Er þetta gert vegna innrásar Rússa í Úkraínu en Kulesza segir að knattspyrnusamband Póllands sé í viðræðum við knattspyrnusambönd Tékklands og Svíþjóðar um að koma með sameiginlega yfirlýsingu til FIFA en sigurvegari í viðureign Póllands og Rússland átti að leika við sigurvegara í viðureign Tékklands og Svíþjóðar um laust sæti á HM.
Robert Lewandowski, framherji Póllands og Bayern Munich, tekur undir yfirlýsingu Kulesza. Lewandowski bendir á að rússneskir fótboltamenn eða áhorfendur eru ekki ábyrgir fyrir innrás Rússa en það væri samt ekki hægt að sitja hjá og láta eins og ekkert væri að gerast.
It is the right decision! I can’t imagine playing a match with the Russian National Team in a situation when armed aggression in Ukraine continues. Russian footballers and fans are not responsible for this, but we can’t pretend that nothing is happening. https://t.co/rfnfbXzdjF
— Robert Lewandowski (@lewy_official) February 26, 2022