Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið var fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglu.
Karl og kona særðust í árásinni. Héraðsdómur úrskurðaði þann 11. febrúar manninn sem grunaður var um árásina í varðhald og síðar sama dag annan mann í varðhald vegna gruns um að tengjast árásinni.
Mennirnir tveir voru handteknir 10. febrúar vegna árásarinnar en þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður. Þannig hefur annar þeirra verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps auk þess sem hann hefur hlotið dóm fyrir vopnalagabrot, eftir að skotið úr byssu og miðað henni á annan mann, svo dæmi séu tekin.