Vaktin: Hergagnalestin mikla þokast lítið áfram Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 1. mars 2022 06:13 Hergagnalestin mikla hefur lítið hreyfst undanfarin sólarhring. Maxar Technologies via AP Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Fréttastofa heldur áfram að fylgjast með gangi mála með nýjustu tíðindum í vaktinni á Vísi hér að neðan. Samantekt á stöðu mála Nýjar gervihnattamyndir sýna 64 kílómetra langa rússneska hergagnalest sem stefnir í suðurátt í átt að Kænugarði. Þar eiga að vera mörg hundruð skriðdreka, stórskotalið og fleiri herbílar. Hún hefur þó þokast lítið áfram undanfarin sólarhring eða svo. Búist er við því að Rússar setji aukinn kraft í árásir sínar í dag eða á næstu dögum eftir að hafa gert breytingar á undanförnum dögum. Nokkrar borgir í Úkraínu eru sagðar umkringdar rússneskum hermönnum. Borgarstjóri Kænugarðs segist ekki geta sagt hve lengi Úkraínumenn geti varist rússnesku innrásinni lengi, en þó lengi. Borgarstjórinn í Karkív segir að níu óbreyttir borgarar hið minnsta hafi látið lífið í sprengjuárás rússneska hersins í íbúðahverfi í borginni í gær. Rússar eru sakaðir um að beita klasasprengjum gegn almennum borgurum. Þá eru minnst tíu borgarar sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á ráðhús Karkívs í morgun. Forseti Úkraínu segir þessar árásir hryðjuverk. Rússar hafna þeim ásökunum en talsmaður Pútíns segir þær falskar. Nágrannar Úkraínu í Búlgaríu, Póllandi og Slóvakíu ætla að útvega Úkraínumönnum sjötíu orrustuþotur. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að innrásinni verði ekki hætt fyrr en Rússar hafi náð markmiðum sínum. Talsmaður Vladimírs Pútín forseta segir að refsiaðgerðir muni ekki stöðva Rússa. Minnst fimm eru látnir eftir að Rússar skutu eldflaug á sjónvarpsturninn í Kænugarði og minnisvarðann við Babyn Yar, þar sem 33 þúsund gyðingar voru drepnir af nasistum árið 1941. Fulltrúar ESB hafa komið sér saman um hvaða rússnesku fjármálastofnanir fái ekki lengur aðgang að SWIFT-greiðslukerfinu. Forseti Úkraínu segir að ekki sé hægt að ræða frið á milli Rússlands og Úkraínu á meðan loftárásir eru gerðar á úkraínskar borgir og borgara Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni að neðan, en lesa má Vísisvakt gærdagsins og síðustu daga hér.
Samantekt á stöðu mála Nýjar gervihnattamyndir sýna 64 kílómetra langa rússneska hergagnalest sem stefnir í suðurátt í átt að Kænugarði. Þar eiga að vera mörg hundruð skriðdreka, stórskotalið og fleiri herbílar. Hún hefur þó þokast lítið áfram undanfarin sólarhring eða svo. Búist er við því að Rússar setji aukinn kraft í árásir sínar í dag eða á næstu dögum eftir að hafa gert breytingar á undanförnum dögum. Nokkrar borgir í Úkraínu eru sagðar umkringdar rússneskum hermönnum. Borgarstjóri Kænugarðs segist ekki geta sagt hve lengi Úkraínumenn geti varist rússnesku innrásinni lengi, en þó lengi. Borgarstjórinn í Karkív segir að níu óbreyttir borgarar hið minnsta hafi látið lífið í sprengjuárás rússneska hersins í íbúðahverfi í borginni í gær. Rússar eru sakaðir um að beita klasasprengjum gegn almennum borgurum. Þá eru minnst tíu borgarar sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á ráðhús Karkívs í morgun. Forseti Úkraínu segir þessar árásir hryðjuverk. Rússar hafna þeim ásökunum en talsmaður Pútíns segir þær falskar. Nágrannar Úkraínu í Búlgaríu, Póllandi og Slóvakíu ætla að útvega Úkraínumönnum sjötíu orrustuþotur. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að innrásinni verði ekki hætt fyrr en Rússar hafi náð markmiðum sínum. Talsmaður Vladimírs Pútín forseta segir að refsiaðgerðir muni ekki stöðva Rússa. Minnst fimm eru látnir eftir að Rússar skutu eldflaug á sjónvarpsturninn í Kænugarði og minnisvarðann við Babyn Yar, þar sem 33 þúsund gyðingar voru drepnir af nasistum árið 1941. Fulltrúar ESB hafa komið sér saman um hvaða rússnesku fjármálastofnanir fái ekki lengur aðgang að SWIFT-greiðslukerfinu. Forseti Úkraínu segir að ekki sé hægt að ræða frið á milli Rússlands og Úkraínu á meðan loftárásir eru gerðar á úkraínskar borgir og borgara Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni að neðan, en lesa má Vísisvakt gærdagsins og síðustu daga hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent