Lögmál leiksins: „Simmons fer örugglega bara grátandi inn í klefa“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2022 07:00 Ekki voru allir sammála um mikilvægi Ben Simmons. Adam Hunger/Getty Images Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál Leiksins en þar er farið yfir NBA-deildina í körfubolta. Heit umræða skapaðist í kringum mögulegt einvígi Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í úrslitakeppninni. Fyrsta spurning hjá Kjartnai Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, var nokkuð einföld: Philadelphia 76ers vinnur Austurdeildina? Tómas Steindórsson, annar af sérfræðingum þáttarins, var með stutt og laggott svar við þessari spurningu. Tómas er mikill Ben Simmons maður og telur að Brooklyn Nets mundi standa í vegi fyrir 76ers. „Heldur þú að þessi Simmons verði inn á vellinum þegar það skiptir máli að vera inn á vellinum,“ spurði hinn sérfræðingur þáttarins, Leifur Steinn, kíminn í kjölfarið áður en hann gaf til kynna að Simmons myndi eflaust enda á að fara grátandi inn í klefa eftir að lenda í áhorfendum Philadelphia-liðsins. Leifur Steinn hélt í kjölfarið áfram að skjóta á leikmannahóp Nets á meðan Tómas glotti við tönn. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Báðir voru sammála næstu spurningu en hún sneri að því hvort Miami Heat myndi enda í 1. sæti Austurdeildar. „Þeir eru með gott „regular season-lið“ og eru að harka út sigra svo ég held þeir nái efsta sætinu,“ sagði Tómas. „Getur Memphis Grizzlies gert atlögu að titlinum?“ spurði Kjartan Atli og uppskar mikil hlátrasköll. „Djöfull vona ég að þeir vinni núna og við eigum þessa klippu hérna,“ sagði Kjartan Atli eftir viðbrögð þeirra Leifs og Tómasar. Ja Morant er stórstjarna Grizzlies-liðsins.AP Photo/Brandon Dill Síðustu tvær spurningarnar sneru svo að því hvort meistarar Milwaukee Bucks væru slakari en í fyrra og hvort Phoenix Suns myndi halda toppsæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir meiðsli Chris Paul. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir „Gæinn er búinn að spila allt of fáa leiki til að byrja með þessa stæla“ Lögmál leiksins verða á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og þar ræða sérfræðingarnir meðal annars um stöðu Zion Williamson hjá New Orleans Pelicans. 28. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Fyrsta spurning hjá Kjartnai Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, var nokkuð einföld: Philadelphia 76ers vinnur Austurdeildina? Tómas Steindórsson, annar af sérfræðingum þáttarins, var með stutt og laggott svar við þessari spurningu. Tómas er mikill Ben Simmons maður og telur að Brooklyn Nets mundi standa í vegi fyrir 76ers. „Heldur þú að þessi Simmons verði inn á vellinum þegar það skiptir máli að vera inn á vellinum,“ spurði hinn sérfræðingur þáttarins, Leifur Steinn, kíminn í kjölfarið áður en hann gaf til kynna að Simmons myndi eflaust enda á að fara grátandi inn í klefa eftir að lenda í áhorfendum Philadelphia-liðsins. Leifur Steinn hélt í kjölfarið áfram að skjóta á leikmannahóp Nets á meðan Tómas glotti við tönn. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Báðir voru sammála næstu spurningu en hún sneri að því hvort Miami Heat myndi enda í 1. sæti Austurdeildar. „Þeir eru með gott „regular season-lið“ og eru að harka út sigra svo ég held þeir nái efsta sætinu,“ sagði Tómas. „Getur Memphis Grizzlies gert atlögu að titlinum?“ spurði Kjartan Atli og uppskar mikil hlátrasköll. „Djöfull vona ég að þeir vinni núna og við eigum þessa klippu hérna,“ sagði Kjartan Atli eftir viðbrögð þeirra Leifs og Tómasar. Ja Morant er stórstjarna Grizzlies-liðsins.AP Photo/Brandon Dill Síðustu tvær spurningarnar sneru svo að því hvort meistarar Milwaukee Bucks væru slakari en í fyrra og hvort Phoenix Suns myndi halda toppsæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir meiðsli Chris Paul. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir „Gæinn er búinn að spila allt of fáa leiki til að byrja með þessa stæla“ Lögmál leiksins verða á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og þar ræða sérfræðingarnir meðal annars um stöðu Zion Williamson hjá New Orleans Pelicans. 28. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
„Gæinn er búinn að spila allt of fáa leiki til að byrja með þessa stæla“ Lögmál leiksins verða á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og þar ræða sérfræðingarnir meðal annars um stöðu Zion Williamson hjá New Orleans Pelicans. 28. febrúar 2022 17:01