Bóluefni við sóttvarnaraðgerðum eða COVID-19? Erling Óskar Kristjánsson skrifar 24. febrúar 2022 15:31 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stendur að einkennilegri auglýsingaherferð, þar sem reynt er að tæla ungmenni, sem eru jafnvel undir lögaldri, í bólusetningu í skiptum fyrir aukin samfélagsleg fríðindi. Í auglýsingunni er fólk minnt á að bólusetningarvottorð 16 ára og eldri hafi aðeins níu mánaða gildistíma. Ef lengra líður milli skammta telst vottorðið ógilt, þ.m.t. á landamærum (1, 2). Þá er útskýrt að örvunarskammtur endurnýi þennan sama gildistíma, sem gefur til kynna að það gæti þurft að endurnýja vottorðið aftur í haust. Í samtali við Fréttablaðið ítrekaði framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá sömu stofnun að fólk verði að huga að endurnýjun vottorðsins „ef það er til dæmis að fara til útlanda“. Þarna er verið að vísa til ferðatakmarkana sem beinast sérstaklega að annars flokks borgurum (þ.e. óbólusettu fólki). Reyndar er Ísland, líkt og mörg önnur ríki, að afnema þessar aðgerðir. Einu sinni var það þannig að fólk tók bóluefni til að vernda sig frá alvarlegum sjúkdómum. En þar sem heilbrigt ungt fólk hefur enga ástæðu til að óttast alvarleg veikindi af völdum COVID-19, og áhrif bóluefnanna á dreifingu veirunnar í samfélaginu eru takmörkuð, hefur það engan sjálfsprottinn hvata til að láta bólusetja sig með þessum efnum. Þess í stað er því gert að bólusetja sig, ekki til að vernda sig gegn veirunni, heldur til að vernda sig gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Sagt er að sagan endurtaki sig ekki, heldur rímar hún. Sjónvarpslæknar beittu einmitt svipuðum markaðsetningarbrögðum til að selja foreldrum þá hugmynd að bólusetja börnin sín við veirunni. Tveir áhrifaríkir sölufrasar (2, 3): „ Miðað við þau samtöl sem COVID-göngudeildin hefur átt við foreldra sem eru veikir þá eru margir hverjir alveg æfir yfir því hvað þeir þurfa að vera lengi í sóttkví eða einangrun. Ég myndi halda að meginþorri foreldra vilji láta bólusetja börnin sín til að koma í veg fyrir þau óþægindi.“ „ Ef sú ákvörðun yrði tekin af sóttvarnaryfirvöldum að bólusetja þennan aldurshóp, og það eru mörg rök sem mæla með því, myndi það hafa talsverð áhrif á nýgengi í þessum aldurshópi. Það myndi forða stórum hópi barna frá því að lenda í sóttkví, einangrun og lokun skóla og frístundastarfs.“ Á sama tíma lagði sóttvarnalæknir til á minnisblaði sínu að mismuna börnum eftir því hvort þau væru bólusett eður ei, t.d. með því að gera óbólusettum börnum erfitt fyrir að taka þátt í félagsstarfi og íþróttaviðburðum (4). Þessar raskanir á lífum barna voru ekki af völdum veirunnar, heldur á vegum stjórnvalda. Helsti tilgangur aðgerðanna var ekki vernda börnin frá sýkingu, heldur að sporna við útbreiðslu veirunnar í samfélaginu í von um að vernda spítalann frá álagi sem fylgir því að fullorðið fólk smitist. Sennilega voru aðgerðirnar óhjákvæmileg afleiðing þess að spítalinn hefur verið vanræktur í fjöldamörg ár, af sama fólki og ákvað að beita þurfti sóttvarnaraðgerðum til að vernda hann. Yfirvöld í ýmsum öðrum ríkjum hlífðu allavega börnum við þessum aðgerðum, meðan íslensk stjórnvöld fóru sína leið. Í stað þess að aflétta þegar skaðsemi aðgerðanna blasti við, var íslenskum foreldrum gert að bólusetja börnin sín til að losna úr heljargreipum yfirvalda. Svokallaðar sóttvarnaraðgerðir, sem einkennast af frelsissviptingu og mismunun, hafa ýmist verið notaðar til að tæla eða kúga ungmenni og börn til að taka lyf sem þau hefðu ekki þegið að öðru óbreyttu. Oft er nóg að hóta fólki áþján til að það bugist. Það er sjaldnast vel séð þegar fólk beitir annarri eins sálfræði til að ná vilja sínum fram, sérstaklega þegar fórnarlömbin eru ungmenni og börn. Hegðunin grefur undan trausti á heilbrigðisyfirvöldum. Réttara væri að upplýsa fólk og láta heilsufarslegan ávinning fram yfir áhættu duga sem rök fyrir lyfjameðferð. Ef þau rök eru ekki nógu sannfærandi ættu yfirvöld annað hvort að endurskoða málflutning sinn eða ákvörðunina sjálfa, í stað þess að knýja fram vilja sinn með yfirgangi. Vonandi sér fólk sóma sinn í að ástunda vandaðri og heiðarlegri vinnubrögð í framtíðinni. Neðanmálsgreinar: 1. Auglýsing frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fyrir 21. febrúar stóð “ógilt á landamærum”. 2. Það er áhugavert að skoða umfjallanir sjónvarpslækna um bóluefnin samhliða leiðbeiningarbæklingi Lyfjastofnunar um bann við óbeinum lyfjaauglýsingum:„Lyfjaauglýsing, sem beint er til almennings, skal sett fram á þann hátt að augljóst sé að um auglýsingu sé að ræða og að varan sem auglýst er sé lyf. Blaðagreinar eða umfjallanir um lyf eru m.ö.o. bannaðar nema að það komi skýrt fram að viðkomandi umfjöllun sé auglýsing kostuð af markaðsleyfishafa. Skal umfjöllunin fylgja almennum kröfum um lyfjaauglýsingar og þeim kröfum sem gerðar eru til lyfjaauglýsinga sem beint er til almennings. Ekki má víkja frá þeirri kröfu að þær upplýsingar sem birtast um lyf séu í samræmi við samþykkta samantekt af eiginleikum lyfs. Duldar auglýsingar, t.d. auglýsing sem er dulbúin sem ritstjórnargrein, útvarpsauglýsing sem ræðir lyf á óbeinan hátt, blaðagreinar sem lýsa lyfi á lofsverðan hátt, lífsreynslusögur, eru bannaðar.“ (3) 3. Í tilvitnunum eru allar áherslur mínar. 4. Ef sýnt þykir að afbrigðið er ekki að valda skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit af völdum COVID-19 verndar þá verða komar faglegar forsendur til að skoða eftirfarandi: … Undanskilja börn yngri en 16 ára sem fengið hafa grunnbólusetningu (tvo skammta) frá fjöldatakmörkunum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði.” (3) Höfundur er faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stendur að einkennilegri auglýsingaherferð, þar sem reynt er að tæla ungmenni, sem eru jafnvel undir lögaldri, í bólusetningu í skiptum fyrir aukin samfélagsleg fríðindi. Í auglýsingunni er fólk minnt á að bólusetningarvottorð 16 ára og eldri hafi aðeins níu mánaða gildistíma. Ef lengra líður milli skammta telst vottorðið ógilt, þ.m.t. á landamærum (1, 2). Þá er útskýrt að örvunarskammtur endurnýi þennan sama gildistíma, sem gefur til kynna að það gæti þurft að endurnýja vottorðið aftur í haust. Í samtali við Fréttablaðið ítrekaði framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá sömu stofnun að fólk verði að huga að endurnýjun vottorðsins „ef það er til dæmis að fara til útlanda“. Þarna er verið að vísa til ferðatakmarkana sem beinast sérstaklega að annars flokks borgurum (þ.e. óbólusettu fólki). Reyndar er Ísland, líkt og mörg önnur ríki, að afnema þessar aðgerðir. Einu sinni var það þannig að fólk tók bóluefni til að vernda sig frá alvarlegum sjúkdómum. En þar sem heilbrigt ungt fólk hefur enga ástæðu til að óttast alvarleg veikindi af völdum COVID-19, og áhrif bóluefnanna á dreifingu veirunnar í samfélaginu eru takmörkuð, hefur það engan sjálfsprottinn hvata til að láta bólusetja sig með þessum efnum. Þess í stað er því gert að bólusetja sig, ekki til að vernda sig gegn veirunni, heldur til að vernda sig gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Sagt er að sagan endurtaki sig ekki, heldur rímar hún. Sjónvarpslæknar beittu einmitt svipuðum markaðsetningarbrögðum til að selja foreldrum þá hugmynd að bólusetja börnin sín við veirunni. Tveir áhrifaríkir sölufrasar (2, 3): „ Miðað við þau samtöl sem COVID-göngudeildin hefur átt við foreldra sem eru veikir þá eru margir hverjir alveg æfir yfir því hvað þeir þurfa að vera lengi í sóttkví eða einangrun. Ég myndi halda að meginþorri foreldra vilji láta bólusetja börnin sín til að koma í veg fyrir þau óþægindi.“ „ Ef sú ákvörðun yrði tekin af sóttvarnaryfirvöldum að bólusetja þennan aldurshóp, og það eru mörg rök sem mæla með því, myndi það hafa talsverð áhrif á nýgengi í þessum aldurshópi. Það myndi forða stórum hópi barna frá því að lenda í sóttkví, einangrun og lokun skóla og frístundastarfs.“ Á sama tíma lagði sóttvarnalæknir til á minnisblaði sínu að mismuna börnum eftir því hvort þau væru bólusett eður ei, t.d. með því að gera óbólusettum börnum erfitt fyrir að taka þátt í félagsstarfi og íþróttaviðburðum (4). Þessar raskanir á lífum barna voru ekki af völdum veirunnar, heldur á vegum stjórnvalda. Helsti tilgangur aðgerðanna var ekki vernda börnin frá sýkingu, heldur að sporna við útbreiðslu veirunnar í samfélaginu í von um að vernda spítalann frá álagi sem fylgir því að fullorðið fólk smitist. Sennilega voru aðgerðirnar óhjákvæmileg afleiðing þess að spítalinn hefur verið vanræktur í fjöldamörg ár, af sama fólki og ákvað að beita þurfti sóttvarnaraðgerðum til að vernda hann. Yfirvöld í ýmsum öðrum ríkjum hlífðu allavega börnum við þessum aðgerðum, meðan íslensk stjórnvöld fóru sína leið. Í stað þess að aflétta þegar skaðsemi aðgerðanna blasti við, var íslenskum foreldrum gert að bólusetja börnin sín til að losna úr heljargreipum yfirvalda. Svokallaðar sóttvarnaraðgerðir, sem einkennast af frelsissviptingu og mismunun, hafa ýmist verið notaðar til að tæla eða kúga ungmenni og börn til að taka lyf sem þau hefðu ekki þegið að öðru óbreyttu. Oft er nóg að hóta fólki áþján til að það bugist. Það er sjaldnast vel séð þegar fólk beitir annarri eins sálfræði til að ná vilja sínum fram, sérstaklega þegar fórnarlömbin eru ungmenni og börn. Hegðunin grefur undan trausti á heilbrigðisyfirvöldum. Réttara væri að upplýsa fólk og láta heilsufarslegan ávinning fram yfir áhættu duga sem rök fyrir lyfjameðferð. Ef þau rök eru ekki nógu sannfærandi ættu yfirvöld annað hvort að endurskoða málflutning sinn eða ákvörðunina sjálfa, í stað þess að knýja fram vilja sinn með yfirgangi. Vonandi sér fólk sóma sinn í að ástunda vandaðri og heiðarlegri vinnubrögð í framtíðinni. Neðanmálsgreinar: 1. Auglýsing frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fyrir 21. febrúar stóð “ógilt á landamærum”. 2. Það er áhugavert að skoða umfjallanir sjónvarpslækna um bóluefnin samhliða leiðbeiningarbæklingi Lyfjastofnunar um bann við óbeinum lyfjaauglýsingum:„Lyfjaauglýsing, sem beint er til almennings, skal sett fram á þann hátt að augljóst sé að um auglýsingu sé að ræða og að varan sem auglýst er sé lyf. Blaðagreinar eða umfjallanir um lyf eru m.ö.o. bannaðar nema að það komi skýrt fram að viðkomandi umfjöllun sé auglýsing kostuð af markaðsleyfishafa. Skal umfjöllunin fylgja almennum kröfum um lyfjaauglýsingar og þeim kröfum sem gerðar eru til lyfjaauglýsinga sem beint er til almennings. Ekki má víkja frá þeirri kröfu að þær upplýsingar sem birtast um lyf séu í samræmi við samþykkta samantekt af eiginleikum lyfs. Duldar auglýsingar, t.d. auglýsing sem er dulbúin sem ritstjórnargrein, útvarpsauglýsing sem ræðir lyf á óbeinan hátt, blaðagreinar sem lýsa lyfi á lofsverðan hátt, lífsreynslusögur, eru bannaðar.“ (3) 3. Í tilvitnunum eru allar áherslur mínar. 4. Ef sýnt þykir að afbrigðið er ekki að valda skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit af völdum COVID-19 verndar þá verða komar faglegar forsendur til að skoða eftirfarandi: … Undanskilja börn yngri en 16 ára sem fengið hafa grunnbólusetningu (tvo skammta) frá fjöldatakmörkunum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði.” (3) Höfundur er faðir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun