Hátt í hundrað verkefni vegna veðursins í dag Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2022 17:08 Björgunarsveitir hafa sinnt nokkrum fjölda fokverkefna í dag. vísir/vilhelm Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land. „Dagurinn byrjaði nokkuð rólega, svo kom nokkuð grimmur hvellur upp úr 12, þá snarjukust verkefnin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Þar voru helst á ferðinni klassísk fokverkefni á borð við klæðingar, þakplötur og gróðurhús. Einnig hafi yfirbyggðar svalir á höfuðborgarsvæðinu sums staðar fokið upp og skemmst. Í kjölfarið fór að fjölga tilkynningum tengt vatnselg, stíflum og vatni sem var að leka inn í hús. Einnig hafi borist útköll borist vegna bíla í vanda. „Við höfum verið að biðla til fólks í föstudagsumferðinni að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu. Það geta víða verið pollar sem smábílar og rafmagnsbílar eru kannski ekki sérstaklega góðir að ráða við ef þeir grimmt í polla,“ segir Davíð. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Einnig hafi þurft að losa fasta bíla upp á Mosfellsheiði, í Borgarfirði og á Holtavörðuheiði. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til þegar stálgrindarhús í Hafnarfirði sprakk í óveðrinu. Davíð segir að það hafi myndast töluverð hætta af braki sem fauk um hverfið á tímabili en lögregla tók ákvörðun um að loka fyrir umferð um Helluhverfi vegna þessa. „Við erum bara ánægð með daginn, það gekk allt vel og engar tilkynningar voru um slys á fólki eða neitt svoleiðis.“ Þó sé áfram erfitt veður fyrir norðan og björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi muni fylgjast vel með sem fyrr. Veður Björgunarsveitir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
„Dagurinn byrjaði nokkuð rólega, svo kom nokkuð grimmur hvellur upp úr 12, þá snarjukust verkefnin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Þar voru helst á ferðinni klassísk fokverkefni á borð við klæðingar, þakplötur og gróðurhús. Einnig hafi yfirbyggðar svalir á höfuðborgarsvæðinu sums staðar fokið upp og skemmst. Í kjölfarið fór að fjölga tilkynningum tengt vatnselg, stíflum og vatni sem var að leka inn í hús. Einnig hafi borist útköll borist vegna bíla í vanda. „Við höfum verið að biðla til fólks í föstudagsumferðinni að fara varlega á höfuðborgarsvæðinu. Það geta víða verið pollar sem smábílar og rafmagnsbílar eru kannski ekki sérstaklega góðir að ráða við ef þeir grimmt í polla,“ segir Davíð. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Einnig hafi þurft að losa fasta bíla upp á Mosfellsheiði, í Borgarfirði og á Holtavörðuheiði. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til þegar stálgrindarhús í Hafnarfirði sprakk í óveðrinu. Davíð segir að það hafi myndast töluverð hætta af braki sem fauk um hverfið á tímabili en lögregla tók ákvörðun um að loka fyrir umferð um Helluhverfi vegna þessa. „Við erum bara ánægð með daginn, það gekk allt vel og engar tilkynningar voru um slys á fólki eða neitt svoleiðis.“ Þó sé áfram erfitt veður fyrir norðan og björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi muni fylgjast vel með sem fyrr.
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira