Snorri Steinn: „13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 18:00 Snorri Steinn, þjálfari Vals var sáttur með 13 marka sigur. Vísir: Elín Björg Snorri Steinn Guðjónsson var sáttur þegar Valsarar sigruðu KA með þrettán mörkum í Olís-deild karla í dag. Valsarar mættu gríðarlega öflugir til leiks og tóku völdin strax á fyrstu mínútunum. Lokatölur 33-20. „Eðlilega er ég mjög glaður og ánægður með strákana. 13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi og við vorum að spila á móti liði sem er búið að vera í góðum gír. Við vorum flottir í dag og tikkuðum í mörg box þannig að dróum úr þeim tennurnar hægt og rólega í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með heilsteyptan leik hjá mínum mönnum.“ Valsarar voru góðir á öllum vígstöðum í dag, hvort sem það var varnarleikurinn eða sóknarleikurinn. Snorri sagði að það hafi flest allt gengið upp hjá þeim í dag á meðan KA-menn hittu á slæman dag. „Það er ekkert eitthvað eitt. Þegar þú vinnur svona stóran sigur á góðu liði þá er yfirleitt flest sem gengur upp. Að sama skapi eru KA-menn eflaust óánægðir með sinn leik og þeir hittu kannski ekki á sinn besta dag. Við vorum bara flottir og vorum mjög grimmir í byrjun. Mér fannst þeir ekki finna mikið af svörum við okkar varnarleik og Bjöggi var frábær í markinu. Varnarleikurinn og markvarslan var að tikka og þá fylgdu hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Liðin mættust á Akureyri í síðustu viðureign liðanna og þá voru Valsarar einnig með öll tök á leiknum og unnu með 9 mörkum, 26-35. Aðspurður hvort hann væri kominn með KA í vasann taldi hann það ekki heldur dagsformið á liðunum. „Mér finnst óþarfi að vera tala um eitthvað svoleiðis. Þetta var bara ekki þeirra dagur og við á góðum degi. Við erum ekkert með þá meira í vasanum heldur en eitthvað annað lið. Ég lít ekki á það þannig.“ Snorri vill að strákarnir njóti í kvöld en setji svo fókusinn í næsta leik og halda áfram á þessari braut sem þeir eru á. „Ég vill að þeir njóti þessa sigurs og svo þurfum við að setja fókusinn í næsta leik og halda áfram. Þetta er bara eitt skref af mörgum og við ætlum ekki að staldra lengi við þetta. Þetta var lítill partur og löngu tímabili og bara fókus og áfram vilji til þess að verða betri.“ Valur Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
„Eðlilega er ég mjög glaður og ánægður með strákana. 13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi og við vorum að spila á móti liði sem er búið að vera í góðum gír. Við vorum flottir í dag og tikkuðum í mörg box þannig að dróum úr þeim tennurnar hægt og rólega í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með heilsteyptan leik hjá mínum mönnum.“ Valsarar voru góðir á öllum vígstöðum í dag, hvort sem það var varnarleikurinn eða sóknarleikurinn. Snorri sagði að það hafi flest allt gengið upp hjá þeim í dag á meðan KA-menn hittu á slæman dag. „Það er ekkert eitthvað eitt. Þegar þú vinnur svona stóran sigur á góðu liði þá er yfirleitt flest sem gengur upp. Að sama skapi eru KA-menn eflaust óánægðir með sinn leik og þeir hittu kannski ekki á sinn besta dag. Við vorum bara flottir og vorum mjög grimmir í byrjun. Mér fannst þeir ekki finna mikið af svörum við okkar varnarleik og Bjöggi var frábær í markinu. Varnarleikurinn og markvarslan var að tikka og þá fylgdu hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Liðin mættust á Akureyri í síðustu viðureign liðanna og þá voru Valsarar einnig með öll tök á leiknum og unnu með 9 mörkum, 26-35. Aðspurður hvort hann væri kominn með KA í vasann taldi hann það ekki heldur dagsformið á liðunum. „Mér finnst óþarfi að vera tala um eitthvað svoleiðis. Þetta var bara ekki þeirra dagur og við á góðum degi. Við erum ekkert með þá meira í vasanum heldur en eitthvað annað lið. Ég lít ekki á það þannig.“ Snorri vill að strákarnir njóti í kvöld en setji svo fókusinn í næsta leik og halda áfram á þessari braut sem þeir eru á. „Ég vill að þeir njóti þessa sigurs og svo þurfum við að setja fókusinn í næsta leik og halda áfram. Þetta er bara eitt skref af mörgum og við ætlum ekki að staldra lengi við þetta. Þetta var lítill partur og löngu tímabili og bara fókus og áfram vilji til þess að verða betri.“
Valur Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16