Jordan myndbandið í Bulls-höllinni kveikti í stjörnu mótherjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2022 12:31 Michael Jordan og Ja Morant. Jordan vann alla sex meistaratitla sína með Chicago Bulls áður en Morant fæddist. Samsett/Getty Chicago Bulls hugsar sig kannski aðeins betur um hvaða myndbönd þeir sýna í hléum á leikjum sínum. Þeir hefðu betur sleppt því í leiknum á móti Memphis Grizzlies um helgina. Tilþrifamyndbandið með Jordan kveikti nefnilega verulega í stærstu stjörnu mótherjanna sem fór á mikið flug eftir að hann sjá taktana með Jordan. Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma en auk þess að skila titlum, tölfræði og verðlaunum í hús þá var hann mikill tilþrifakarl. Hann er líka fyrirmynd margra leikmanna og það bættist örugglega ný kynslóð í hópinn þegar heimildarmyndin „The Last Dance“ var sýnd í miðjum kórónuveirufaraldri og þegar enginn körfubolti var í gangi í heiminum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Ja Morant er ein af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í dag en hann fæddist ekki fyrr en í ágúst 1999 eða rúmu ári eftir að Jordan vann sinn sjötta og síðasta titil með Chicago Bulls. Morant er á þriðja tímabili með Memphis Grizzlies en hefur tekið mikið stökk á þessu tímabili þar sem hann er með 27,1 stig að meðaltali í leik eftir að hafa skorað 17,8 og 19,1 stig í leik á fyrstu tímabilunum sínum. Í umræddum leik þá var Morant kominn með sextán stig í hálfleik sem er alls ekki slæmt en þá sá hann myndbandið góða. „Ég sá Michael Jordan myndbandið sem þeir sýndu í leikhléinu og það kom mér í gang,“ sagði Ja Morant. Hann skoraði alls 30 stig í seinni hálfleiknum þar sem hann hitti úr 8 af 14 skotum utan af velli og 13 af 15 vítum sínum. Memphis Grizzlies endaði á því að vinna leikinn með sex stigum en lykillinn að því var þriðji leikhlutinn þar sem Morant skoraði tuttugu stig eftir að hafa hitt úr sex af sjö skotum sínum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2sIJonUHa8">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Tilþrifamyndbandið með Jordan kveikti nefnilega verulega í stærstu stjörnu mótherjanna sem fór á mikið flug eftir að hann sjá taktana með Jordan. Michael Jordan er að flestum talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma en auk þess að skila titlum, tölfræði og verðlaunum í hús þá var hann mikill tilþrifakarl. Hann er líka fyrirmynd margra leikmanna og það bættist örugglega ný kynslóð í hópinn þegar heimildarmyndin „The Last Dance“ var sýnd í miðjum kórónuveirufaraldri og þegar enginn körfubolti var í gangi í heiminum. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Ja Morant er ein af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í dag en hann fæddist ekki fyrr en í ágúst 1999 eða rúmu ári eftir að Jordan vann sinn sjötta og síðasta titil með Chicago Bulls. Morant er á þriðja tímabili með Memphis Grizzlies en hefur tekið mikið stökk á þessu tímabili þar sem hann er með 27,1 stig að meðaltali í leik eftir að hafa skorað 17,8 og 19,1 stig í leik á fyrstu tímabilunum sínum. Í umræddum leik þá var Morant kominn með sextán stig í hálfleik sem er alls ekki slæmt en þá sá hann myndbandið góða. „Ég sá Michael Jordan myndbandið sem þeir sýndu í leikhléinu og það kom mér í gang,“ sagði Ja Morant. Hann skoraði alls 30 stig í seinni hálfleiknum þar sem hann hitti úr 8 af 14 skotum utan af velli og 13 af 15 vítum sínum. Memphis Grizzlies endaði á því að vinna leikinn með sex stigum en lykillinn að því var þriðji leikhlutinn þar sem Morant skoraði tuttugu stig eftir að hafa hitt úr sex af sjö skotum sínum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2sIJonUHa8">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira