Þorgerður Katrín: Samstaða á alþjóðavettvangi framar viðskiptahagsmunum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 21:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar segir að Ísland eigi að standa með fullvanda þjóðum og sýna samstöðu á hinu stóra sviði. Vísir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar segir stöðuna í Úkraínu óþolandi og grafalvarlega. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði tvívegis um málið í dag. Staðan í Úkraínu og innrás Rússa inn í landið var rædd í utanríkismálanefnd Alþingis en nefndin fundaði tvívegis vegna málsins í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir mikilvægt að Ísland sé afgerandi í samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. „Staðan er náttúrulega óþolandi og grafalvarleg eins og allir sjá. Það sem skiptir mjög miklu máli er að við verðum mjög afgerandi í okkar samstöðu með okkar vina- og bandalagsþjóðum og það að við stöndum með Úkraínu,“ sagði Þorgerður í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöld. „Ég vil sérstaklega lýsa yfir mjög skýrum svörum utanríkisráðherra núna á fundi með okkur í utanríkismálanefnd sem veitir mér mikla von um að það verði ekki gefið eftir röddum hér innanlands um það að það eigi að taka viðskiptahagsmuni framar samstöðu á alþjóðavettvangi með lýðræði og með fullveldi.“ Þorgerður segir að í umræðu um viðskiptahagsmuni Íslendinga þurfi að skoða stóru myndina. „Stóra myndin er sú að við þurfum líka að verja landamæri okkar, landhelgi og standa með fullvalda þjóðum. Það þýðir samstaða á hinu stóra sviði. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, óttast að boðaðar efnahagsaðgerðir muni ekki duga.Vísir Logi Einarsson tók undir með Þorgerði og sagði að komið hefði fram skýr vilji ráðherra á fundi utanríkismálanefndar. Hann sagði það skipta máli að Íslendingar séu staðfastir og sýni samstöðu í málinu. „Ég óttast þó að þessar fyrstu efnahagsaðgerðir sem hafa verið boðaðar, þær muni ekki duga og þetta verði skák fram og til baka. Við sem smáþjóð hljótum auðvitað að standa með ríki sem er í vanda núna," sagði Logi. „Ég óttast það en vona ekki,“ svaraði hann hvort hann óttaðist að átökin kynnu að verða enn meiri. Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Staðan í Úkraínu og innrás Rússa inn í landið var rædd í utanríkismálanefnd Alþingis en nefndin fundaði tvívegis vegna málsins í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir mikilvægt að Ísland sé afgerandi í samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. „Staðan er náttúrulega óþolandi og grafalvarleg eins og allir sjá. Það sem skiptir mjög miklu máli er að við verðum mjög afgerandi í okkar samstöðu með okkar vina- og bandalagsþjóðum og það að við stöndum með Úkraínu,“ sagði Þorgerður í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöld. „Ég vil sérstaklega lýsa yfir mjög skýrum svörum utanríkisráðherra núna á fundi með okkur í utanríkismálanefnd sem veitir mér mikla von um að það verði ekki gefið eftir röddum hér innanlands um það að það eigi að taka viðskiptahagsmuni framar samstöðu á alþjóðavettvangi með lýðræði og með fullveldi.“ Þorgerður segir að í umræðu um viðskiptahagsmuni Íslendinga þurfi að skoða stóru myndina. „Stóra myndin er sú að við þurfum líka að verja landamæri okkar, landhelgi og standa með fullvalda þjóðum. Það þýðir samstaða á hinu stóra sviði. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, óttast að boðaðar efnahagsaðgerðir muni ekki duga.Vísir Logi Einarsson tók undir með Þorgerði og sagði að komið hefði fram skýr vilji ráðherra á fundi utanríkismálanefndar. Hann sagði það skipta máli að Íslendingar séu staðfastir og sýni samstöðu í málinu. „Ég óttast þó að þessar fyrstu efnahagsaðgerðir sem hafa verið boðaðar, þær muni ekki duga og þetta verði skák fram og til baka. Við sem smáþjóð hljótum auðvitað að standa með ríki sem er í vanda núna," sagði Logi. „Ég óttast það en vona ekki,“ svaraði hann hvort hann óttaðist að átökin kynnu að verða enn meiri.
Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira