Jordan myndbandið í Bulls-höllinni kveikti í stjörnu mótherjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2022 12:31 Michael Jordan og Ja Morant. Jordan vann alla sex meistaratitla sína með Chicago Bulls áður en Morant fæddist. Samsett/Getty Chicago Bulls hugsar sig kannski aðeins betur um hvaða myndbönd þeir sýna í hléum á leikjum sínum. Þeir hefðu betur sleppt því í leiknum á móti Memphis Grizzlies um helgina. Tilþrifamyndbandið með Jordan kveikti nefnilega verulega í stærstu stjörnu mótherjanna sem fór á mikið flug eftir að hann sjá taktana með Jordan. Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma en auk þess að skila titlum, tölfræði og verðlaunum í hús þá var hann mikill tilþrifakarl. Hann er líka fyrirmynd margra leikmanna og það bættist örugglega ný kynslóð í hópinn þegar heimildarmyndin „The Last Dance“ var sýnd í miðjum kórónuveirufaraldri og þegar enginn körfubolti var í gangi í heiminum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Ja Morant er ein af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í dag en hann fæddist ekki fyrr en í ágúst 1999 eða rúmu ári eftir að Jordan vann sinn sjötta og síðasta titil með Chicago Bulls. Morant er á þriðja tímabili með Memphis Grizzlies en hefur tekið mikið stökk á þessu tímabili þar sem hann er með 27,1 stig að meðaltali í leik eftir að hafa skorað 17,8 og 19,1 stig í leik á fyrstu tímabilunum sínum. Í umræddum leik þá var Morant kominn með sextán stig í hálfleik sem er alls ekki slæmt en þá sá hann myndbandið góða. „Ég sá Michael Jordan myndbandið sem þeir sýndu í leikhléinu og það kom mér í gang,“ sagði Ja Morant. Hann skoraði alls 30 stig í seinni hálfleiknum þar sem hann hitti úr 8 af 14 skotum utan af velli og 13 af 15 vítum sínum. Memphis Grizzlies endaði á því að vinna leikinn með sex stigum en lykillinn að því var þriðji leikhlutinn þar sem Morant skoraði tuttugu stig eftir að hafa hitt úr sex af sjö skotum sínum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2sIJonUHa8">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Tilþrifamyndbandið með Jordan kveikti nefnilega verulega í stærstu stjörnu mótherjanna sem fór á mikið flug eftir að hann sjá taktana með Jordan. Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma en auk þess að skila titlum, tölfræði og verðlaunum í hús þá var hann mikill tilþrifakarl. Hann er líka fyrirmynd margra leikmanna og það bættist örugglega ný kynslóð í hópinn þegar heimildarmyndin „The Last Dance“ var sýnd í miðjum kórónuveirufaraldri og þegar enginn körfubolti var í gangi í heiminum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Ja Morant er ein af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í dag en hann fæddist ekki fyrr en í ágúst 1999 eða rúmu ári eftir að Jordan vann sinn sjötta og síðasta titil með Chicago Bulls. Morant er á þriðja tímabili með Memphis Grizzlies en hefur tekið mikið stökk á þessu tímabili þar sem hann er með 27,1 stig að meðaltali í leik eftir að hafa skorað 17,8 og 19,1 stig í leik á fyrstu tímabilunum sínum. Í umræddum leik þá var Morant kominn með sextán stig í hálfleik sem er alls ekki slæmt en þá sá hann myndbandið góða. „Ég sá Michael Jordan myndbandið sem þeir sýndu í leikhléinu og það kom mér í gang,“ sagði Ja Morant. Hann skoraði alls 30 stig í seinni hálfleiknum þar sem hann hitti úr 8 af 14 skotum utan af velli og 13 af 15 vítum sínum. Memphis Grizzlies endaði á því að vinna leikinn með sex stigum en lykillinn að því var þriðji leikhlutinn þar sem Morant skoraði tuttugu stig eftir að hafa hitt úr sex af sjö skotum sínum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2sIJonUHa8">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum