hann hlutverkinu á sjónvarpsskjám landsmanna. Selenskí er og var grínisti og leikari áður en hann fór að taka til sín á stjórnmálasviðinu og tók meðal annars þátt í úkraínsku útgáfunni af Allir geta dansað árið 2006 og vann keppnina. so apparently Zelenskyy won the Ukrainian version of Dancing with the Stars in 2006 and the tape is even better than whatever you're imagining pic.twitter.com/L1gnKD2ISr— Kat Abu (@abughazalehkat) February 27, 2022 Selenskí var þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínþáttunum Þjónn fólksins (e. Servant of the People) þar sem hann lék kennara sem varð forseti landsins eftir að eldræða hans um spillingu innan stjórnkerfisins fór á flug á samfélagsmiðlum. Í framboðinu gerði hann mikið úr þáttunum og stofnaði flokk, sem ber sama heiti og þættirnir: Þjónn fólksins. Fáir höfðu trú á því að þessi grínisti myndi bera sigur úr bítum í kosningunum, enda í framboði gegn þáverandi forseta Petro Poroshenko. Selenskí hafði engin skýr stefnumál eða kosningaloforð. Kosningabaráttan samastóð af grínmyndböndum, sem hann birti á Instagram, og uppistandsviðburðum, frekar en framboðskynningum. Svo fór þó að hann bar sigur úr bítum, með meira en 70% greiddra atkvæða. Ætlaði að semja frið við Rússa Selenskí er 44 ára gamall, tveggja barna faðir, og ólst upp í Kryvyi Rih í suðausturhluta Úkraínu. Hann er af gyðingaættum og margir fjölskyldumeðlimir hans urðu fórnarlömb nasista í Helförinni í síðari heimsstyrjöld. Afi hans barðist fyrir Sovétríkin gegn nasistum í Þýskalandi. Selenskí er þar að auki rússneskumælandi og var það eitt fárra kosningaloforða hans að semja um frið við aðskilnaðarsinna í austri og Rússa, sem frá árinu 2014 hafa stjórnað Krímskaga. Það hefur þó verið kosningaloforð eiginlega, ef ekki allra sem hafa boðið sig fram í embættið frá innlimun Rússa á skaganum 2014. „Hvernig get ég verið nasisti?“ Frá því að Selenskí tók við embætti forseta hefur spennan þó stigmagnast með hverju árinu, sem hún hafði vissulega verið að gera í mörg ár á undan. Rússar hafa litið á hernaðarviðveru Bandaríkjanna í Úkraínu sem útrás Atlantshafsbandalagsins, Nato, til austurs, sem Rússar líta á mikla ógn við sig. Vladimír Pútín Rússlandsforseti, og aðrir stjórnmálamenn í Rússlandi, hafa gengið svo langt á síðustu dögum að saka úkraínsk yfirvöld um nýnasisma, sem margir telja þó aðeins afsökun Pútíns fyrir innrás í landið. Selenskí hefur mótmælt þeim ásökunum. „Úkraína sem þú segir frá og Úkraína í veruleikanum eru tvö mjög ólík lönd og meginmunurinn er sá að okkar útgáfa af Úkraínu er sönn. Þú segir að við séum nasistar en hvernig getur fólk sem missti átta milljónir manna í stríðinu gegn nasistum stutt nasisma?“ sagði hann í ávarpi á fimmtudag. „Hvernig get ég verið nasisti? Útskýrðu það fyrir afa mínum sem barðist í stríði í sovéska hernum og dó sem ofursti í sjálfstæðri Úkraínu,“ sagði hann.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fréttaskýringar Tengdar fréttir Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02 Pútín missir svarta beltið sitt Íþróttaheimurinn keppist nú við að loka á Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu. Það hefur líka áhrif á íþróttaafrek Vladimírs Pútín. 1. mars 2022 10:30 Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02
Pútín missir svarta beltið sitt Íþróttaheimurinn keppist nú við að loka á Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu. Það hefur líka áhrif á íþróttaafrek Vladimírs Pútín. 1. mars 2022 10:30
Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27