Innlent

Hand­teknir eftir tölvu­stuld á hóteli

Atli Ísleifsson skrifar
Mennirnir voru handteknir skömmu eftur klukkan 17 í gær. Myndin er úr safni.
Mennirnir voru handteknir skömmu eftur klukkan 17 í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo karlmenn vegna gruns um að hafa stolið tölvum af hóteli í miðbæ Reykjavíkur um klukkan 17 í gær.

Í tilkynningu segir að mennirnir hafi verið handteknir skömmu eftir að tilkynning barst og voru þeir báðir vistaðir í fangaklefa og verða yfirheyrðir með morgninum.

Um svipað leyti barst lögreglu svo tilkynning um mann í Hafnarfirði sem væri að skemma bíl með golfkylfum. Sá var handtekinn.

„Um klukkan 21:00 missti ökumaður rútu stjórn á rútunni sökum veðurs og festi hana í vegkantinum. Eftir nokkra stund tókst honum að losa rútuna og fylgdu lögreglumenn bílstjóranum í gegnum versta vegkaflann.

Um klukkan 03:30 höfðu lögreglumenn í Kópavogi afskipti af ökumanni sem reyndi að komast undan en náðist fljótt. Hann reyndist vera sviptur ökuréttindum og undir áhrifum vímuefna,“ segir í tilkynningunni frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×