Sakar þingmenn um að ganga erinda áfengisframleiðenda Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2022 19:50 Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum. Vísir/Getty Dregið var hressilega úr viðvörunum gegn áfengisneyslu á síðustu stundu þegar Evrópuþingið samþykkti nýja lýðheilsuáætlun til að sporna við krabbameini. Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna segir að þingmenn hafi gengið erinda áfengisframleiðenda í Suður-Evrópu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, líkt og aðrar alþjóðlegar stofnanir sem fjalla um heilbrigði, hafa árum saman verið sammála um að áfengisneysla í hvaða formi sem er, auki líkurnar á krabbameini. Og því meiri sem neyslan er, því meiri séu líkurnar. Í skýrslu frá árinu 2016 um tengsl áfengisneyslu og krabbameins kemur fram að 10 % krabbameinstilfella á meðal karla megi rekja til áfengisneyslu og 3 % af krabbameinstilfellum kvenna. Það skyldi því engan undra að í komandi lýðheilsuátaki, svokallaðri Evrópuáætlun gegn krabbameini, skyldi hafa staðið til að vekja greinilega athygli á þessum skaðlegu áhrifum áfengis og þeirri áhættu sem áfengisneyslu getur fylgt. Tillögunni breytt á síðustu stundu Á síðustu stundu samþykkti meirihluti þingmanna Evrópuþingsins að draga allhressilega úr varnaðarorðunum um hættuna af áfengisneyslu í lýðheilsuáætluninni. Flestir þeirra eru frá ríkjum Suður-Evrópu, þar sem vín- og bjóriðnaður skiptir gríðarlega miklu máli. Fremst í flokki þingmanna sem vildu draga úr viðvörunum um skaðsemi áfengisneyslu er spænsk þingkona hins hægri sinnaða Lýðflokks á Evrópuþinginu, Dolors Montserrat, sem í þokkabót er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Spánar. Hún fagnaði sigrinum á Twitter og sagði að henni og flokki hennar hefði tekist að koma í veg fyrir glæpavæðingu víns, bjórs og freyðivíns. Hún vilji standa vörð um hóflega neyslu áfengis og neysluhætti og matarsiði ríkja við Miðjarðarhafið. Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum, þess efnis að neysla áfengis geti verið krabbameinsvaldandi. Þá stóð til að banna auglýsingar á áfengum drykkjum á öllum íþróttaviðburðum, en nú hefur verið fallið frá því og þess í stað verður eingöngu sett bann við að auglýsingum á íþróttamótum barna og unglinga. Segir áfengisframleiðendur stjórna þingmönnum Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna, Andreas Charalambous, segir að meirihluti þingmanna Evrópuþingsins hafi látið stjórnast af hagsmunum áfengisframleiðenda, en samtökin halda því fram að árlega megi rekja 740.000 krabbameinstilfelli í Evrópu til áfengisneyslu. Þess má að lokum geta að þær þrjár þjóðir Evrópusambandsins þar sem flestir neyta áfengis daglega eru Portúgal, Spánn og Ítalía, í þessari röð. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Evrópusambandið Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, líkt og aðrar alþjóðlegar stofnanir sem fjalla um heilbrigði, hafa árum saman verið sammála um að áfengisneysla í hvaða formi sem er, auki líkurnar á krabbameini. Og því meiri sem neyslan er, því meiri séu líkurnar. Í skýrslu frá árinu 2016 um tengsl áfengisneyslu og krabbameins kemur fram að 10 % krabbameinstilfella á meðal karla megi rekja til áfengisneyslu og 3 % af krabbameinstilfellum kvenna. Það skyldi því engan undra að í komandi lýðheilsuátaki, svokallaðri Evrópuáætlun gegn krabbameini, skyldi hafa staðið til að vekja greinilega athygli á þessum skaðlegu áhrifum áfengis og þeirri áhættu sem áfengisneyslu getur fylgt. Tillögunni breytt á síðustu stundu Á síðustu stundu samþykkti meirihluti þingmanna Evrópuþingsins að draga allhressilega úr varnaðarorðunum um hættuna af áfengisneyslu í lýðheilsuáætluninni. Flestir þeirra eru frá ríkjum Suður-Evrópu, þar sem vín- og bjóriðnaður skiptir gríðarlega miklu máli. Fremst í flokki þingmanna sem vildu draga úr viðvörunum um skaðsemi áfengisneyslu er spænsk þingkona hins hægri sinnaða Lýðflokks á Evrópuþinginu, Dolors Montserrat, sem í þokkabót er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Spánar. Hún fagnaði sigrinum á Twitter og sagði að henni og flokki hennar hefði tekist að koma í veg fyrir glæpavæðingu víns, bjórs og freyðivíns. Hún vilji standa vörð um hóflega neyslu áfengis og neysluhætti og matarsiði ríkja við Miðjarðarhafið. Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum, þess efnis að neysla áfengis geti verið krabbameinsvaldandi. Þá stóð til að banna auglýsingar á áfengum drykkjum á öllum íþróttaviðburðum, en nú hefur verið fallið frá því og þess í stað verður eingöngu sett bann við að auglýsingum á íþróttamótum barna og unglinga. Segir áfengisframleiðendur stjórna þingmönnum Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna, Andreas Charalambous, segir að meirihluti þingmanna Evrópuþingsins hafi látið stjórnast af hagsmunum áfengisframleiðenda, en samtökin halda því fram að árlega megi rekja 740.000 krabbameinstilfelli í Evrópu til áfengisneyslu. Þess má að lokum geta að þær þrjár þjóðir Evrópusambandsins þar sem flestir neyta áfengis daglega eru Portúgal, Spánn og Ítalía, í þessari röð.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Evrópusambandið Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira