Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 75-65| Njarðvík vann nágrannaslaginn í Ljónagryfjunni Andri Már Eggertsson skrifar 23. febrúar 2022 22:32 vísir/bára Njarðvík vann Suðurnesjaslaginn gegn Keflavík í Ljónagryfjunni og hefndi fyrir tapið í Blue-höllinni í byrjun árs. Njarðvík endaði fyrri hálfleik á miklu flugi og leit aldrei um öxl eftir það. Njarðvík vann að lokum tíu stiga sigur 75-65. Það var rífandi stemning í húsinu líkt og á að vera þegar Njarðvík og Keflavík mætast. Búið var að ræsa út lukkudýr Njarðvíkur ásamt því mættu iðkendur úr yngri flokka starfi Njarðvíkur á gólfið fyrir leik að hvetja. Njarðvík gerði fyrstu körfu leiksins en Keflavík svaraði með sjö stigum í röð. Gestirnir voru sterkari aðilinn í fyrsta fjórðungi og gerðu vel í að komast nálægt körfunni. Sextán af tuttugu og tveimur stigum Keflavíkur komu inn í teig. Lára Ösp Ásgeirsdóttir kom Njarðvík inn í leikinn með tveimur þriggja stiga körfum í röð. Keflavík var alltaf einu skrefi á undan þar til undir lok fyrri hálfleiks. Njarðvík lék á als oddi undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir réðu ekkert við orkuna í Njarðvík. Heimakonur enduðu fyrri hálfleik á 12-2 áhlaupi. Staðan í hálfleik var 41-36. Sóknarleikur Keflavíkur var afar einhæfur. Aðeins þrír leikmenn gerðu yfir tvö stig á fyrstu tuttugu og átta mínútum leiksins. Njarðvík kom með sama krafti inn í síðari hálfleik líkt og undir lok fyrri hálfleiks. Keflavík gerði ágætlega í að draga úr sóknarleik Njarðvíkur þegar leið á þriðja leikhluta en Keflavík refsaði aldrei á hinum enda vallarins. Það var aldrei spurning í fjórða leikhluta hvar sigurinn myndi enda. Keflavík tókst aldrei að ná áhlaupi sem hefði gert leikinn spennandi á loka mínútunum. Af hverju vann Njarðvík? Um miðjan fyrri hálfleik small varnarleikur Njarðvíkur sem Keflavík átti í miklum vandræðum með. Njarðvík komst í bílstjórasætið með 14-2 áhlaupi og missti aldrei móðinn eftir það. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah A'taeya Collier endaði með tvöfalda tvennu. Hún var stigahæst á vellinum með 29 stig og tók einnig 15 fráköst. Lavína Joao Gomes De Silva var ekki langt frá þrefaldri tvennu. Hún gerði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst í Keflavík með 23 stig. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur var afar einhæfur. Þegar tuttugu og átta mínútur voru liðnar af leiknum höfðu aðeins þrír leikmenn gert yfir tvö stig. Njarðvík tók 56 fráköst sem var tuttugu fráköstum meira en Keflavík. Njarðvík tók einnig tuttugu sóknarfráköst. Hvað gerist næst? Keflavík fer í Ólafssal og mætir Haukum miðvikudaginn eftir viku klukkan 20:30. Njarðvík fær Hauka í heimsókn næsta sunnudag klukkan 20:15. Jón Halldór: Fráköst og skotnýting tapaði leiknum Jón Halldór var svekktur með úrslitinVísir/Bára Jón Halldór Eðvarðsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur með úrslitin eftir leik. „Fráköst og skotnýting tapaði þessum leik. Njarðvík náði góðu áhlaupi undir lok fyrri hálfleiks. Við vissum að þetta yrði leikur áhlaupa. Við náðum áhlaupi til að byrja með sem Njarðvík svaraði. “ „Seinni hálfleikur var í járnum sem endaði með að Njarðvík vann með fimm stigum. Það breytir litlu máli hversu mörgum stigum við lendum undir ég hefði viljað sjá meiri orku í liðinu og við áttum að gera betur. Njarðvík barðist og ýtti okkur úr því sem við vildum gera og mér fannst vanta upp á kraftinn í mínu liði,“ sagði Jón Halldór svekktur eftir leik. Keflavík fékk ekki framlag úr mörgum áttum en Jón veltir sér lítið upp úr því hver skorar stigin svo lengi sem stigin koma. „Ég vill fá framlag frá öllum leikmönnum í liðinu en ég á ekki við hver skorar stigin mér er sama um það svo lengi sem flæðið á boltanum er gott. Mér er alveg sama hvort útlendingurinn hjá mér skorar 70 stig eða allar stelpurnar skora 10 stig það vantaði bara að fá alla leikmennina til að skila framlagi í leiknum,“ sagði Jón Halldór að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Njarðvík vann Suðurnesjaslaginn gegn Keflavík í Ljónagryfjunni og hefndi fyrir tapið í Blue-höllinni í byrjun árs. Njarðvík endaði fyrri hálfleik á miklu flugi og leit aldrei um öxl eftir það. Njarðvík vann að lokum tíu stiga sigur 75-65. Það var rífandi stemning í húsinu líkt og á að vera þegar Njarðvík og Keflavík mætast. Búið var að ræsa út lukkudýr Njarðvíkur ásamt því mættu iðkendur úr yngri flokka starfi Njarðvíkur á gólfið fyrir leik að hvetja. Njarðvík gerði fyrstu körfu leiksins en Keflavík svaraði með sjö stigum í röð. Gestirnir voru sterkari aðilinn í fyrsta fjórðungi og gerðu vel í að komast nálægt körfunni. Sextán af tuttugu og tveimur stigum Keflavíkur komu inn í teig. Lára Ösp Ásgeirsdóttir kom Njarðvík inn í leikinn með tveimur þriggja stiga körfum í röð. Keflavík var alltaf einu skrefi á undan þar til undir lok fyrri hálfleiks. Njarðvík lék á als oddi undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir réðu ekkert við orkuna í Njarðvík. Heimakonur enduðu fyrri hálfleik á 12-2 áhlaupi. Staðan í hálfleik var 41-36. Sóknarleikur Keflavíkur var afar einhæfur. Aðeins þrír leikmenn gerðu yfir tvö stig á fyrstu tuttugu og átta mínútum leiksins. Njarðvík kom með sama krafti inn í síðari hálfleik líkt og undir lok fyrri hálfleiks. Keflavík gerði ágætlega í að draga úr sóknarleik Njarðvíkur þegar leið á þriðja leikhluta en Keflavík refsaði aldrei á hinum enda vallarins. Það var aldrei spurning í fjórða leikhluta hvar sigurinn myndi enda. Keflavík tókst aldrei að ná áhlaupi sem hefði gert leikinn spennandi á loka mínútunum. Af hverju vann Njarðvík? Um miðjan fyrri hálfleik small varnarleikur Njarðvíkur sem Keflavík átti í miklum vandræðum með. Njarðvík komst í bílstjórasætið með 14-2 áhlaupi og missti aldrei móðinn eftir það. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah A'taeya Collier endaði með tvöfalda tvennu. Hún var stigahæst á vellinum með 29 stig og tók einnig 15 fráköst. Lavína Joao Gomes De Silva var ekki langt frá þrefaldri tvennu. Hún gerði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst í Keflavík með 23 stig. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur var afar einhæfur. Þegar tuttugu og átta mínútur voru liðnar af leiknum höfðu aðeins þrír leikmenn gert yfir tvö stig. Njarðvík tók 56 fráköst sem var tuttugu fráköstum meira en Keflavík. Njarðvík tók einnig tuttugu sóknarfráköst. Hvað gerist næst? Keflavík fer í Ólafssal og mætir Haukum miðvikudaginn eftir viku klukkan 20:30. Njarðvík fær Hauka í heimsókn næsta sunnudag klukkan 20:15. Jón Halldór: Fráköst og skotnýting tapaði leiknum Jón Halldór var svekktur með úrslitinVísir/Bára Jón Halldór Eðvarðsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur með úrslitin eftir leik. „Fráköst og skotnýting tapaði þessum leik. Njarðvík náði góðu áhlaupi undir lok fyrri hálfleiks. Við vissum að þetta yrði leikur áhlaupa. Við náðum áhlaupi til að byrja með sem Njarðvík svaraði. “ „Seinni hálfleikur var í járnum sem endaði með að Njarðvík vann með fimm stigum. Það breytir litlu máli hversu mörgum stigum við lendum undir ég hefði viljað sjá meiri orku í liðinu og við áttum að gera betur. Njarðvík barðist og ýtti okkur úr því sem við vildum gera og mér fannst vanta upp á kraftinn í mínu liði,“ sagði Jón Halldór svekktur eftir leik. Keflavík fékk ekki framlag úr mörgum áttum en Jón veltir sér lítið upp úr því hver skorar stigin svo lengi sem stigin koma. „Ég vill fá framlag frá öllum leikmönnum í liðinu en ég á ekki við hver skorar stigin mér er sama um það svo lengi sem flæðið á boltanum er gott. Mér er alveg sama hvort útlendingurinn hjá mér skorar 70 stig eða allar stelpurnar skora 10 stig það vantaði bara að fá alla leikmennina til að skila framlagi í leiknum,“ sagði Jón Halldór að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum