Af hverju er þessi hraði vöxtur mögulegur í Svf. Árborg? Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. febrúar 2022 09:01 Vöxturinn á Suðurlandi undanfarin ár hefur verið ævintýralegur. Sú mikla uppbygging er mjög áberandi þeim sem leið eiga um landshlutann. Vöxturinn endurspeglast meðal annars í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér nú stað í landshlutanum og þá sérstaklega á Stór-Árborgar svæðinu. Sterk iðnaðarmannahefð Frá því að Höfuðstaður Suðurlands, Selfoss byrjaði að byggjast upp og tók við keflinu af Eyrarbakka sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi með tilkomu Ölfusárbrúar (1891), Mjólkurbús Flóamanna (1929) og Kaupfélags Árnesinga (1930) hefur vöxtur Selfossbæjar og íbúafjölgun nær óslitið verið töluvert yfir landsmeðaltali. Við lok seinni heimstyrjaldar bjuggu á Selfossi um 700 íbúar, 0,5% íslensku þjóðarinnar. Í dag búa um 9.400 íbúar á Selfossi, 2,5% íslensku þjóðarinnar. Að meðtöldum hreppunum þremur Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvík sem mynda Svf. Árborg ásamt Selfossbæ búa tæplega 11.000 íbúar í sveitarfélaginu. Það segir sig eiginlega sjálft að þegar íbúaþróun er með þessum hætti eins og sést á myndriti að þá hafa Selfyssingar og nágrannar þeirra alla tíð þurft að hafa hraðari hendur en aðrir landsmenn við uppbyggingu innviða og ýmissa annarra mannvirkja auk stoðþjónustu og alls annars sem fylgir ört stækkandi bæ. Sú staðreynd hefur meðal annars getið af sér sterka iðnaðarmannahefð og öflug iðnfyrirtæki sem þekkt eru um allt land og jafnvel utan landsteinana fyrir útsjónarsemi, dugnað og fagleg vinnubrögð. Sífellt ögrandi umhverfi getur af sér fagfólk sem kann til verka Sem bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar sem heldur utanum framkvæmdir Svf. Árborgar og Selfossveitna, að þá hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með starfsmönnum sveitarfélagsins og þeim ráðgjöfum, fyrirtækjum og einstaklingum sem unnið hafa verkin fyrir okkur. Á kjörtímabilinu hafa samtals um 600 verkefni fyrir um 15 milljarða króna verið sett af stað í framkvæmd á vegum sveitarfélagsins og kláruð. Nokkur stærri verkefni sem sett voru af stað fyrr á kjörtímabilinu eru enn í framkvæmd s.s. Stekkjaskóli og gatnagerð í Björkustykki. Hreinsistöð fráveitu fer svo í framkvæmd á vormánuðum. Verkefni sveitarfélagsins á kjörtímabilinu hafa heilt yfir gengið vel og verið innan tíma og kostnaðarmarka, þökk sé frábærum verktökum. Fáein verkefni hafa þó dregist á langinn vegna ýmissa ástæðna eins og gengur og gerist þegar slíkur fjöldi verkefna er í gangi og aðeins eitt verkefni af þessum sex hundruð hafði vegna tafa, bein áhrif á þjónustu við íbúa svo til tímabundinna vandræða horfði. Það verkefni leystist farsællega og er því verki nú lokið, mannvirkið komið í notkun og reynist notendum vel. Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún verða tekin í gagnið 2025 eða 2026 ef allt gengur eftir. Fyrirtæki og félagasamtök eru svo einnig afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu að ógleymdu Brávöllum, íþróttasvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Þessi vöxtur sem á sér stað er mögulegur vegna þess að sögulega höfum við frá upphafi byggðar á Selfossi og nágrennis þurft að hugsa stórt og hafa hraðar hendur við að leysa öll þau verkefni sem fylgir örum vexti byggðarinnar. Í slíku, sífellt ögrandi umhverfi verður til fólk sem kann til verka. Fagfólk sem leysir verkefnin hratt og vel. Fagfólk sem lítur á öll mál sem verkefni til lausnar en ekki sem óleysanleg vandamál. Sá öflugi mannauður mun nýtast samfélaginu vel nú þegar við stöndum frammi fyrir ekki bara áframhaldandi vexti sveitarfélagsins, heldur veldisvexti á öllum sviðum hins mannlega. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar Svf. Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Vöxturinn á Suðurlandi undanfarin ár hefur verið ævintýralegur. Sú mikla uppbygging er mjög áberandi þeim sem leið eiga um landshlutann. Vöxturinn endurspeglast meðal annars í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér nú stað í landshlutanum og þá sérstaklega á Stór-Árborgar svæðinu. Sterk iðnaðarmannahefð Frá því að Höfuðstaður Suðurlands, Selfoss byrjaði að byggjast upp og tók við keflinu af Eyrarbakka sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi með tilkomu Ölfusárbrúar (1891), Mjólkurbús Flóamanna (1929) og Kaupfélags Árnesinga (1930) hefur vöxtur Selfossbæjar og íbúafjölgun nær óslitið verið töluvert yfir landsmeðaltali. Við lok seinni heimstyrjaldar bjuggu á Selfossi um 700 íbúar, 0,5% íslensku þjóðarinnar. Í dag búa um 9.400 íbúar á Selfossi, 2,5% íslensku þjóðarinnar. Að meðtöldum hreppunum þremur Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvík sem mynda Svf. Árborg ásamt Selfossbæ búa tæplega 11.000 íbúar í sveitarfélaginu. Það segir sig eiginlega sjálft að þegar íbúaþróun er með þessum hætti eins og sést á myndriti að þá hafa Selfyssingar og nágrannar þeirra alla tíð þurft að hafa hraðari hendur en aðrir landsmenn við uppbyggingu innviða og ýmissa annarra mannvirkja auk stoðþjónustu og alls annars sem fylgir ört stækkandi bæ. Sú staðreynd hefur meðal annars getið af sér sterka iðnaðarmannahefð og öflug iðnfyrirtæki sem þekkt eru um allt land og jafnvel utan landsteinana fyrir útsjónarsemi, dugnað og fagleg vinnubrögð. Sífellt ögrandi umhverfi getur af sér fagfólk sem kann til verka Sem bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar sem heldur utanum framkvæmdir Svf. Árborgar og Selfossveitna, að þá hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með starfsmönnum sveitarfélagsins og þeim ráðgjöfum, fyrirtækjum og einstaklingum sem unnið hafa verkin fyrir okkur. Á kjörtímabilinu hafa samtals um 600 verkefni fyrir um 15 milljarða króna verið sett af stað í framkvæmd á vegum sveitarfélagsins og kláruð. Nokkur stærri verkefni sem sett voru af stað fyrr á kjörtímabilinu eru enn í framkvæmd s.s. Stekkjaskóli og gatnagerð í Björkustykki. Hreinsistöð fráveitu fer svo í framkvæmd á vormánuðum. Verkefni sveitarfélagsins á kjörtímabilinu hafa heilt yfir gengið vel og verið innan tíma og kostnaðarmarka, þökk sé frábærum verktökum. Fáein verkefni hafa þó dregist á langinn vegna ýmissa ástæðna eins og gengur og gerist þegar slíkur fjöldi verkefna er í gangi og aðeins eitt verkefni af þessum sex hundruð hafði vegna tafa, bein áhrif á þjónustu við íbúa svo til tímabundinna vandræða horfði. Það verkefni leystist farsællega og er því verki nú lokið, mannvirkið komið í notkun og reynist notendum vel. Auk alls þess sem að Svf. Árborg er að framkvæma þá standa ríki og einkaaðilar einnig í stórræðum á svæðinu. Vegagerðin vinnur nú að nokkrum brýnum vegaframkvæmdum, auk þess sem bygging nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá er í undirbúningi og mun hún verða tekin í gagnið 2025 eða 2026 ef allt gengur eftir. Fyrirtæki og félagasamtök eru svo einnig afar dugleg við að taka þátt í uppbyggingunni og nú er í framkvæmd, við jaðar byggðarinnar á Selfossi, 18 holu golfvöllur ásamt útivistarsvæði sem óhætt er að segja að verði eitt það glæsilegasta á landinu að ógleymdu Brávöllum, íþróttasvæði hestamannafélagsins Sleipnis. Þessi vöxtur sem á sér stað er mögulegur vegna þess að sögulega höfum við frá upphafi byggðar á Selfossi og nágrennis þurft að hugsa stórt og hafa hraðar hendur við að leysa öll þau verkefni sem fylgir örum vexti byggðarinnar. Í slíku, sífellt ögrandi umhverfi verður til fólk sem kann til verka. Fagfólk sem leysir verkefnin hratt og vel. Fagfólk sem lítur á öll mál sem verkefni til lausnar en ekki sem óleysanleg vandamál. Sá öflugi mannauður mun nýtast samfélaginu vel nú þegar við stöndum frammi fyrir ekki bara áframhaldandi vexti sveitarfélagsins, heldur veldisvexti á öllum sviðum hins mannlega. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar Svf. Árborgar.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar