„Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2022 09:30 Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Vísir Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. „Það voru rosalegir bardagar hérna í nótt. Ég vaknaði nokkrum sinnum við þvílíkar sprengingar og byssuhvelli. Klukkan sex í morgun var brjáluð barátta og síðan allt í einu hætti hún. Það var mjög skrítið, eiginlega akkúrat þegar sólarupprás var og það hefur eiginlega ekkert heyrst síðan,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Hann segir mjög skrítið að þurfa að venjast því að heyra sprengingar og skothríð. Borgin sé bara nútímaleg evrópsk borg. „Það er eins og þú sért bara í München, það er mjög lítill munur á þeim og svo allt í einu bara heyrirðu í byssuhvellum og stórskotahríð og ein og ein svakaleg sprenging inn á milli,“ segir Óskar. Sprengdu upp íbúabyggingu í morgun Hann segist enn engin átök hafa séð en hann er búsettur í hjarta miðborgarinnar. Rússneski herinn hefur komist inn í norðanverða borgina, austurhluta hennar og suðurhluta og eitthvað inn í miðborgina. „Ein af þessum stóru sprengingum var við flugvöll sem er frekar nálægt mér, við hliðina á honum var gerð eldflaugaárás og þeir sprengdu upp íbúabyggingu þar í morgun. Ég veit að herinn er að standa sig vel, aðra nóttina í röð. Þeir eru ekki að ná neinu svæði af neinu ráði á sitt vald. Þeir eru ekki komnir inn í miðbæinn af alvöru til dæmis,“ segir Óskar. Hann hefur sjálfur heyrt að úkraínski herinn sé búinn að þvinga þann rússneska í hálfgerðan flöskuháls. „Þeir voru búnir að ná að taka yfir einhvern flugvöll í gær en ég held að það sé búið að ná honum aftur, ég er ekki búinn að fá staðfestar fregnir af því samt. Þeir hafa reynt að koma fallhlífahermönnum inn í borgina en þurftu í nótt að snúa við vegna þess að úkraínski herinn skaut svo mikið upp í loftið á þá og í nótt var flugvél skotin niður full af fallhlífahermönnum frá Rússum. Þannig að þeir ná ekki að koma liðsauka inn í borgina.“ Fuglasöngur, heiðskýrt og púðurlykt í lofti Hann segist varla hafa farið út úr húsi síðan í fyrradag, fyrst dag árásarinnar, en í gær gekk hann að neðanjarðarlestarstöð nærri heimili hans, þar sem fjöldi fólks haldi nú til. „Ég fór út í gær og í stað þess að fara hérna yfir í næsta hús í sprengjuskýlið þegar sírenurnar fóru af stað fór ég í neðanjarðarlestarstöð sem er hérna rétt hjá. Það er fullt af fólki sem hefur komið sér fyrir þar og það var mjög margt fólk sem svaf þar í nótt en göngutúrinn þangað og hingað er það eina sem ég hef gert,“ segir Óskar. „Það var mjög fallegur dagur, blár himinn og gott veður. Maður heyrði bara fuglasöng því það er enginn á ferðinni og enginn á götunum. Það er mjög skrítið en púður- og brunalykt í loftinu,“ segir Óskar. „Núna heyrir maður ekkert nema fuglasöng og þá meina ég ekki neitt, því það er engin umferð. Það eru nokkrir bílar að keyra hér og þar en Kænugarður er stórborg og þú ert vanur að heyra niðinn í borginni en nú heyrirðu ekkert neitt nema fuglasöng.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vaktin: Fyrsta borgin fallin í hendur Rússa Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. 26. febrúar 2022 07:37 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
„Það voru rosalegir bardagar hérna í nótt. Ég vaknaði nokkrum sinnum við þvílíkar sprengingar og byssuhvelli. Klukkan sex í morgun var brjáluð barátta og síðan allt í einu hætti hún. Það var mjög skrítið, eiginlega akkúrat þegar sólarupprás var og það hefur eiginlega ekkert heyrst síðan,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Hann segir mjög skrítið að þurfa að venjast því að heyra sprengingar og skothríð. Borgin sé bara nútímaleg evrópsk borg. „Það er eins og þú sért bara í München, það er mjög lítill munur á þeim og svo allt í einu bara heyrirðu í byssuhvellum og stórskotahríð og ein og ein svakaleg sprenging inn á milli,“ segir Óskar. Sprengdu upp íbúabyggingu í morgun Hann segist enn engin átök hafa séð en hann er búsettur í hjarta miðborgarinnar. Rússneski herinn hefur komist inn í norðanverða borgina, austurhluta hennar og suðurhluta og eitthvað inn í miðborgina. „Ein af þessum stóru sprengingum var við flugvöll sem er frekar nálægt mér, við hliðina á honum var gerð eldflaugaárás og þeir sprengdu upp íbúabyggingu þar í morgun. Ég veit að herinn er að standa sig vel, aðra nóttina í röð. Þeir eru ekki að ná neinu svæði af neinu ráði á sitt vald. Þeir eru ekki komnir inn í miðbæinn af alvöru til dæmis,“ segir Óskar. Hann hefur sjálfur heyrt að úkraínski herinn sé búinn að þvinga þann rússneska í hálfgerðan flöskuháls. „Þeir voru búnir að ná að taka yfir einhvern flugvöll í gær en ég held að það sé búið að ná honum aftur, ég er ekki búinn að fá staðfestar fregnir af því samt. Þeir hafa reynt að koma fallhlífahermönnum inn í borgina en þurftu í nótt að snúa við vegna þess að úkraínski herinn skaut svo mikið upp í loftið á þá og í nótt var flugvél skotin niður full af fallhlífahermönnum frá Rússum. Þannig að þeir ná ekki að koma liðsauka inn í borgina.“ Fuglasöngur, heiðskýrt og púðurlykt í lofti Hann segist varla hafa farið út úr húsi síðan í fyrradag, fyrst dag árásarinnar, en í gær gekk hann að neðanjarðarlestarstöð nærri heimili hans, þar sem fjöldi fólks haldi nú til. „Ég fór út í gær og í stað þess að fara hérna yfir í næsta hús í sprengjuskýlið þegar sírenurnar fóru af stað fór ég í neðanjarðarlestarstöð sem er hérna rétt hjá. Það er fullt af fólki sem hefur komið sér fyrir þar og það var mjög margt fólk sem svaf þar í nótt en göngutúrinn þangað og hingað er það eina sem ég hef gert,“ segir Óskar. „Það var mjög fallegur dagur, blár himinn og gott veður. Maður heyrði bara fuglasöng því það er enginn á ferðinni og enginn á götunum. Það er mjög skrítið en púður- og brunalykt í loftinu,“ segir Óskar. „Núna heyrir maður ekkert nema fuglasöng og þá meina ég ekki neitt, því það er engin umferð. Það eru nokkrir bílar að keyra hér og þar en Kænugarður er stórborg og þú ert vanur að heyra niðinn í borginni en nú heyrirðu ekkert neitt nema fuglasöng.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vaktin: Fyrsta borgin fallin í hendur Rússa Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. 26. febrúar 2022 07:37 Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Vaktin: Fyrsta borgin fallin í hendur Rússa Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. 26. febrúar 2022 07:37
Nágrannaþjóðir taka flóttamönnum frá Úkraínu opnum örmum Evrópusambandið hefur fryst eignir forseta og utanríkisráðherra Rússlands í ríkjum sambandsins. Nágrannaríki Úkraínu í vestri taka flóttafólki þaðan opnum örmum en mikill fjöldi fólks reynir nú að komast vestur yfir. Hundruð manna hafa fallið í átökum beggja landa í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Forseti landsins hefur kallað eftir fundi með Rússlandsforseta. 25. febrúar 2022 19:21
Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24