Arnar Daði: „Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 22:20 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var sáttur með stigin tvö á móti HK Vísir: Vilhelm Gunnarsson Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu var virkilega sáttur með sigurinn er Grótta vann HK, 30-25 í Olís-deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum þar til stundarfjórðungur var eftir. Þá gáfu Gróttumenn í og sigruðu með 5 mörkum. „Mér líður fáranlega vel. Mikill léttir að ná þessum sigri. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik, þessi leikur er búin að frestast tvívegis og við búnir að bíða eftir þessum leik heillengi. Það er óþæginlegt að eiga leik inni og vonast eftir að fá tvö stig, það leit ekki þannig út lengi vel í þessum leik að við værum að fara innbyrða þessi tvö stig en ég er fegin.“ Aðspurður hverju þeir breyttu til að sigla þessu heim sagði Arnar Daði: „Við breyttum ekki neinu. Við vorum vel undirbúnir og ég ætla að segja það núna ég hef aldrei verið jafn undirbúinn á allri minni þriggja ára meistaraflokks reynslu sem þjálfari. Við tókum fjórar æfingar bara fyrir þennan leik og við vissum nákvæmlega upp á hár hvað þeir myndu spila. Þannig við breyttum engu, eina sem ég sagði við strákana í hálfleik, fyrir leik og í leikhléum að við þurfum að halda ró og í okkar leiksskipulag og það er það sem við gerðum. Við héldum okkur í vörn og okkar concepti sóknarlega.“ Arnar sagði að það sem hafi á endanum skilað þessu er reynslan sem Grótta hefur sem HK hefur ekki. „Við höfum ágæta reynslu út frá þessum leikjum frá því í fyrra á meðan þeir eru nýliðar. Það eru litlir hlutir sem duttu með okkur núna. En svo eru kannski ekki að detta með okkur þegar að við mætum stóru liðunum sem hafa meiri reynslu en við.“ Arnar Daði og Sebastian, þjálfari HK áttu orðaskipti þegar leiknum var lokið og virtist Sebastian ansi heitt í hamsi. „Hann var að pirra sig hversu mörg fríköst og hversu lengi við vorum í sókn. Þetta byrjaði þannig að ég spurði hvort ég mætti taka leikhlé þegar það voru 20 sekúndur eftir því við erum líka að hugsa um innbyrðis. En svo fórum við í gegn og skoruðum og það týndist í mómentinu. Ég bjó þessar samræður til með því að spurja hvort ég mætti taka þetta leikhlé, kannski heimskulegt að skipta mér að honum í miðjum leik.“ Næsti leikur er á móti Haukum og ætlar Arnar Daði og Gróttumenn að mæta graðir og glaðir í þann leik. „Það er stutt síðan við mættum þeim, í bikarnum í síðustu viku. Við ætlum aðeins að breyta út af vananum en ég ætla ekki að segja þér hvað við ætlum að gera. Ég er að fara tilkynna strákunum það núna. Það er stutt síðan við mættum þeim og það gerist ekki oft að við mætum sama liðinu með svona stuttu millibili. Við horfum bara á síðasta leik og sjáum hvað við þurfum að bæta. Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli á sunnudaginn.“ Grótta Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Mér líður fáranlega vel. Mikill léttir að ná þessum sigri. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik, þessi leikur er búin að frestast tvívegis og við búnir að bíða eftir þessum leik heillengi. Það er óþæginlegt að eiga leik inni og vonast eftir að fá tvö stig, það leit ekki þannig út lengi vel í þessum leik að við værum að fara innbyrða þessi tvö stig en ég er fegin.“ Aðspurður hverju þeir breyttu til að sigla þessu heim sagði Arnar Daði: „Við breyttum ekki neinu. Við vorum vel undirbúnir og ég ætla að segja það núna ég hef aldrei verið jafn undirbúinn á allri minni þriggja ára meistaraflokks reynslu sem þjálfari. Við tókum fjórar æfingar bara fyrir þennan leik og við vissum nákvæmlega upp á hár hvað þeir myndu spila. Þannig við breyttum engu, eina sem ég sagði við strákana í hálfleik, fyrir leik og í leikhléum að við þurfum að halda ró og í okkar leiksskipulag og það er það sem við gerðum. Við héldum okkur í vörn og okkar concepti sóknarlega.“ Arnar sagði að það sem hafi á endanum skilað þessu er reynslan sem Grótta hefur sem HK hefur ekki. „Við höfum ágæta reynslu út frá þessum leikjum frá því í fyrra á meðan þeir eru nýliðar. Það eru litlir hlutir sem duttu með okkur núna. En svo eru kannski ekki að detta með okkur þegar að við mætum stóru liðunum sem hafa meiri reynslu en við.“ Arnar Daði og Sebastian, þjálfari HK áttu orðaskipti þegar leiknum var lokið og virtist Sebastian ansi heitt í hamsi. „Hann var að pirra sig hversu mörg fríköst og hversu lengi við vorum í sókn. Þetta byrjaði þannig að ég spurði hvort ég mætti taka leikhlé þegar það voru 20 sekúndur eftir því við erum líka að hugsa um innbyrðis. En svo fórum við í gegn og skoruðum og það týndist í mómentinu. Ég bjó þessar samræður til með því að spurja hvort ég mætti taka þetta leikhlé, kannski heimskulegt að skipta mér að honum í miðjum leik.“ Næsti leikur er á móti Haukum og ætlar Arnar Daði og Gróttumenn að mæta graðir og glaðir í þann leik. „Það er stutt síðan við mættum þeim, í bikarnum í síðustu viku. Við ætlum aðeins að breyta út af vananum en ég ætla ekki að segja þér hvað við ætlum að gera. Ég er að fara tilkynna strákunum það núna. Það er stutt síðan við mættum þeim og það gerist ekki oft að við mætum sama liðinu með svona stuttu millibili. Við horfum bara á síðasta leik og sjáum hvað við þurfum að bæta. Mætum svo graðir og glaðir á Ásvelli á sunnudaginn.“
Grótta Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Leik lokið: Grótta - HK 30-25| Grótta vann í stemmningsleik á Nesinu Grótta og HK mættust í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Jafnræði var með liðnum bróðurpart leiksins en Gróttumenn gáfu í og unnu með 5 mörkum. Lokatölur 30-25. 23. febrúar 2022 19:15