Pútín virkjar hersveitir sem sjá um fælingarvopn Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 27. febrúar 2022 13:53 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP Þær hersveitir sem halda utan um fælingarvopn Rússa hafa verið settar í viðbragðsstöðu af Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Hann segir þetta gert vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturveldanna gegn Rússlandi. Fælingarvopn er flokkur vopna sem kjarnorkuvopn, efnavopn og annars konar gereyðingarvopn falla undir. Rússneska TASS fréttastofan greinir frá skipuninni sem er sögð hafa komið fram á fundi Pútín með varnarmálaráðherranum Sergei Shoigu og Valery Gerasimov, starfsmannastjóra rússneska hersins. #UPDATE Russian President Vladimir Putin has ordered his defence chiefs to put the country's "deterrence forces" on high alert as he accused Western countries of taking "unfriendly" steps against his country amid Moscow's invasion of #Ukraine pic.twitter.com/3LYcXLmAbJ— AFP News Agency (@AFP) February 27, 2022 „Hátt settir ráðamenn ríkja Atlantshafsbandalagsins leyfa sér að gefa út óvægnar yfirlýsingar um land okkar og þess vegna skipa ég varnarmálaráðherra og starfsmannastjóra að færa fælingarvopn rússneska hersins á sérstakt viðbúnaðarstig,“ hefur The Guardian eftir Pútín og vísar í frétt TASS. Putin: "Western countries aren't only taking unfriendly economic actions against our country, but leaders of major Nato countries are making aggressive statements about our country. So I order to move Russia's deterrence forces to a special regime of duty." pic.twitter.com/AC1yHncqZc— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022 Að sögn The Guardian er ekki á hreinu hvað áðurnefnt viðbúnaðarstig felur nákvæmlega í sér. Pútín hefur áður varað vesturveldin við því að hafa afskipti af átökunum í Úkraínu og sagt að slíkar aðgerðir myndu leiða til „afleiðinga sem þau hafi aldrei áður séð.“ Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í málum er varða kjarnorkuvopn Rússa, skrifar á Twitter að þau ummæli hafi verið greinileg hótun um beitingu kjarnorkuvopna. From one of the top experts on Russia's nuclear deterrent https://t.co/bOQ8p8wPgy— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022 Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Kjarnorka Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Fælingarvopn er flokkur vopna sem kjarnorkuvopn, efnavopn og annars konar gereyðingarvopn falla undir. Rússneska TASS fréttastofan greinir frá skipuninni sem er sögð hafa komið fram á fundi Pútín með varnarmálaráðherranum Sergei Shoigu og Valery Gerasimov, starfsmannastjóra rússneska hersins. #UPDATE Russian President Vladimir Putin has ordered his defence chiefs to put the country's "deterrence forces" on high alert as he accused Western countries of taking "unfriendly" steps against his country amid Moscow's invasion of #Ukraine pic.twitter.com/3LYcXLmAbJ— AFP News Agency (@AFP) February 27, 2022 „Hátt settir ráðamenn ríkja Atlantshafsbandalagsins leyfa sér að gefa út óvægnar yfirlýsingar um land okkar og þess vegna skipa ég varnarmálaráðherra og starfsmannastjóra að færa fælingarvopn rússneska hersins á sérstakt viðbúnaðarstig,“ hefur The Guardian eftir Pútín og vísar í frétt TASS. Putin: "Western countries aren't only taking unfriendly economic actions against our country, but leaders of major Nato countries are making aggressive statements about our country. So I order to move Russia's deterrence forces to a special regime of duty." pic.twitter.com/AC1yHncqZc— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022 Að sögn The Guardian er ekki á hreinu hvað áðurnefnt viðbúnaðarstig felur nákvæmlega í sér. Pútín hefur áður varað vesturveldin við því að hafa afskipti af átökunum í Úkraínu og sagt að slíkar aðgerðir myndu leiða til „afleiðinga sem þau hafi aldrei áður séð.“ Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í málum er varða kjarnorkuvopn Rússa, skrifar á Twitter að þau ummæli hafi verið greinileg hótun um beitingu kjarnorkuvopna. From one of the top experts on Russia's nuclear deterrent https://t.co/bOQ8p8wPgy— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022 Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Kjarnorka Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira