Snorri Steinn: „13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 18:00 Snorri Steinn, þjálfari Vals var sáttur með 13 marka sigur. Vísir: Elín Björg Snorri Steinn Guðjónsson var sáttur þegar Valsarar sigruðu KA með þrettán mörkum í Olís-deild karla í dag. Valsarar mættu gríðarlega öflugir til leiks og tóku völdin strax á fyrstu mínútunum. Lokatölur 33-20. „Eðlilega er ég mjög glaður og ánægður með strákana. 13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi og við vorum að spila á móti liði sem er búið að vera í góðum gír. Við vorum flottir í dag og tikkuðum í mörg box þannig að dróum úr þeim tennurnar hægt og rólega í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með heilsteyptan leik hjá mínum mönnum.“ Valsarar voru góðir á öllum vígstöðum í dag, hvort sem það var varnarleikurinn eða sóknarleikurinn. Snorri sagði að það hafi flest allt gengið upp hjá þeim í dag á meðan KA-menn hittu á slæman dag. „Það er ekkert eitthvað eitt. Þegar þú vinnur svona stóran sigur á góðu liði þá er yfirleitt flest sem gengur upp. Að sama skapi eru KA-menn eflaust óánægðir með sinn leik og þeir hittu kannski ekki á sinn besta dag. Við vorum bara flottir og vorum mjög grimmir í byrjun. Mér fannst þeir ekki finna mikið af svörum við okkar varnarleik og Bjöggi var frábær í markinu. Varnarleikurinn og markvarslan var að tikka og þá fylgdu hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Liðin mættust á Akureyri í síðustu viðureign liðanna og þá voru Valsarar einnig með öll tök á leiknum og unnu með 9 mörkum, 26-35. Aðspurður hvort hann væri kominn með KA í vasann taldi hann það ekki heldur dagsformið á liðunum. „Mér finnst óþarfi að vera tala um eitthvað svoleiðis. Þetta var bara ekki þeirra dagur og við á góðum degi. Við erum ekkert með þá meira í vasanum heldur en eitthvað annað lið. Ég lít ekki á það þannig.“ Snorri vill að strákarnir njóti í kvöld en setji svo fókusinn í næsta leik og halda áfram á þessari braut sem þeir eru á. „Ég vill að þeir njóti þessa sigurs og svo þurfum við að setja fókusinn í næsta leik og halda áfram. Þetta er bara eitt skref af mörgum og við ætlum ekki að staldra lengi við þetta. Þetta var lítill partur og löngu tímabili og bara fókus og áfram vilji til þess að verða betri.“ Valur Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
„Eðlilega er ég mjög glaður og ánægður með strákana. 13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi og við vorum að spila á móti liði sem er búið að vera í góðum gír. Við vorum flottir í dag og tikkuðum í mörg box þannig að dróum úr þeim tennurnar hægt og rólega í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með heilsteyptan leik hjá mínum mönnum.“ Valsarar voru góðir á öllum vígstöðum í dag, hvort sem það var varnarleikurinn eða sóknarleikurinn. Snorri sagði að það hafi flest allt gengið upp hjá þeim í dag á meðan KA-menn hittu á slæman dag. „Það er ekkert eitthvað eitt. Þegar þú vinnur svona stóran sigur á góðu liði þá er yfirleitt flest sem gengur upp. Að sama skapi eru KA-menn eflaust óánægðir með sinn leik og þeir hittu kannski ekki á sinn besta dag. Við vorum bara flottir og vorum mjög grimmir í byrjun. Mér fannst þeir ekki finna mikið af svörum við okkar varnarleik og Bjöggi var frábær í markinu. Varnarleikurinn og markvarslan var að tikka og þá fylgdu hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Liðin mættust á Akureyri í síðustu viðureign liðanna og þá voru Valsarar einnig með öll tök á leiknum og unnu með 9 mörkum, 26-35. Aðspurður hvort hann væri kominn með KA í vasann taldi hann það ekki heldur dagsformið á liðunum. „Mér finnst óþarfi að vera tala um eitthvað svoleiðis. Þetta var bara ekki þeirra dagur og við á góðum degi. Við erum ekkert með þá meira í vasanum heldur en eitthvað annað lið. Ég lít ekki á það þannig.“ Snorri vill að strákarnir njóti í kvöld en setji svo fókusinn í næsta leik og halda áfram á þessari braut sem þeir eru á. „Ég vill að þeir njóti þessa sigurs og svo þurfum við að setja fókusinn í næsta leik og halda áfram. Þetta er bara eitt skref af mörgum og við ætlum ekki að staldra lengi við þetta. Þetta var lítill partur og löngu tímabili og bara fókus og áfram vilji til þess að verða betri.“
Valur Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16