RB Leipzig gerði góða ferð til Spánar og vann 1-3 sigur á Real Sociedad. Vinnur þýska liðið einvígið samanlagt 5-3.
Lazio er úr leik eftir 2-2 jafntefli gegn Porto í Róm í kvöld en Porto vann einvígið samanlagt 4-3.
Í Zagreb í Króatíu dugði 1-0 sigur Dinamo á Sevilla skammt þar sem spænska liðið vann fyrri leikinn 2-0 og fer því áfram.
Atalanta gerði góða ferð til Grikklands og rúllaði yfir Olympiacos, 0-3. Samtals vann Atalanta einvígið 5-1 og fer því áfram í næstu umferð.
No war Ukraine . Ruslan Malinovskyi, Olympiacos-Atalanta. Proud. #UEL pic.twitter.com/eEC5bCyi84
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 24, 2022
Í Sambandsdeildinni var Alfons Sampsted á sínum stað í liði Noregsmeistara Bodo/Glimt sem fengu skoska stórveldið Celtic í heimsókn. Norska liðið fór af öryggi áfram en eftir 1-3 sigur í Skotlandi vann Bodo/Glimt þægilegan 2-0 sigur á Celtic í kvöld.
Alfons lék allan leikinn fyrir Bodo/Glimt.
Í sömu keppni komst Marseille örugglega áfram gegn Qarabag, PSV Eindhoven sló Maccabi Tel Aviv úr leik, Partizan Belgrad lagði Sparta Prag og enska úrvalsdeildarliðið Leicester skellti Randers með miklum yfirburðum.
James Maddison (2) og Harvey Barnes tryggðu Leicester 1-3 sigur í Danmörku í kvöld og vann enska liðið einvígið samanlagt 7-2.