Mögnuð endurkoma Dallas í lokaleikhlutanum | Vandræði Lakers halda áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2022 07:28 Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins í endurkomusigri Dallas Mavericks í nótt. AP Photo/Marcio Jose Sanchez NBA-deildin í körfubolta bauð upp á átta leiki í nótt. Þar á meðal vann Dallas Mavericks magnaðan endurkomusigur gegn Golden State Warriors, 107-101, eftir að hafa verið 19 stigum undir í fjórða leikhluta, og vandræði Los Angeles Lakers halda áfram eftir 28 stiga tap gegn New Orleans Pelicans, 123-95. Heimamenn í Golden State tóku forystuna strax í upphafi leiks gegn Dallas Mavericks og eftir fyrsta leikhluta var staðan 37-24, Stríðsmönnunum í vil. Þeir héldu svi forskoti sínu út hálfleikinn og fóru inn í hlé með 12 stiga forystu, 60-48. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta þar sem heimamenn byggðu hægt og bítandi á forskot sitt. Þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir af lokaleikhlutanum var munurinn orðinn 19 stig, 93-74. Þá vöknuðu gestirnir heldur betur til lífsins og skoruðu 26 stig gegn aðeins einu stigi heimamanna. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem gestirnir náðu forystunni og þeir létu hana aldrei af hendi eftir það og unnu að lokum sex stiga sigur, 1047-101. Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins með 34 stig fyrir DAllas Mavericks, en hann tók einnig 11 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Í liði Golden State var Steph Curry atkvæðamestur með 27 stig, fjögur fráköst og tíu stoðsendingar. Mavs pull off an unreal comeback on the Warriors and win 107-101 😱Dallas went on a 26-3 run 🤯 pic.twitter.com/8AjryQW76U— SportsCenter (@SportsCenter) February 28, 2022 Í leik Los Angeles Lakers og Nes Orelans Pelicans var ekki jafn mikil spenna. Nokkuð jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 51-40, gestunum frá New Orleans í vil. Þeir tóku svo öll völd í þriðja leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir heimamenn. Pelíkanarnir náðu mest 32 stiga forskoti og unnu að lokum öruggan 28 stiga sigur, 123-95. Los Angeles-liðið hefur nú tapað þrem af seinustu fjórum leikjum sínum, og þá er liðið einnig án sigurs í átta af seinustu 11. LeBron James dró vagninn fyrir liðið í nótt og skoraði 32 stig. Í liði New Orleans dreifðist stigaskorið mun betur yfir liðið, en þar var CJ McCollum stigahæstur með 22 stig. Þá átti fyrrum Lakers-maðurinn Brandon Ingram flottan leik, en hann skorði 19 stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Úrslit næturinnar Philadelphia 76ers 125-109 New York Knicks Utah Jazz 118-114 Phoenix Suns Boston Celtics 107-128 Indiana Pacers Detroit Pistons 127-126 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 99-98 Houston Rockets Dallas Mavericks 107-101 Golden State Warriors Denver Nuggets 124-92 Portland Trailblazers New Orleans Pelicans 123-95 Los Angeles Lakers NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Heimamenn í Golden State tóku forystuna strax í upphafi leiks gegn Dallas Mavericks og eftir fyrsta leikhluta var staðan 37-24, Stríðsmönnunum í vil. Þeir héldu svi forskoti sínu út hálfleikinn og fóru inn í hlé með 12 stiga forystu, 60-48. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta þar sem heimamenn byggðu hægt og bítandi á forskot sitt. Þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir af lokaleikhlutanum var munurinn orðinn 19 stig, 93-74. Þá vöknuðu gestirnir heldur betur til lífsins og skoruðu 26 stig gegn aðeins einu stigi heimamanna. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem gestirnir náðu forystunni og þeir létu hana aldrei af hendi eftir það og unnu að lokum sex stiga sigur, 1047-101. Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins með 34 stig fyrir DAllas Mavericks, en hann tók einnig 11 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Í liði Golden State var Steph Curry atkvæðamestur með 27 stig, fjögur fráköst og tíu stoðsendingar. Mavs pull off an unreal comeback on the Warriors and win 107-101 😱Dallas went on a 26-3 run 🤯 pic.twitter.com/8AjryQW76U— SportsCenter (@SportsCenter) February 28, 2022 Í leik Los Angeles Lakers og Nes Orelans Pelicans var ekki jafn mikil spenna. Nokkuð jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 51-40, gestunum frá New Orleans í vil. Þeir tóku svo öll völd í þriðja leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir heimamenn. Pelíkanarnir náðu mest 32 stiga forskoti og unnu að lokum öruggan 28 stiga sigur, 123-95. Los Angeles-liðið hefur nú tapað þrem af seinustu fjórum leikjum sínum, og þá er liðið einnig án sigurs í átta af seinustu 11. LeBron James dró vagninn fyrir liðið í nótt og skoraði 32 stig. Í liði New Orleans dreifðist stigaskorið mun betur yfir liðið, en þar var CJ McCollum stigahæstur með 22 stig. Þá átti fyrrum Lakers-maðurinn Brandon Ingram flottan leik, en hann skorði 19 stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Úrslit næturinnar Philadelphia 76ers 125-109 New York Knicks Utah Jazz 118-114 Phoenix Suns Boston Celtics 107-128 Indiana Pacers Detroit Pistons 127-126 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 99-98 Houston Rockets Dallas Mavericks 107-101 Golden State Warriors Denver Nuggets 124-92 Portland Trailblazers New Orleans Pelicans 123-95 Los Angeles Lakers
Philadelphia 76ers 125-109 New York Knicks Utah Jazz 118-114 Phoenix Suns Boston Celtics 107-128 Indiana Pacers Detroit Pistons 127-126 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 99-98 Houston Rockets Dallas Mavericks 107-101 Golden State Warriors Denver Nuggets 124-92 Portland Trailblazers New Orleans Pelicans 123-95 Los Angeles Lakers
NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira