Elvar Már: Þeir vildu ekki selja mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 12:30 Elvar Már Friðriksson hefur tekið mörg skref á síðustu árum og er núna farinn að vekja athygli hjá stórliðum Evrópu. Stöð2 Sport Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á síðasta ári og hann verður eldlínunni í kvöld þegar Ísland leikur sinn fyrsta heimaleik í undankeppni HM 2023. Elvar Már skoraði sautján stig að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu á árinu 2021 en hann er á sínu fyrsta tímabilið með belgíska félaginu Antwerp Giants. Guðjón Guðmundsson hitti Elvar á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Það eru flest allir að gefa kost á sér núna og það er gaman að geta verið með nánast fullt lið og reyna að taka þá,“ sagði Elvar Már Friðriksson. „Það eru búnir að vera nokkrir gluggar í röð þar sem ekki allir hafa gefið kost á sér. Það verður gaman að sjá okkur núna. Við fáum stuttan undirbúning en ég held að það séu allir í góðri leikæfingu. Við verðum tilbúnir,“ sagði Elvar Már. Hann er að spila í belgísku deildinni og segir það ganga vel. Klippa: Viðtal við Elvar „Mér líður vel og er búinn að vera að spila nokkuð vel. Ég er fullur sjálfstrausts og nokkuð sáttur með sjálfan mig,“ sagði Elvar. Elvar fékk tilboð frá Galatasaray í Tyrklandi sem sýnir að frammistaða hans er að vekja athygli stórliða Evrópu. Elvar þurfi að hafna því tilboði af því að belgíska liðið sagði nei. „Það var bara klúbburinn sem þurfti að hafna því. Ég fékk sjálfur ekki að hafna því. Það var ekki uppsagnarákvæði í samningnum mínum og þeir vildu ekki selja mig. Þeir vildu að ég myndi klára tímabilið með þeim og þeir ráða því svo sem. Það var ekkert sem ég gat sagt eða gert við því,“ sagði Elvar. „Það er gaman að vita af tilboði frá svona stórum klúbb og vonandi kemur bara annað tækifæri í sumar. Það er alltaf gott að vita af áhuga og þetta er bara ennþá meiri hvatning að gera meira og betur,“ sagði Elvar. „Belgíska deildin er nokkuð góð og það er verið að reyna að sameina þetta með hollensku deildinni núna. Við spiluðum belgísku deildina fyrir áramót og vorum að klára það í fyrradag. Núna förum við í sameiginlega deild þar sem verða topp fimm úr hvorri deild. Neðri fara í silfurriðil en þau bestu í gullriðil,“ sagði Elvar. „Það verður fróðlegt að sjá þetta. Þetta er eitthvað nýtt fyrirkomulag sem ég veit í rauninni ekkert hvernig virkar. Þetta er á prufustigi hjá þeim,“ sagði Elvar. Hann hefur nú verið stoðsendingahæstur í þremur löndum, Svíþjóð, Litháen og Belgíu. „Ég er búin að vera þrjú ár í röð að vinna mig hægt og rólega upp og hef verið að gera nokkuð vel. Ég náð að stjórna þessum liðum ágætlega en ég er búinn að vera með góða menn í kringum mig og það hefur því verið auðveldara að safna stoðsendingunum. Vonandi hjálpar það mér í framtíðinni,“ sagði Elvar. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni. EM 2023 í körfubolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Elvar Már skoraði sautján stig að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu á árinu 2021 en hann er á sínu fyrsta tímabilið með belgíska félaginu Antwerp Giants. Guðjón Guðmundsson hitti Elvar á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður í kvöld. „Það eru flest allir að gefa kost á sér núna og það er gaman að geta verið með nánast fullt lið og reyna að taka þá,“ sagði Elvar Már Friðriksson. „Það eru búnir að vera nokkrir gluggar í röð þar sem ekki allir hafa gefið kost á sér. Það verður gaman að sjá okkur núna. Við fáum stuttan undirbúning en ég held að það séu allir í góðri leikæfingu. Við verðum tilbúnir,“ sagði Elvar Már. Hann er að spila í belgísku deildinni og segir það ganga vel. Klippa: Viðtal við Elvar „Mér líður vel og er búinn að vera að spila nokkuð vel. Ég er fullur sjálfstrausts og nokkuð sáttur með sjálfan mig,“ sagði Elvar. Elvar fékk tilboð frá Galatasaray í Tyrklandi sem sýnir að frammistaða hans er að vekja athygli stórliða Evrópu. Elvar þurfi að hafna því tilboði af því að belgíska liðið sagði nei. „Það var bara klúbburinn sem þurfti að hafna því. Ég fékk sjálfur ekki að hafna því. Það var ekki uppsagnarákvæði í samningnum mínum og þeir vildu ekki selja mig. Þeir vildu að ég myndi klára tímabilið með þeim og þeir ráða því svo sem. Það var ekkert sem ég gat sagt eða gert við því,“ sagði Elvar. „Það er gaman að vita af tilboði frá svona stórum klúbb og vonandi kemur bara annað tækifæri í sumar. Það er alltaf gott að vita af áhuga og þetta er bara ennþá meiri hvatning að gera meira og betur,“ sagði Elvar. „Belgíska deildin er nokkuð góð og það er verið að reyna að sameina þetta með hollensku deildinni núna. Við spiluðum belgísku deildina fyrir áramót og vorum að klára það í fyrradag. Núna förum við í sameiginlega deild þar sem verða topp fimm úr hvorri deild. Neðri fara í silfurriðil en þau bestu í gullriðil,“ sagði Elvar. „Það verður fróðlegt að sjá þetta. Þetta er eitthvað nýtt fyrirkomulag sem ég veit í rauninni ekkert hvernig virkar. Þetta er á prufustigi hjá þeim,“ sagði Elvar. Hann hefur nú verið stoðsendingahæstur í þremur löndum, Svíþjóð, Litháen og Belgíu. „Ég er búin að vera þrjú ár í röð að vinna mig hægt og rólega upp og hef verið að gera nokkuð vel. Ég náð að stjórna þessum liðum ágætlega en ég er búinn að vera með góða menn í kringum mig og það hefur því verið auðveldara að safna stoðsendingunum. Vonandi hjálpar það mér í framtíðinni,“ sagði Elvar. Leikur Íslands og Ítalíu fer fram í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst hann klukkan 20.00. Svo heldur íslenska liðið út til Bologna á Ítalíu þar sem seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 27. febrúar í PallaDozza-höllinni.
EM 2023 í körfubolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira